Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2024 22:10 Dean Huijsen fagnar marki sínu fyrir Bournemouth gegn Tottenham. getty/Harry Murphy Bournemouth lyfti sér upp fyrir Tottenham og í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri í leik liðanna í kvöld. Lokatölur á Vitality leikvanginum, 1-0. Bournemouth hefur verið sterkt á heimavelli í vetur en auk Tottenham hefur liðið unnið heimasigra á Manchester City og Arsenal. Tottenham er í 10. sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum. Dean Huijsen skoraði eina mark leiksins í kvöld. Á 17. mínútu skallaði þessi nítján ára Spánverji hornspyrnu Marcus Tavernier í netið. Þrátt fyrir að hafa nægan tíma til að jafna gerðu gestirnir sig sjaldan líklega. Heimamenn voru hættulegri aðilinn og áttu meðal annars átta skot á markið. Enski boltinn
Bournemouth lyfti sér upp fyrir Tottenham og í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri í leik liðanna í kvöld. Lokatölur á Vitality leikvanginum, 1-0. Bournemouth hefur verið sterkt á heimavelli í vetur en auk Tottenham hefur liðið unnið heimasigra á Manchester City og Arsenal. Tottenham er í 10. sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum. Dean Huijsen skoraði eina mark leiksins í kvöld. Á 17. mínútu skallaði þessi nítján ára Spánverji hornspyrnu Marcus Tavernier í netið. Þrátt fyrir að hafa nægan tíma til að jafna gerðu gestirnir sig sjaldan líklega. Heimamenn voru hættulegri aðilinn og áttu meðal annars átta skot á markið.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti