Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 08:45 Pep Guardiola kyssir hér bikarinn eftir að Manchester City vann Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð og í sjötta sinn undir hans stjórn. Hann hefur framlengt samning sinn þrátt fyrir að ekki sé búið að dæma í málinu. Getty/Robbie Jay Barratt Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, er með nýjustu fréttirnar af meintum brotum Manchester City á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Réttarhöldin yfir Manchester City hafa verið í gangi í næstum því þrjá mánuði. Enska úrvalsdeildin kærði City fyrir að minnsta kosti 115 brot á rekstrarreglum og svo gæti farið að City yrði dæmt niður um deild og myndi missa alla titla sína á þeim tímabilum sem City braut af sér. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og hafa staðið yfir í ellefu vikur. „Eins og þetta gengur núna þá lítur út fyrir að þetta klárist fyrir jól,“ sagði Kaveh Solhekol. Undirbúa lokaframsögu sína Hlé hefur verið gert á málarekstrinum á meðan báðir aðilar fá tækifæri til að undirbúa lokaframsögu sína. Lokaræðurnar verða síðan fluttar í byrjun desember eða um miðjan mánuðinn. „Þá þurfum við að bíða eftir dómnum og það er von á honum í vor. Mér finnst líklegast að það verði í mars. Málið klárast þó ekki endilega þá,“ sagði Solhekol. „Báðir aðilar fá nefnilega að tækifæri til að áfrýja. Ef annar hvor aðilinn vill áfrýja þá mun það framlengja málið um nokkra mánuði til viðbótar,“ sagði Solhekol. Neita öllum ásökunum Manchester City neitar öllum þessum ásökunum en kærurnar gætu verið fleiri en 115 samkvæmt Solhekol. Enska úrvalsdeildin tilkynnti fyrst um 115 kærur en þær voru mögulega á endanum 130 talsins. „Menn eru ósammála um það hvort að kærurnar séu 115 eða 130. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei staðfest þessa tölu. Fólk er því að tala um mismunandi tölur,“ sagði Solhekol. Fór yfir brotin sem voru kærð Solhekol fór aðeins yfir það hvaða brot þetta voru. „Þetta eru samt örugglega fleiri en hundrað kærur. Þær snúast um að gefa upp ekki réttar upplýsingar um reksturinn á níu tímabilum, gefa ekki upp rétt laun leikmanna á sex tímabilum og gefa ekki upp fullar greiðslur til knattspyrnustjórans Roberto Mancini í fjögur tímabil. Auk þess að vera ekki samvinnuþýðir við öflum upplýsinga í rannsókn málsins sem tók meira en fjögur ár. Þeir eru líka sakaðir um brot á rekstrarreglum UEFA,“ sagði Solhekol. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JwyIsMvmQaM">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Enska úrvalsdeildin kærði City fyrir að minnsta kosti 115 brot á rekstrarreglum og svo gæti farið að City yrði dæmt niður um deild og myndi missa alla titla sína á þeim tímabilum sem City braut af sér. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og hafa staðið yfir í ellefu vikur. „Eins og þetta gengur núna þá lítur út fyrir að þetta klárist fyrir jól,“ sagði Kaveh Solhekol. Undirbúa lokaframsögu sína Hlé hefur verið gert á málarekstrinum á meðan báðir aðilar fá tækifæri til að undirbúa lokaframsögu sína. Lokaræðurnar verða síðan fluttar í byrjun desember eða um miðjan mánuðinn. „Þá þurfum við að bíða eftir dómnum og það er von á honum í vor. Mér finnst líklegast að það verði í mars. Málið klárast þó ekki endilega þá,“ sagði Solhekol. „Báðir aðilar fá nefnilega að tækifæri til að áfrýja. Ef annar hvor aðilinn vill áfrýja þá mun það framlengja málið um nokkra mánuði til viðbótar,“ sagði Solhekol. Neita öllum ásökunum Manchester City neitar öllum þessum ásökunum en kærurnar gætu verið fleiri en 115 samkvæmt Solhekol. Enska úrvalsdeildin tilkynnti fyrst um 115 kærur en þær voru mögulega á endanum 130 talsins. „Menn eru ósammála um það hvort að kærurnar séu 115 eða 130. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei staðfest þessa tölu. Fólk er því að tala um mismunandi tölur,“ sagði Solhekol. Fór yfir brotin sem voru kærð Solhekol fór aðeins yfir það hvaða brot þetta voru. „Þetta eru samt örugglega fleiri en hundrað kærur. Þær snúast um að gefa upp ekki réttar upplýsingar um reksturinn á níu tímabilum, gefa ekki upp rétt laun leikmanna á sex tímabilum og gefa ekki upp fullar greiðslur til knattspyrnustjórans Roberto Mancini í fjögur tímabil. Auk þess að vera ekki samvinnuþýðir við öflum upplýsinga í rannsókn málsins sem tók meira en fjögur ár. Þeir eru líka sakaðir um brot á rekstrarreglum UEFA,“ sagði Solhekol. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JwyIsMvmQaM">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira