Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. desember 2024 18:30 Cole Palmer skoraði úr báðum vítaspyrnunum sem hann fékk og vippaði beint á markið í seinna skiptið. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Chelsea vann 4-3 endurkomusigur á útivelli í hreint ótrúlegum leik gegn Tottenham. Heimamenn tóku tveggja marka forystu snemma en misstu hana frá sér og gáfu tvær vítaspyrnur. Cucurella lagði upp tvö fyrir Tottenham og eitt fyrir Chelsea Leikurinn hófst afar illa fyrir Chelsea og þá sérstaklega vinstri bakvörðinn Marc Cucurella, hann tapaði boltanum tvisvar á slæmum stað og það leiddi til marka í bæði skipti. Dominic Solanke skoraði fyrsta markið á fimmtu mínútu eftir sendingu Brennans Johnson sem vann boltann. Dejan Kulusevski bætti svo öðru marki við aðeins sex mínútum síðar eftir sendingu Pedro Porro. Marc Cucurella var skömmustulegur að sjá eftir mörk Tottenham.Marc Atkins/Getty Images Hrikaleg byrjun en Chelsea blés til sóknar og minnkaði muninn skömmu síðar. Cucurella var þar að bæta upp fyrir mistök sín og lagði upp á Jadon Sancho sem skaut frábæru skoti í stöngina og inn. Fleiri hættuleg færi áttu eftir að líta dagsins ljós fyrir hálfleiksflautið, Cole Palmer í liði Chelsea átti þrumuskot rétt fyrir utan teig en markmaðurinn sá við því og Pape Sarr skaut svo í þverslánna fyrir Tottenham. Brutu tvisvar af sér í eigin vítateig Það gerðist svo á 60. mínútu að Chelsea jafnaði leikinn. Moises Caicedo vann vítaspyrnu þegar Yves Bissouma braut á honum og Cole Palmer kláraði af öryggi. Palmer átti síðan risastóran þátt í þriðja marki Chelsea á 73. mínútu. Hann kom sér inn á teiginn með listilegum gabbhreyfingum og tók skot sem skoppaði af varnarmanni Tottenham til Enzo Fernandez, sem skaut viðstöðulaust og skoraði. Gríðarlega svekkjandi fyrir Tottenham sem var nýbúið að sjá Heung Min-Son klúðra dauðafæri hinum megin á vellinum. Pape Sarr svekktur eftir að hafa brotið af sér.Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Vont átti eftir að versna fyrir Tottenham því Pape Sarr gaf Chelsea aðra vítaspyrnu á 83. mínútu, sem Cole Palmer vippaði beint á markið af mikilli yfirvegun og kom Chelsea tveimur mörkum yfir. Heung Min-Son skoraði sjöunda mark leiksins á sjöundu og síðustu mínútu uppbótartíma og minnkaði muninn fyrir Tottenham. Liðið fékk eina sókn í viðbót eftir það, en tókst ekki að jafna leikinn. Stigin þrjú taka Chelsea upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 31 stig, þremur stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Tottenham er hins vegar í ellefta sæti með 20 stig. Enski boltinn
Chelsea vann 4-3 endurkomusigur á útivelli í hreint ótrúlegum leik gegn Tottenham. Heimamenn tóku tveggja marka forystu snemma en misstu hana frá sér og gáfu tvær vítaspyrnur. Cucurella lagði upp tvö fyrir Tottenham og eitt fyrir Chelsea Leikurinn hófst afar illa fyrir Chelsea og þá sérstaklega vinstri bakvörðinn Marc Cucurella, hann tapaði boltanum tvisvar á slæmum stað og það leiddi til marka í bæði skipti. Dominic Solanke skoraði fyrsta markið á fimmtu mínútu eftir sendingu Brennans Johnson sem vann boltann. Dejan Kulusevski bætti svo öðru marki við aðeins sex mínútum síðar eftir sendingu Pedro Porro. Marc Cucurella var skömmustulegur að sjá eftir mörk Tottenham.Marc Atkins/Getty Images Hrikaleg byrjun en Chelsea blés til sóknar og minnkaði muninn skömmu síðar. Cucurella var þar að bæta upp fyrir mistök sín og lagði upp á Jadon Sancho sem skaut frábæru skoti í stöngina og inn. Fleiri hættuleg færi áttu eftir að líta dagsins ljós fyrir hálfleiksflautið, Cole Palmer í liði Chelsea átti þrumuskot rétt fyrir utan teig en markmaðurinn sá við því og Pape Sarr skaut svo í þverslánna fyrir Tottenham. Brutu tvisvar af sér í eigin vítateig Það gerðist svo á 60. mínútu að Chelsea jafnaði leikinn. Moises Caicedo vann vítaspyrnu þegar Yves Bissouma braut á honum og Cole Palmer kláraði af öryggi. Palmer átti síðan risastóran þátt í þriðja marki Chelsea á 73. mínútu. Hann kom sér inn á teiginn með listilegum gabbhreyfingum og tók skot sem skoppaði af varnarmanni Tottenham til Enzo Fernandez, sem skaut viðstöðulaust og skoraði. Gríðarlega svekkjandi fyrir Tottenham sem var nýbúið að sjá Heung Min-Son klúðra dauðafæri hinum megin á vellinum. Pape Sarr svekktur eftir að hafa brotið af sér.Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Vont átti eftir að versna fyrir Tottenham því Pape Sarr gaf Chelsea aðra vítaspyrnu á 83. mínútu, sem Cole Palmer vippaði beint á markið af mikilli yfirvegun og kom Chelsea tveimur mörkum yfir. Heung Min-Son skoraði sjöunda mark leiksins á sjöundu og síðustu mínútu uppbótartíma og minnkaði muninn fyrir Tottenham. Liðið fékk eina sókn í viðbót eftir það, en tókst ekki að jafna leikinn. Stigin þrjú taka Chelsea upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 31 stig, þremur stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Tottenham er hins vegar í ellefta sæti með 20 stig.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti