Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2024 23:00 Ibrahima Konaté meiddist í hné þegar hinn brasilíski Endrick braut á honum á miðvikudaginn. Getty/Chris Brunskill Liverpool og Manchester City mætast í sannkölluðum risaleik á sunnudag í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nú er orðið ljóst að einn af fastamönnum í byrjunarliði Liverpool verður frá keppni næstu vikurnar. Miðvörðurinn Ibrahima Konaté staðfesti í dag að hann yrði frá keppni á næstunni vegna meiðsla, en hann meiddist í hné í sigrinum gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag, eftir brot Endricks. Ibrahima Konaté is reportedly set to miss 5-6 weeks through an injury picked up against Real Madrid.The centre-back has the best aerial duel win rate (82.4%) in Europe's top five leagues this season. A big miss 🤕 pic.twitter.com/ePrUMK6itU— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 29, 2024 Arne Slot hefur treyst á Konaté með Virgil van Dijk í miðri vörn Liverpool í öllum deildarleikjum tímabilsins, eftir að hafa skipt Konaté inn á í upphafi seinni hálfleiks gegn Ipswich í fyrstu umferð. Það kemur í hlut Jarell Quansah, sem hóf fyrsta deildarleik tímabilsins en fékk bara að spila 45 mínútur, eða Joe Gomez að fylla í skarðið fyrir Konaté gegn Englandsmeisturunum á sunnudaginn. The Guardian segir mögulegt að Conor Bradley missi einnig af leiknum við City, eftir frábæra frammistöðu gegn Real, vegna meiðsla í læri í þeim leik. Trent Alexander-Arnold er hins vegar klár í slaginn. Óvíst er hve lengi Konaté verður frá keppni en ljóst er að það verða nokkrar vikur og það á mjög annasömum tíma hjá Liverpool. Liðið leikur níu leiki í desember. Frakkinn er hins vegar staðráðinn í að snúa aftur sem fyrst. „Núna hefst endurhæfingarferlið en ég get lofað því að ég mun snúa aftur og verða á ný besta útgáfan af sjálfum mér,“ skrifaði Konaté á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @ibrahimakonate Enski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Miðvörðurinn Ibrahima Konaté staðfesti í dag að hann yrði frá keppni á næstunni vegna meiðsla, en hann meiddist í hné í sigrinum gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag, eftir brot Endricks. Ibrahima Konaté is reportedly set to miss 5-6 weeks through an injury picked up against Real Madrid.The centre-back has the best aerial duel win rate (82.4%) in Europe's top five leagues this season. A big miss 🤕 pic.twitter.com/ePrUMK6itU— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 29, 2024 Arne Slot hefur treyst á Konaté með Virgil van Dijk í miðri vörn Liverpool í öllum deildarleikjum tímabilsins, eftir að hafa skipt Konaté inn á í upphafi seinni hálfleiks gegn Ipswich í fyrstu umferð. Það kemur í hlut Jarell Quansah, sem hóf fyrsta deildarleik tímabilsins en fékk bara að spila 45 mínútur, eða Joe Gomez að fylla í skarðið fyrir Konaté gegn Englandsmeisturunum á sunnudaginn. The Guardian segir mögulegt að Conor Bradley missi einnig af leiknum við City, eftir frábæra frammistöðu gegn Real, vegna meiðsla í læri í þeim leik. Trent Alexander-Arnold er hins vegar klár í slaginn. Óvíst er hve lengi Konaté verður frá keppni en ljóst er að það verða nokkrar vikur og það á mjög annasömum tíma hjá Liverpool. Liðið leikur níu leiki í desember. Frakkinn er hins vegar staðráðinn í að snúa aftur sem fyrst. „Núna hefst endurhæfingarferlið en ég get lofað því að ég mun snúa aftur og verða á ný besta útgáfan af sjálfum mér,“ skrifaði Konaté á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @ibrahimakonate
Enski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira