„Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 07:32 Mohamed Salah fagnar hér sigurmarki sínu í gær, marki sem færði Liverpool átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Getty/Michael Steele Mohamed Salah er að renna út á samningi í sumar en frábær frammistaða hans inn á vellinum er án efa ein aðalástæðan fyrir því að Liverpool er með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Phil McNulty, blaðamaður á breska ríkisútvarpinu, skrifar pistil um framtíð Salah eftir enn eina frábæru frammistöðuna um helgina. Salah skoraði þá tvívegis í seinni hálfleiknum í 3-2 endurkomusigri á Southampton á St. Mary's leikvanginum. McNulty vísaði meðal annars til borða meðal stuðningsmanna Liverpool í stúkunni sem kölluðu eftir því að Liverpool borgi Salah það sem hann á skilið. „Eftir þessar nýjustu hetjudáðir Salah þá er þurfa eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, að svara einfaldri spurningu. Hvernig geta þeir leyft þessum heimsklassa og stórkostlega leikmanni að labba í burtu fyrir ekkert í lok tímabilsins, leikmanni sem breytir leikjum,“ skrifaði McNulty. Hvað vill hann fá í laun? „Það er auðvitað ekki á hreinu, að minnsta kosti opinberlega, hvað Salah vill fá í laun. Hann getur auðvitað tryggt sér stóra eingreiðslu við undirritun fari hann til annars liðs á frjálsri sölu,“ skrifaði McNulty og nefnir þá reglu eigenda Liverpool að láta ekki leikmenn yfir þrítugt fá langa og stóra samninga. „Þetta eru eflaust viðkvæmar viðræður en þær verða taka mark á því að þótt að Salah sé orðin 32 ára gamall þá hefur hann aldrei verið betri. Hann er í undraverðu líkamlegu formi eins og hann sýndi okkur þegar hann fór úr treyjunni eftir sigurmarkið,“ skrifaði McNulty. „Þetta er ekki súperstjarna að eldast. Þetta er leikmaður að viðhalda frábæru formi sínu, fullur af ástríðu og metnaði sem spilar eins vel og leikmenn á sínum bestu árum,“ skrifaði McNulty. Efst á verkefnalistanum „Framtíð Salah verður að vera efst á verkefnalista eigendanna. Hvernig hann sá til þess að Liverpool missteig sig ekki í þessum krefjandi aðstæðum sannaði enn virði hans. Það heyrist líka hærra og hærra í stuðningsmönnum Liverpool sem vilja sjá þá ganga frá þessu ekki síst þeir sem horfa á hann fara á kostum í hverri viku. Það er eins og hann sé á persónulegri vegferð í að ná sínum öðrum meistaratitli með félaginu,“ skrifaði McNulty. „Salah segir ekki mikið opinberlega en hann lætur verkin tala inn á vellinum. FSG veit að því lengur sem þeir draga þetta því hærra heyrist í óánægðum stuðningsmönnum. Hver leikur og allar tölur eru enn frekari sönnun fyrir því að Liverpool verður bara að ganga frá þessum nýja samningi við Salah. Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield,“ skrifaði McNulty. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Phil McNulty, blaðamaður á breska ríkisútvarpinu, skrifar pistil um framtíð Salah eftir enn eina frábæru frammistöðuna um helgina. Salah skoraði þá tvívegis í seinni hálfleiknum í 3-2 endurkomusigri á Southampton á St. Mary's leikvanginum. McNulty vísaði meðal annars til borða meðal stuðningsmanna Liverpool í stúkunni sem kölluðu eftir því að Liverpool borgi Salah það sem hann á skilið. „Eftir þessar nýjustu hetjudáðir Salah þá er þurfa eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, að svara einfaldri spurningu. Hvernig geta þeir leyft þessum heimsklassa og stórkostlega leikmanni að labba í burtu fyrir ekkert í lok tímabilsins, leikmanni sem breytir leikjum,“ skrifaði McNulty. Hvað vill hann fá í laun? „Það er auðvitað ekki á hreinu, að minnsta kosti opinberlega, hvað Salah vill fá í laun. Hann getur auðvitað tryggt sér stóra eingreiðslu við undirritun fari hann til annars liðs á frjálsri sölu,“ skrifaði McNulty og nefnir þá reglu eigenda Liverpool að láta ekki leikmenn yfir þrítugt fá langa og stóra samninga. „Þetta eru eflaust viðkvæmar viðræður en þær verða taka mark á því að þótt að Salah sé orðin 32 ára gamall þá hefur hann aldrei verið betri. Hann er í undraverðu líkamlegu formi eins og hann sýndi okkur þegar hann fór úr treyjunni eftir sigurmarkið,“ skrifaði McNulty. „Þetta er ekki súperstjarna að eldast. Þetta er leikmaður að viðhalda frábæru formi sínu, fullur af ástríðu og metnaði sem spilar eins vel og leikmenn á sínum bestu árum,“ skrifaði McNulty. Efst á verkefnalistanum „Framtíð Salah verður að vera efst á verkefnalista eigendanna. Hvernig hann sá til þess að Liverpool missteig sig ekki í þessum krefjandi aðstæðum sannaði enn virði hans. Það heyrist líka hærra og hærra í stuðningsmönnum Liverpool sem vilja sjá þá ganga frá þessu ekki síst þeir sem horfa á hann fara á kostum í hverri viku. Það er eins og hann sé á persónulegri vegferð í að ná sínum öðrum meistaratitli með félaginu,“ skrifaði McNulty. „Salah segir ekki mikið opinberlega en hann lætur verkin tala inn á vellinum. FSG veit að því lengur sem þeir draga þetta því hærra heyrist í óánægðum stuðningsmönnum. Hver leikur og allar tölur eru enn frekari sönnun fyrir því að Liverpool verður bara að ganga frá þessum nýja samningi við Salah. Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield,“ skrifaði McNulty. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira