Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. desember 2024 20:01 Halla Björg er einhleypan á Vísi. „Ég væri til í að fara á aktívt stefnumót, gera eitthvað sem kemur adrenalíninu af stað og enda svo á góðum mat og með því. Það skiptir mig samt ekki öllu máli hvað er gert, heldur að það sé gaman með áhugaverðri manneskju,“ segir Halla Björg Hallgrímsdóttir í viðtali við Makamál. Halla er 33 ára Hafnarfjarðarmær sem er nýlega flutt aftur til Íslands eftir að hafa búið í tæpan áratug í Danmörku. Hún á einn dreng og segist ennþá vera að aðlagast daglegu lífi á Íslandi. „Það setti óneitanlega strik í reikninginn hjá mér að ég hafi fótbrotnað á Þjóðhátíð og hef þurft að eyða haustinu í gipsi og að jafna mig eftir aðgerðir á fætinum. Ofan á það að vera nýbúin að kaupa mér íbúð sem ég þurfti að rífa allt út og var að fara að taka allt í gegn. Hækjur eru víst ekki besta verkfærið í svona bras. Ég er óneitanleg heppin með fólk í kringum mig sem hefur borið hitann og þungann af þessu verkefni,“ segir Halla. Hér að neðan svarar Halla spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hver er Halla? Móðir, dóttir, systir, vinkona og svo margt annað. Uppalinn í Hafnarfirði, bjó í Danmörku í áratug en var að flytja aftur heim í Hafnarfjörð. Aldur? 33 ára. Starf? Ég starfa í tekjustýringardeild Iceland Hotel Collection by Berjaya. Menntun? Ég er með gráðu í þjónustustjórnun með áherslu á rekstur hótela og veitingastaða, og er svo núna á lokametrunum í námi í alþjóðaviðskiptum. Þess utan hef ég tekið hina ýmsu áfanga í fjölmiðlafræði, ítölsku og stjórnun fyrirtækja. Áhugamál? Ferðalög innanlands og utan, að njóta tíma með fjölskyldu og vinum, útivist og matreiðsla er svona það helsta. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég er nú alltaf bara Halla, en pabbi á það til að kalla mig Halla hátalari. Aldur í anda? Mig langar að trúa því að ég sé 22 ára, en ætli meiri hlutinn af mér sé ekki áttræð kona sem hlustar á samtalsþætti í útvarpinu, horfir á línulega dagskrá og syngur með gömlu góðu íslensku slögurunum. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, ég reyni að sleppa því alveg. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Jákvæð, hress og metnaðargjörn. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég spurði nokkrar góðar vinkonur sem svöruðu: Hávær – Ógeðslega fyndin – Peppuð fyrir öllu. Glöð, Kát og Hress – Jákvæð – Klár og Skemmtileg. Þær virðast ekki alveg geta haldið sig við þrjú orð þessar elskur. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég ætlaði að segja að minn leyndi hæfileiki væri að kunna nánast alla íslenska lagatexta, en ég fer líklega ekki mjög leynt með þann hæfileika. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Steypireyður, háværasta dýr jarðar. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Loud, proud and late. Ertu A eða B týpa? Ég var nú alltaf B týpa en ég færist nær og nær A týpunni með hverju árinu. Hvernig viltu eggin þín? Harðsoðin með nóg af rækjum takk. Hvernig viltu kaffið þitt? Rótsterkt, svart og alveg sykurlaust. Guilty pleasure kvikmynd? Allt með Hugh Grant, og svo á ég í sérstöku sambandi við b-klassa jólamyndir á Netflix, þar sem aðalsöguhetjan virðist af einhverjum ástæðum alltaf vera innlyksa í litlum smábæ um jólin og kynnast þar mjög «óvænt» ástinni, með tilheyrandi flugeldasýningum. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Ég man ekki eftir neinum í augnablikinu, en það er þá líklega einhver enskur texti sem ég veit ekki ennþá að ég syng vitlaust og syng hátt og snjallt um ókomna tíð. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég horfi nú ekki mikið á sjónvarp, en þegar ég geri það þá verður íslensk þáttagerð, línuleg dagskrá eða amerískar seríur um drama og pólitíska spillingu oftast fyrir valinu. Hvaða bók lastu síðast? Ég var að enda við að hlusta á hljóðbókina „17 ástæður til að drepa“. Syngur þú í sturtu? Já, ég geri það en ég reyni samt að halda því innan hávaðamarka. Annað en í bílnum, þar eru engin mörk og aðrir í umferðinni verða bara að vara sig. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Það er fátt sem mér finnst leiðinlegra en að hafa ekkert að gera og láta mér leiðast. Mér finnst líka óstjórnlega leiðinlegt að bíða, þolinmæði er ekki það sem ég á mest af. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Dansa, syngja, og skemmta mér með fólkinu mínu. Það sakar heldur ekki að það sé góður matur og vín með, og kannski einn espresso martini. Þá eru allir glaðir. Mér finnst líka yndislegt að leika, njóta og upplifa með stráknum mínum. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ömmur mínar, Ellý Vilhjálms og Sæmi Rokk, það væri stuð. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég man nú ekki eftir neinum frægum sem ég var sérstaklega skotin í, en það voru margir sætir. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Dugnaður, metnaður, húmor, jákvæðni og góðmennska. Svo skemmir alls ekki fyrir að vera handlaginn. En óheillandi? Hroki, metnaðarleysi, óheiðarleiki og neikvæðni. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég er ennþá bara að kynnast íslenska skemmtanalífinu aftur svo ég man ekki hvað þetta heitir allt. En mér finnst mjög gaman að byrja einhvers staðar í drykkjum með skemmtilegu fólki, kíkja svo í trúbadorastemningu og enda á dansgólfinu. Getur ekki klikkað. Toppurinn er samt gott gamaldags sveitaball eða útilegupartý. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram, ég er samt mest í að skoða og er alltof léleg í að pósta sjálf. Ertu á stefnumótaforritum? Já og nei, ég á aðgang á Tinder en er alls ekki virk þar. Finnst miklu skemmtilegra að kynnast og tala við fólk í raunheimum. Draumastefnumótið? Ég væri til í að fara á aktívt stefnumót, gera eitthvað sem kemur adrenalíninu af stað og enda svo á góðum mat og með því. Það skiptir mig samt ekki öllu máli hvað er gert, heldur að það sé gaman með áhugaverðri manneskju. Hvað er ást? Kærleikur, gagnkvæm virðing og samkennd. Ást er svo mismunandi og falleg, en er á endanum tilfinning sem er ómögulegt að lýsa. Ertu með einhvern bucket lista? Nei í rauninni ekki, en ég ætla að ferðast meira, segja ”JÁ” við tækifærum og gera hluti sem fá hjartað til að slá hraðar. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Hamingjusöm með fólkinu mínu, lifa og njóta, það er mikilvægast. Allt annað gott er bara plús. Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Ég man ekki eftir neinni krassandi sögu fyrir ykkur, ég er með meistarapróf í að tala mig út úr hlutum sem einhverjum gætu þótt vandræðalegir. Einhleypan er fastur liður á Lífinu á Vísi. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is. Ástin og lífið Einhleypan Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Snorri Eldjárn elskar húmor og hvatvísi Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál 33 prósent vilja skipta reikningnum á fyrsta stefnumóti Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál Móðurmál: Margrét Erla Maack og meðgangan Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Halla er 33 ára Hafnarfjarðarmær sem er nýlega flutt aftur til Íslands eftir að hafa búið í tæpan áratug í Danmörku. Hún á einn dreng og segist ennþá vera að aðlagast daglegu lífi á Íslandi. „Það setti óneitanlega strik í reikninginn hjá mér að ég hafi fótbrotnað á Þjóðhátíð og hef þurft að eyða haustinu í gipsi og að jafna mig eftir aðgerðir á fætinum. Ofan á það að vera nýbúin að kaupa mér íbúð sem ég þurfti að rífa allt út og var að fara að taka allt í gegn. Hækjur eru víst ekki besta verkfærið í svona bras. Ég er óneitanleg heppin með fólk í kringum mig sem hefur borið hitann og þungann af þessu verkefni,“ segir Halla. Hér að neðan svarar Halla spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hver er Halla? Móðir, dóttir, systir, vinkona og svo margt annað. Uppalinn í Hafnarfirði, bjó í Danmörku í áratug en var að flytja aftur heim í Hafnarfjörð. Aldur? 33 ára. Starf? Ég starfa í tekjustýringardeild Iceland Hotel Collection by Berjaya. Menntun? Ég er með gráðu í þjónustustjórnun með áherslu á rekstur hótela og veitingastaða, og er svo núna á lokametrunum í námi í alþjóðaviðskiptum. Þess utan hef ég tekið hina ýmsu áfanga í fjölmiðlafræði, ítölsku og stjórnun fyrirtækja. Áhugamál? Ferðalög innanlands og utan, að njóta tíma með fjölskyldu og vinum, útivist og matreiðsla er svona það helsta. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég er nú alltaf bara Halla, en pabbi á það til að kalla mig Halla hátalari. Aldur í anda? Mig langar að trúa því að ég sé 22 ára, en ætli meiri hlutinn af mér sé ekki áttræð kona sem hlustar á samtalsþætti í útvarpinu, horfir á línulega dagskrá og syngur með gömlu góðu íslensku slögurunum. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, ég reyni að sleppa því alveg. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Jákvæð, hress og metnaðargjörn. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég spurði nokkrar góðar vinkonur sem svöruðu: Hávær – Ógeðslega fyndin – Peppuð fyrir öllu. Glöð, Kát og Hress – Jákvæð – Klár og Skemmtileg. Þær virðast ekki alveg geta haldið sig við þrjú orð þessar elskur. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég ætlaði að segja að minn leyndi hæfileiki væri að kunna nánast alla íslenska lagatexta, en ég fer líklega ekki mjög leynt með þann hæfileika. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Steypireyður, háværasta dýr jarðar. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Loud, proud and late. Ertu A eða B týpa? Ég var nú alltaf B týpa en ég færist nær og nær A týpunni með hverju árinu. Hvernig viltu eggin þín? Harðsoðin með nóg af rækjum takk. Hvernig viltu kaffið þitt? Rótsterkt, svart og alveg sykurlaust. Guilty pleasure kvikmynd? Allt með Hugh Grant, og svo á ég í sérstöku sambandi við b-klassa jólamyndir á Netflix, þar sem aðalsöguhetjan virðist af einhverjum ástæðum alltaf vera innlyksa í litlum smábæ um jólin og kynnast þar mjög «óvænt» ástinni, með tilheyrandi flugeldasýningum. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Ég man ekki eftir neinum í augnablikinu, en það er þá líklega einhver enskur texti sem ég veit ekki ennþá að ég syng vitlaust og syng hátt og snjallt um ókomna tíð. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég horfi nú ekki mikið á sjónvarp, en þegar ég geri það þá verður íslensk þáttagerð, línuleg dagskrá eða amerískar seríur um drama og pólitíska spillingu oftast fyrir valinu. Hvaða bók lastu síðast? Ég var að enda við að hlusta á hljóðbókina „17 ástæður til að drepa“. Syngur þú í sturtu? Já, ég geri það en ég reyni samt að halda því innan hávaðamarka. Annað en í bílnum, þar eru engin mörk og aðrir í umferðinni verða bara að vara sig. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Það er fátt sem mér finnst leiðinlegra en að hafa ekkert að gera og láta mér leiðast. Mér finnst líka óstjórnlega leiðinlegt að bíða, þolinmæði er ekki það sem ég á mest af. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Dansa, syngja, og skemmta mér með fólkinu mínu. Það sakar heldur ekki að það sé góður matur og vín með, og kannski einn espresso martini. Þá eru allir glaðir. Mér finnst líka yndislegt að leika, njóta og upplifa með stráknum mínum. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ömmur mínar, Ellý Vilhjálms og Sæmi Rokk, það væri stuð. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég man nú ekki eftir neinum frægum sem ég var sérstaklega skotin í, en það voru margir sætir. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Dugnaður, metnaður, húmor, jákvæðni og góðmennska. Svo skemmir alls ekki fyrir að vera handlaginn. En óheillandi? Hroki, metnaðarleysi, óheiðarleiki og neikvæðni. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég er ennþá bara að kynnast íslenska skemmtanalífinu aftur svo ég man ekki hvað þetta heitir allt. En mér finnst mjög gaman að byrja einhvers staðar í drykkjum með skemmtilegu fólki, kíkja svo í trúbadorastemningu og enda á dansgólfinu. Getur ekki klikkað. Toppurinn er samt gott gamaldags sveitaball eða útilegupartý. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram, ég er samt mest í að skoða og er alltof léleg í að pósta sjálf. Ertu á stefnumótaforritum? Já og nei, ég á aðgang á Tinder en er alls ekki virk þar. Finnst miklu skemmtilegra að kynnast og tala við fólk í raunheimum. Draumastefnumótið? Ég væri til í að fara á aktívt stefnumót, gera eitthvað sem kemur adrenalíninu af stað og enda svo á góðum mat og með því. Það skiptir mig samt ekki öllu máli hvað er gert, heldur að það sé gaman með áhugaverðri manneskju. Hvað er ást? Kærleikur, gagnkvæm virðing og samkennd. Ást er svo mismunandi og falleg, en er á endanum tilfinning sem er ómögulegt að lýsa. Ertu með einhvern bucket lista? Nei í rauninni ekki, en ég ætla að ferðast meira, segja ”JÁ” við tækifærum og gera hluti sem fá hjartað til að slá hraðar. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Hamingjusöm með fólkinu mínu, lifa og njóta, það er mikilvægast. Allt annað gott er bara plús. Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Ég man ekki eftir neinni krassandi sögu fyrir ykkur, ég er með meistarapróf í að tala mig út úr hlutum sem einhverjum gætu þótt vandræðalegir. Einhleypan er fastur liður á Lífinu á Vísi. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is.
Ástin og lífið Einhleypan Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Snorri Eldjárn elskar húmor og hvatvísi Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál 33 prósent vilja skipta reikningnum á fyrsta stefnumóti Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál Móðurmál: Margrét Erla Maack og meðgangan Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira