Enski boltinn

Segist enn ekki hafa fengið samnings­til­boð frá Liver­pool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah skoraði sitt tíunda deildarmark á leiktíðinni og hjálpaði Liverpool að ná átta stiga forystu á toppnum.
Mohamed Salah skoraði sitt tíunda deildarmark á leiktíðinni og hjálpaði Liverpool að ná átta stiga forystu á toppnum. Getty/John Powell

Mohamed Salah átti enn einn stórleikinn í gær þegar hann skoraði tvívegis í endurkomusigri Liverpool á útivelli á móti Southampton. Hann sagði eftir leikinn að Liverpool væri ekki einu sinni búið að bjóða honum nýjan samning.

Salah hefur spilað með Liverpool frá árinu 2017 en samningur hans frá því í júlí 2022 rennur út í sumar.

Egyptinn var spurður út í samningsmál sín eftir sigurinn á Southampton og hann er ekki bjartsýnn á nýjan samning.

„Ég er líklega meira á förum en að halda áfram hjá félaginu eins og staðan er núna,“ sagði Salah. The Athletic segir frá.

„Það er næstum því kominn desember og ég hef enn ekki fengið tilboð um að halda áfram í félaginu. Tilboð um að framlengja samninginn,“ sagði Salah.

„Ég elska Liverpool. Ég elska stuðningsmennina og það er ekkert annað félag eins og þetta félag. Þegar allt er á botninn hvolft þá er þetta ekki í mínum höndum. Við skulum sjá til,“ sagði Salah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×