Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 22:33 Sam Morsy vill bara vera með venjulegt fyrirliðaband en ekki sýna LGBTQ+ fólki stuðning. Getty/Hannah Fountain Fótboltamaðurinn Sam Morsy, fyrirliði Ipswich, neitaði að bera fyrirliðaband í regnbogalitum og sýna þannig stuðning við hinsegin fólk, í leik við Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa í leikjum um helgina og í þessari viku sýnt stuðning við LGBTQ+ fólk og baráttuna fyrir tilverurétti þess í íþróttum. Því hafa fyrirliðar liðanna borið fyrirliðaband í regnbogalitunum, sem undirstrika fjölbreytileika mannfólksins, fyrir utan Morsy. Ipswich hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segist félagið bera virðingu fyrir ákvörðun hins 33 ára gamla Morsy, sem er landsliðsmaður Egyptalands. Ipswich have released a statement after captain Sam Morsy opted not to wear the rainbow armband which signifies the Premier League's Rainbow Laces campaign. pic.twitter.com/WW7jMQ0nCi— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 2, 2024 Ipswich segir að félagið leggi sig fram um að vera félag sem bjóði allt fólk velkomið. Það standi með LGBTQ+ samfélaginu í að stuðla að jafnrétti, og styðji við „Rainbow Laces“-herferð úrvalsdeildarinnar. Þetta hafi félagið gert og muni gera með virkum hætti, til að mynda á heimaleiknum við Crystal Palace á morgun. „Á sama tíma þá virðum við ákvörðun fyrirliðans okkar, Sam Morsy, sem kaus að bera ekki regnbogafyrirliðabandið af trúarástæðum,“ segir í tilkynningu frá Ipswich. Ipswich tapaði leiknum geng Forest um helgina, 1-0, og er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar með níu stig en aðeins tveimur stigum frá 15. sæti. Morsy, sem er Múslimi, er fæddur og uppalinn á Englandi en á egypskan föður og enska móður. Hann hefur leikið með Ipswich frá árinu 2021. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa í leikjum um helgina og í þessari viku sýnt stuðning við LGBTQ+ fólk og baráttuna fyrir tilverurétti þess í íþróttum. Því hafa fyrirliðar liðanna borið fyrirliðaband í regnbogalitunum, sem undirstrika fjölbreytileika mannfólksins, fyrir utan Morsy. Ipswich hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segist félagið bera virðingu fyrir ákvörðun hins 33 ára gamla Morsy, sem er landsliðsmaður Egyptalands. Ipswich have released a statement after captain Sam Morsy opted not to wear the rainbow armband which signifies the Premier League's Rainbow Laces campaign. pic.twitter.com/WW7jMQ0nCi— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 2, 2024 Ipswich segir að félagið leggi sig fram um að vera félag sem bjóði allt fólk velkomið. Það standi með LGBTQ+ samfélaginu í að stuðla að jafnrétti, og styðji við „Rainbow Laces“-herferð úrvalsdeildarinnar. Þetta hafi félagið gert og muni gera með virkum hætti, til að mynda á heimaleiknum við Crystal Palace á morgun. „Á sama tíma þá virðum við ákvörðun fyrirliðans okkar, Sam Morsy, sem kaus að bera ekki regnbogafyrirliðabandið af trúarástæðum,“ segir í tilkynningu frá Ipswich. Ipswich tapaði leiknum geng Forest um helgina, 1-0, og er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar með níu stig en aðeins tveimur stigum frá 15. sæti. Morsy, sem er Múslimi, er fæddur og uppalinn á Englandi en á egypskan föður og enska móður. Hann hefur leikið með Ipswich frá árinu 2021.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira