Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 22:33 Sam Morsy vill bara vera með venjulegt fyrirliðaband en ekki sýna LGBTQ+ fólki stuðning. Getty/Hannah Fountain Fótboltamaðurinn Sam Morsy, fyrirliði Ipswich, neitaði að bera fyrirliðaband í regnbogalitum og sýna þannig stuðning við hinsegin fólk, í leik við Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa í leikjum um helgina og í þessari viku sýnt stuðning við LGBTQ+ fólk og baráttuna fyrir tilverurétti þess í íþróttum. Því hafa fyrirliðar liðanna borið fyrirliðaband í regnbogalitunum, sem undirstrika fjölbreytileika mannfólksins, fyrir utan Morsy. Ipswich hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segist félagið bera virðingu fyrir ákvörðun hins 33 ára gamla Morsy, sem er landsliðsmaður Egyptalands. Ipswich have released a statement after captain Sam Morsy opted not to wear the rainbow armband which signifies the Premier League's Rainbow Laces campaign. pic.twitter.com/WW7jMQ0nCi— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 2, 2024 Ipswich segir að félagið leggi sig fram um að vera félag sem bjóði allt fólk velkomið. Það standi með LGBTQ+ samfélaginu í að stuðla að jafnrétti, og styðji við „Rainbow Laces“-herferð úrvalsdeildarinnar. Þetta hafi félagið gert og muni gera með virkum hætti, til að mynda á heimaleiknum við Crystal Palace á morgun. „Á sama tíma þá virðum við ákvörðun fyrirliðans okkar, Sam Morsy, sem kaus að bera ekki regnbogafyrirliðabandið af trúarástæðum,“ segir í tilkynningu frá Ipswich. Ipswich tapaði leiknum geng Forest um helgina, 1-0, og er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar með níu stig en aðeins tveimur stigum frá 15. sæti. Morsy, sem er Múslimi, er fæddur og uppalinn á Englandi en á egypskan föður og enska móður. Hann hefur leikið með Ipswich frá árinu 2021. Enski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa í leikjum um helgina og í þessari viku sýnt stuðning við LGBTQ+ fólk og baráttuna fyrir tilverurétti þess í íþróttum. Því hafa fyrirliðar liðanna borið fyrirliðaband í regnbogalitunum, sem undirstrika fjölbreytileika mannfólksins, fyrir utan Morsy. Ipswich hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segist félagið bera virðingu fyrir ákvörðun hins 33 ára gamla Morsy, sem er landsliðsmaður Egyptalands. Ipswich have released a statement after captain Sam Morsy opted not to wear the rainbow armband which signifies the Premier League's Rainbow Laces campaign. pic.twitter.com/WW7jMQ0nCi— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 2, 2024 Ipswich segir að félagið leggi sig fram um að vera félag sem bjóði allt fólk velkomið. Það standi með LGBTQ+ samfélaginu í að stuðla að jafnrétti, og styðji við „Rainbow Laces“-herferð úrvalsdeildarinnar. Þetta hafi félagið gert og muni gera með virkum hætti, til að mynda á heimaleiknum við Crystal Palace á morgun. „Á sama tíma þá virðum við ákvörðun fyrirliðans okkar, Sam Morsy, sem kaus að bera ekki regnbogafyrirliðabandið af trúarástæðum,“ segir í tilkynningu frá Ipswich. Ipswich tapaði leiknum geng Forest um helgina, 1-0, og er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar með níu stig en aðeins tveimur stigum frá 15. sæti. Morsy, sem er Múslimi, er fæddur og uppalinn á Englandi en á egypskan föður og enska móður. Hann hefur leikið með Ipswich frá árinu 2021.
Enski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira