Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2024 11:03 Pep Guardiola hefur gert Manchester City að enskum meisturum á fjórum tímabilum í röð. Núna á liðið á hættu að missa Liverpool ellefu stigum frá sér en geta líka minnkað forskotið í fimm stig. Getty/Alex Livesey Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur aldrei áður á stjóraferlinum upplifað jafnslæmt gengi eins og hjá City liðinu síðustu vikur. Næst á dagskrá er síðan leikur á móti toppliðinu og að koma í veg fyrir að missa Liverpool ellefu stigum frá sér. Guardiola ræddi við blaðamenn í gær en eftir fimm tapleiki í röð þá missti liðið 3-0 forystu í 3-3 jafntefli á móti Feyenoord í Meistaradeildinni í vikunni. Auðvitað er þetta ekki gaman „Auðvitað er þetta ekki gaman en við hverju býstu? Að allt komi á rauða dreglinum. Að allt sé auðvelt og þægilegt?“ sagði Guardiola. Breska ríkisútvarpið segir frá. City mætir Liverpool í stórleik helgarinnar á morgun. Síðasti sigurleikur liðsins var á móti Southampton 26. október síðastliðinn. „Þetta er auðvelt þegar þú ert að vinna tíu, tólf leiki í röð, allir eru heilir, allir að spila sinna besta leik og allir í liðinu eru 26, 28, 28 ára. Þegar allt gengur vel þá er þetta auðvelt starf,“ sagði Guardiola. „Á löngum ferlum, níu, tíu eða ellefu ára ferlum, þá upplifa aftur á móti allir svona tíma. Við höfum tapað fimm leikjum og gerðum jafntefli í síðasta leik sem við áttum að vinna. Það gerist bara stundum í fótboltanum,“ sagði Guardiola. Allt á mínum ferlum „Ég verð að sætta mig við það. Það þýðir ekkert að kvarta og kveina eða kenna einhverjum um þetta. Ekki hlaupa frá ábyrgðinni. Ég er með allt á mínum herðum núna og verð að vilja laga þetta,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola has said he is doing everything he can to “rebuild” the shattered confidence of his Manchester City players and admitted that his credentials are under the spotlight after six matches without a win@hirstclass reports 🔽https://t.co/b5Kr8KPQ5O— Times Sport (@TimesSport) November 29, 2024 „Þú verður að vinna leiki hjá þessu fótboltafélagi. Ef þú gerir það ekki þá ertu í vandræðum. Ég veit að fólk segir: Af hverju er Pep ekki valtur í sessi, af hverju reka þeir ekki Pep? Ég hef þennan slaka vegna þess sem ég hef gert síðustu átta ár. Fólk treystir á mig,“ sagði Guardiola. „Það sem er á hreinu er að ég vil halda hér áfram. Um leið og mér finnst það ekki það besta fyrir félagið að ég sé hér þá mun annar koma inn,“ sagði Guardiola. Veit að þeir koma til baka „Við munum koma til baka. Ég veit það. Ég veit bara ekki hvenær,“ sagði Guardiola. „Í þeirri stöðu sem við erum í núna þá er ekki raunhæft að hugsa um stærri markmiðin. Staðan kallar bara á það að hugsa um næsta leik og hvað ég geti gert til að hjálpa mínum leikmönnum,“ sagði Guardiola. „Ég vil ekki flýja. Ég bað um þetta tækifæri. Ég vil vera hér og endurbyggja liðið til loka þessa tímabils og svo áfram á næstu leiktíð. Núna þarf ég að sanna mig,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Guardiola ræddi við blaðamenn í gær en eftir fimm tapleiki í röð þá missti liðið 3-0 forystu í 3-3 jafntefli á móti Feyenoord í Meistaradeildinni í vikunni. Auðvitað er þetta ekki gaman „Auðvitað er þetta ekki gaman en við hverju býstu? Að allt komi á rauða dreglinum. Að allt sé auðvelt og þægilegt?“ sagði Guardiola. Breska ríkisútvarpið segir frá. City mætir Liverpool í stórleik helgarinnar á morgun. Síðasti sigurleikur liðsins var á móti Southampton 26. október síðastliðinn. „Þetta er auðvelt þegar þú ert að vinna tíu, tólf leiki í röð, allir eru heilir, allir að spila sinna besta leik og allir í liðinu eru 26, 28, 28 ára. Þegar allt gengur vel þá er þetta auðvelt starf,“ sagði Guardiola. „Á löngum ferlum, níu, tíu eða ellefu ára ferlum, þá upplifa aftur á móti allir svona tíma. Við höfum tapað fimm leikjum og gerðum jafntefli í síðasta leik sem við áttum að vinna. Það gerist bara stundum í fótboltanum,“ sagði Guardiola. Allt á mínum ferlum „Ég verð að sætta mig við það. Það þýðir ekkert að kvarta og kveina eða kenna einhverjum um þetta. Ekki hlaupa frá ábyrgðinni. Ég er með allt á mínum herðum núna og verð að vilja laga þetta,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola has said he is doing everything he can to “rebuild” the shattered confidence of his Manchester City players and admitted that his credentials are under the spotlight after six matches without a win@hirstclass reports 🔽https://t.co/b5Kr8KPQ5O— Times Sport (@TimesSport) November 29, 2024 „Þú verður að vinna leiki hjá þessu fótboltafélagi. Ef þú gerir það ekki þá ertu í vandræðum. Ég veit að fólk segir: Af hverju er Pep ekki valtur í sessi, af hverju reka þeir ekki Pep? Ég hef þennan slaka vegna þess sem ég hef gert síðustu átta ár. Fólk treystir á mig,“ sagði Guardiola. „Það sem er á hreinu er að ég vil halda hér áfram. Um leið og mér finnst það ekki það besta fyrir félagið að ég sé hér þá mun annar koma inn,“ sagði Guardiola. Veit að þeir koma til baka „Við munum koma til baka. Ég veit það. Ég veit bara ekki hvenær,“ sagði Guardiola. „Í þeirri stöðu sem við erum í núna þá er ekki raunhæft að hugsa um stærri markmiðin. Staðan kallar bara á það að hugsa um næsta leik og hvað ég geti gert til að hjálpa mínum leikmönnum,“ sagði Guardiola. „Ég vil ekki flýja. Ég bað um þetta tækifæri. Ég vil vera hér og endurbyggja liðið til loka þessa tímabils og svo áfram á næstu leiktíð. Núna þarf ég að sanna mig,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira