„Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. desember 2024 13:08 Á myndinni má sjá einn uppreisnarmannanna láta fara vel um sig á skrifstofu í forsetahöllinni eftir að sýrlenska stjórnin féll. AP Photo/Omar Sanadiki Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands segir erfitt að segja til um á þessari stundu hvaða þýðingu nýjustu vendingar hafa fyrir stöðuna í Sýrlandi. Líkt og fram hefur komið hefur stjórn landsins hröklast frá völdum eftir skyndiárás uppreisnarmanna sem batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. „Við þurfum að sjá betur nákvæmlega hvaða hópar þetta eru og hvað þeir ætla sér að gera. Þannig að þetta eru augljóslega stór tímamót, Assad hefur verið þarna við völd í ein 24 ár og hefur auðvitað haft gríðarlega mikil áhrif á allt samfélagið. En við þurfum aðeins að bíða og sjá hverju vindur fram næstu daga,“ segir Þórir. Hlutirnir hafa gerst hratt undanfarna sólarhringa í Sýrlandi og ekki síst í nótt og í morgun þegar því var lýst yfir að uppreisnarmenn hafi steypt forsetanum Bashar Assad af stóli. Ekki liggur fyrir hvar Assad er niður kominn en hann er sagður hafa flúið land. Aðspurður segir Þórir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvort Assad eigi afturkvæmt, en það sé alveg ljóst að hann hafi tapað miklum stuðningi að undanförnu sem hafi veikt stöðu hans. „Hann er náttúrlega búinn að missa heilmikinn stuðning. Eins og hefur komið fram þá hafa Rússar, sem hafa verið miklir stuðningsmenn hans, verið önnum kafnir á öðrum vígstöðvum. Íranir hafa stutt Assad líka og Hezbollah, og eins og við höfum séð undanfarnar vikur og mánuði þá er þeirra stuðningur hann hefur veikst gríðarlega mikið og það hlýtur að vera einhvers konar lykilatriði í þessu öllu saman og varðandi tímasetninguna líka,“ útskýrir Þórir. „Það er ennþá verið að geta sér til um hvar Assad sjálfur er staddur, hvort hann er í Damaskus eða hvort hann sé farinn. En ég held að það sé ómögulegt að spá eitthvað fyrir um það í rauninni.“ Er hægt að segja til um á þessum tímapunkti hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið í landinu og fyrir stöðuna í Mið-Austurlöndum almennt? „Það er allt of snemmt að segja til um það. Við vitum að Assad hefur verið umdeildur, svo ekki sé meira sagt, og það eru einhverjir sem fagna þessu og einhverjir sem syrgja það að hann sé ekki lengur við völd. En við þurfum bara að sjá,“ segir Þórir. Sýrland Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
„Við þurfum að sjá betur nákvæmlega hvaða hópar þetta eru og hvað þeir ætla sér að gera. Þannig að þetta eru augljóslega stór tímamót, Assad hefur verið þarna við völd í ein 24 ár og hefur auðvitað haft gríðarlega mikil áhrif á allt samfélagið. En við þurfum aðeins að bíða og sjá hverju vindur fram næstu daga,“ segir Þórir. Hlutirnir hafa gerst hratt undanfarna sólarhringa í Sýrlandi og ekki síst í nótt og í morgun þegar því var lýst yfir að uppreisnarmenn hafi steypt forsetanum Bashar Assad af stóli. Ekki liggur fyrir hvar Assad er niður kominn en hann er sagður hafa flúið land. Aðspurður segir Þórir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvort Assad eigi afturkvæmt, en það sé alveg ljóst að hann hafi tapað miklum stuðningi að undanförnu sem hafi veikt stöðu hans. „Hann er náttúrlega búinn að missa heilmikinn stuðning. Eins og hefur komið fram þá hafa Rússar, sem hafa verið miklir stuðningsmenn hans, verið önnum kafnir á öðrum vígstöðvum. Íranir hafa stutt Assad líka og Hezbollah, og eins og við höfum séð undanfarnar vikur og mánuði þá er þeirra stuðningur hann hefur veikst gríðarlega mikið og það hlýtur að vera einhvers konar lykilatriði í þessu öllu saman og varðandi tímasetninguna líka,“ útskýrir Þórir. „Það er ennþá verið að geta sér til um hvar Assad sjálfur er staddur, hvort hann er í Damaskus eða hvort hann sé farinn. En ég held að það sé ómögulegt að spá eitthvað fyrir um það í rauninni.“ Er hægt að segja til um á þessum tímapunkti hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið í landinu og fyrir stöðuna í Mið-Austurlöndum almennt? „Það er allt of snemmt að segja til um það. Við vitum að Assad hefur verið umdeildur, svo ekki sé meira sagt, og það eru einhverjir sem fagna þessu og einhverjir sem syrgja það að hann sé ekki lengur við völd. En við þurfum bara að sjá,“ segir Þórir.
Sýrland Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira