Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 09:20 Alba Hurup Larsen er styrkt af tískuvöruframleiðandanum Tommy Hilfiger. @f1academy Draumur hinnar fimmtán ára gömlu dönsku stelpu Ölbu Hurup Larsen er örugglega eitthvað sem þú heyrir ekki oft hjá stúlku á hennar aldri. Jú hana Ölbu dreymir ekki aðeins um að keppa í Formúlu 1 heldur um að vinna hana einn daginn. Hún er strax lögð af stað í þetta ævintýralega ferðalag sitt á toppinn í akstursíþróttaheiminum. Hversu langt hún kemst verður síðan að koma betur í ljós. Larsen fékk inngöngu í F1 akademíuna og mun þar taka þátt í leitinni að fyrstu konunni til að keppa í Formúlu 1. Fylgst verður vel með Ölbu og stelpunum í nokkur ár og þá kemur í ljós hvort einhver þeirra fer alla leið. „Ég heiti Alba Hurup Larsen og ég er fimmtán ára gömul. Ég vil verða fyrsta konan sem verður heimsmeistari í Formúlu 1,“ sagði Larsen í viðtali sem birtist á miðlum danska ríkisútvarpsins í fyrra. Hún fer þar aðeins yfir bílinn sinn, hvar hún situr og hvernig hún stýrir honum. „Ég vann Sjálandsmeistaramótið og þetta varð bara skemmtilegra og skemmtilegra. Ég skráði mig því í Girls on Track sem er sem mjög spennandi alþjóðlegt verkefni sem FIA hefur búið til með Ferrari,“ sagði Larsen. „Þar náði ég að vera fljótasta stelpa heims,“ sagði Larsen. „Aðalmarkmiðið er að komast i F1 akademíuna sem er kvennasería sem fer fram við hlið Formúlu 1. Það er oft keppt á sömu brautum og hún kallast Formúla 4,“ sagði Larsen. Hún hefur nú náð því markmiði sínu og tekur þátt í Formúlu 4 á næsta ári. Hún mun fá þar stuðning frá tískuframleiðandanum Tommy Hilfiger. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan sem og viðtal við hana þegar hún komst inn í akademíuna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) View this post on Instagram A post shared by F1 Academy (@f1academy) Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Jú hana Ölbu dreymir ekki aðeins um að keppa í Formúlu 1 heldur um að vinna hana einn daginn. Hún er strax lögð af stað í þetta ævintýralega ferðalag sitt á toppinn í akstursíþróttaheiminum. Hversu langt hún kemst verður síðan að koma betur í ljós. Larsen fékk inngöngu í F1 akademíuna og mun þar taka þátt í leitinni að fyrstu konunni til að keppa í Formúlu 1. Fylgst verður vel með Ölbu og stelpunum í nokkur ár og þá kemur í ljós hvort einhver þeirra fer alla leið. „Ég heiti Alba Hurup Larsen og ég er fimmtán ára gömul. Ég vil verða fyrsta konan sem verður heimsmeistari í Formúlu 1,“ sagði Larsen í viðtali sem birtist á miðlum danska ríkisútvarpsins í fyrra. Hún fer þar aðeins yfir bílinn sinn, hvar hún situr og hvernig hún stýrir honum. „Ég vann Sjálandsmeistaramótið og þetta varð bara skemmtilegra og skemmtilegra. Ég skráði mig því í Girls on Track sem er sem mjög spennandi alþjóðlegt verkefni sem FIA hefur búið til með Ferrari,“ sagði Larsen. „Þar náði ég að vera fljótasta stelpa heims,“ sagði Larsen. „Aðalmarkmiðið er að komast i F1 akademíuna sem er kvennasería sem fer fram við hlið Formúlu 1. Það er oft keppt á sömu brautum og hún kallast Formúla 4,“ sagði Larsen. Hún hefur nú náð því markmiði sínu og tekur þátt í Formúlu 4 á næsta ári. Hún mun fá þar stuðning frá tískuframleiðandanum Tommy Hilfiger. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan sem og viðtal við hana þegar hún komst inn í akademíuna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) View this post on Instagram A post shared by F1 Academy (@f1academy)
Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira