„Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 14:02 Kevin De Bruyne hefur ekki getað sýnt sínar bestu hliðar í vetur, vegna meiðsla. Getty/James Gill Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gefur lítið fyrir vangaveltur þeirra Jamie Carragher og Gary Neville um að einhvers konar ósætti sé á milli hans og Kevin De Bruyne. Það vakti athygli spekinga Sky Sports á sunnudaginn að De Bruyne fengi ekki sæti í byrjunarliði City í stórleiknum mikilvæga við Liverpool. Belginn var á varamannabekknum og kom ekki inn á fyrr en um tólf mínútur voru eftir. City er án sigurs í síðustu sjö leikjum, og hefur tapað sex þeirra, og virtust Neville og Carragher halda að eitthvað annað en meiðsli réði því að De Bruyne hefði lítið spilað að undanförnu. Hann hefur spilað samtals 72 mínútur eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fimm leikjum, eftir átta vikna fjarveru vegna meiðsla. „Það er eitthvað í gangi með De Bruyne. Það er eitthvað ekki í lagi á milli þeirra tveggja,“ sagði Carragher og Neville tók undir þetta, og sagði stórfurðulegt hvernig Guardiola færi með De Bruyne. City mætir Nottingham Forest í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn tók Guardiola málið fyrir, án þess að nefna Carragher og Neville sérstaklega á nafn. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. Pep Guardiola hefur nýtt Kevin De Bruyne sem varamann í fimm leikjum, eftir að Belginn sneri aftur úr meiðslum.Getty/James Gill „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta,“ sagði Guardiola. Myndi elska að hafa 26 ára gamlan De Bruyne De Bruyne var frá keppni frá ágúst og fram í janúar á síðustu leiktíð, vegna meiðsla í læri sem fyrst urðu til þess að hann fór meiddur af velli í sigrinum á Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023. Samningur De Bruyne við City rennur út næsta sumar og sagði Belginn að viðræðum um nýjan samning hefði verið slegið á frest á meðan að hann einbeitti sér að því að jafna sig af meiðslum. „Ég myndi elska það að hafa Kevin hér upp á sitt besta, 26 eða 27 ára gamlan. Hann myndi elska það líka. En hann er ekki 26 eða 27 ára lengur. Hann hefur glímt við meiðsli og hann er þannig leikmaður að hann þarf að vera líkamlega klár til að finna sitt svæði og orku. Þetta er eðlilegt. Hann hefur spilað mikið af leikjum á síðustu 10-11 árum. Ég veit að hann vill ólmur hjálpa okkur, og hann hefur sýnt brot af þeirri snilld sem hann hefur upp á að bjóða,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sport Fleiri fréttir Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Sjá meira
Það vakti athygli spekinga Sky Sports á sunnudaginn að De Bruyne fengi ekki sæti í byrjunarliði City í stórleiknum mikilvæga við Liverpool. Belginn var á varamannabekknum og kom ekki inn á fyrr en um tólf mínútur voru eftir. City er án sigurs í síðustu sjö leikjum, og hefur tapað sex þeirra, og virtust Neville og Carragher halda að eitthvað annað en meiðsli réði því að De Bruyne hefði lítið spilað að undanförnu. Hann hefur spilað samtals 72 mínútur eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fimm leikjum, eftir átta vikna fjarveru vegna meiðsla. „Það er eitthvað í gangi með De Bruyne. Það er eitthvað ekki í lagi á milli þeirra tveggja,“ sagði Carragher og Neville tók undir þetta, og sagði stórfurðulegt hvernig Guardiola færi með De Bruyne. City mætir Nottingham Forest í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn tók Guardiola málið fyrir, án þess að nefna Carragher og Neville sérstaklega á nafn. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. Pep Guardiola hefur nýtt Kevin De Bruyne sem varamann í fimm leikjum, eftir að Belginn sneri aftur úr meiðslum.Getty/James Gill „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta,“ sagði Guardiola. Myndi elska að hafa 26 ára gamlan De Bruyne De Bruyne var frá keppni frá ágúst og fram í janúar á síðustu leiktíð, vegna meiðsla í læri sem fyrst urðu til þess að hann fór meiddur af velli í sigrinum á Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023. Samningur De Bruyne við City rennur út næsta sumar og sagði Belginn að viðræðum um nýjan samning hefði verið slegið á frest á meðan að hann einbeitti sér að því að jafna sig af meiðslum. „Ég myndi elska það að hafa Kevin hér upp á sitt besta, 26 eða 27 ára gamlan. Hann myndi elska það líka. En hann er ekki 26 eða 27 ára lengur. Hann hefur glímt við meiðsli og hann er þannig leikmaður að hann þarf að vera líkamlega klár til að finna sitt svæði og orku. Þetta er eðlilegt. Hann hefur spilað mikið af leikjum á síðustu 10-11 árum. Ég veit að hann vill ólmur hjálpa okkur, og hann hefur sýnt brot af þeirri snilld sem hann hefur upp á að bjóða,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sport Fleiri fréttir Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Sjá meira