Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 10:32 Michael Owen fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum fyrir Liverpool. Getty/Jon Buckle Michael Owen yfirgaf Liverpool sem elskaður sonur félagsins, einn allra besti framherji heims og handhafi Gullknattarins. Stuðningsmenn Liverpool hafa hins vegar aldrei sætt sig við það að hann valdi að spila fyrir Manchester United. Í nýju viðtali þá lýsir Owen yfir sárindum sínum yfir því að hafa aldrei verið tekinn í sátt af stuðningsmönnum Liverpool. „Mér finnst ekki eins og ég sé elskaður eða velkominn hjá Liverpool. Það er virkilega sárt og ég reyni því að forðast það að fara þangað,“ sagði Owen í viðtali við The Athletic. Hann fer þar líka yfir kringumstæðurnar þegar hann yfirgaf félagið á sínum tíma. Real Madrid vildi fá hann. „Ég ræddi við knattspyrnustjórann [Benitez] og við Rick Parry [Framkvæmdastjórann]. Það var þannig: Ég verð þarna í eitt eða tvö ár og kem svo til baka. Ég vildi ekki fara frá Liverpool. Liverpool var mitt félag. Ég pældi líka í því hvort ég myndi sjá eftir því ef ég færi ekki,“ sagði Owen. Hann er enn í dag eini leikmaður Liverpool sem hefur unnið Gullhnöttinn sem hann fékk árið sem Liverpool vann bikarþrennuna eða 2000-01. Owen skoraði 158 mörk í fyrir Liverpool á árunum 1996 til 2004 og var sjöundi markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi þegar hann yfirgaf félagið aðeins 25 ára gamall. Owen entist aðeins í eitt tímabil hjá spænska stórliðinu Madrid en var síðan seldur til Newcastle. Hann var mjög óheppin með meiðsli og yfirgaf St. James Park fjórum árum seinna. Það er eitt að fara til Newcastle en annað að fara til erkifjendanna í Manchester United. Owen skrifaði undir tveggja ára samning við United sumarið 2009 og tók við sjöunni frægu af Cristiano Ronaldo. Owen náði að verða enskur meistari með United eitthvað sem hann náði aldrei á árum sínum hjá Liverpool. Þegar hann varð enskur meistari vorið 2011 þá var Liverpool búið að bíða í 21 ár eftir titlinum. Owen spilaði síðasta tímabilið sitt hjá Stoke City en setti skóna upp á hillu 34 ára gamall vorið 2013. Owen hefur allt til alls til að vera elskuð goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool en þetta sumar sem hann valdi United svíður greinilega enn. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Í nýju viðtali þá lýsir Owen yfir sárindum sínum yfir því að hafa aldrei verið tekinn í sátt af stuðningsmönnum Liverpool. „Mér finnst ekki eins og ég sé elskaður eða velkominn hjá Liverpool. Það er virkilega sárt og ég reyni því að forðast það að fara þangað,“ sagði Owen í viðtali við The Athletic. Hann fer þar líka yfir kringumstæðurnar þegar hann yfirgaf félagið á sínum tíma. Real Madrid vildi fá hann. „Ég ræddi við knattspyrnustjórann [Benitez] og við Rick Parry [Framkvæmdastjórann]. Það var þannig: Ég verð þarna í eitt eða tvö ár og kem svo til baka. Ég vildi ekki fara frá Liverpool. Liverpool var mitt félag. Ég pældi líka í því hvort ég myndi sjá eftir því ef ég færi ekki,“ sagði Owen. Hann er enn í dag eini leikmaður Liverpool sem hefur unnið Gullhnöttinn sem hann fékk árið sem Liverpool vann bikarþrennuna eða 2000-01. Owen skoraði 158 mörk í fyrir Liverpool á árunum 1996 til 2004 og var sjöundi markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi þegar hann yfirgaf félagið aðeins 25 ára gamall. Owen entist aðeins í eitt tímabil hjá spænska stórliðinu Madrid en var síðan seldur til Newcastle. Hann var mjög óheppin með meiðsli og yfirgaf St. James Park fjórum árum seinna. Það er eitt að fara til Newcastle en annað að fara til erkifjendanna í Manchester United. Owen skrifaði undir tveggja ára samning við United sumarið 2009 og tók við sjöunni frægu af Cristiano Ronaldo. Owen náði að verða enskur meistari með United eitthvað sem hann náði aldrei á árum sínum hjá Liverpool. Þegar hann varð enskur meistari vorið 2011 þá var Liverpool búið að bíða í 21 ár eftir titlinum. Owen spilaði síðasta tímabilið sitt hjá Stoke City en setti skóna upp á hillu 34 ára gamall vorið 2013. Owen hefur allt til alls til að vera elskuð goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool en þetta sumar sem hann valdi United svíður greinilega enn. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira