Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 07:32 Það gekk mun betur hjá Chelsea eftir að Marc Cucurella fór í þessa skó. Getty/Marc Atkins Spánverjinn Marc Cucurella rann tvisvar með ansi klaufalegum hætti í leik Chelsea og Tottenham í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og ætlar aldrei að nota sömu takkaskó aftur. Cucurella notaði skóna aðeins fyrstu tólf mínútur leiksins en eftir að hafa runnið til í annað sinn, sem leiddi til þess að Tottenham komst í 2-0, hljóp hann strax út fyrir völlinn og skipti um skó. Bæði mörk Tottenham höfðu komið eftir að Cucurella rann til, en eftir að hann fór í aðra skó gekk Chelsea betur og liðið endaði á að vinna 4-3 sigur í stórskemmtilegum leik. Cucurella átti meðal annars sendinguna á Jadon Sancho sem skoraði fyrsta mark Chelsea með frábærum hætti. Myndin fjarlægð Cucurella birti mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn þar sem sjá mátti að skórnir sem hann hóf leikinn í voru komnir ofan í ruslaflötu. Bakvörðurinn beitti einnig orðagríni og skrifaði: „Þessi rann [e. slipped] okkur næstum því úr greipum. En ég er stoltur af þessari mögnuðu liðsframmistöðu til að snúa stöðunni okkur í hag.“ Myndin af skónum í ruslatunnunni var hins vegar fljótt fjarlægð úr Instastory hjá Cucurella, enda sjálfsagt ekki beinlínis góð auglýsing fyrir Puma, framleiðanda skónna sem Cucurella notar. 🗑️👟 Cucurella on Instagram: “Sorry, Blues!”. pic.twitter.com/DJ4aApL0xv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2024 Cole Palmer skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Enzo Fernández skoraði sitt þriðja mark í fjórum síðustu leikjum, áður en Son Heung-min minnkaði muninn í blálokin. Chelsea hefur þar með unnið fimm leiki í röð, ef horft er á allar keppnir, og ekki tapað í síðustu sjö deildarleikjum, eða síðan liðið tapaði 2-1 gegn Liverpool á Anfield. Chelsea er nú í 2. sæti deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum á eftir Liverpool sem á leik sinn við Everton til góða eftir að honum var frestað um helgina. Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Cucurella notaði skóna aðeins fyrstu tólf mínútur leiksins en eftir að hafa runnið til í annað sinn, sem leiddi til þess að Tottenham komst í 2-0, hljóp hann strax út fyrir völlinn og skipti um skó. Bæði mörk Tottenham höfðu komið eftir að Cucurella rann til, en eftir að hann fór í aðra skó gekk Chelsea betur og liðið endaði á að vinna 4-3 sigur í stórskemmtilegum leik. Cucurella átti meðal annars sendinguna á Jadon Sancho sem skoraði fyrsta mark Chelsea með frábærum hætti. Myndin fjarlægð Cucurella birti mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn þar sem sjá mátti að skórnir sem hann hóf leikinn í voru komnir ofan í ruslaflötu. Bakvörðurinn beitti einnig orðagríni og skrifaði: „Þessi rann [e. slipped] okkur næstum því úr greipum. En ég er stoltur af þessari mögnuðu liðsframmistöðu til að snúa stöðunni okkur í hag.“ Myndin af skónum í ruslatunnunni var hins vegar fljótt fjarlægð úr Instastory hjá Cucurella, enda sjálfsagt ekki beinlínis góð auglýsing fyrir Puma, framleiðanda skónna sem Cucurella notar. 🗑️👟 Cucurella on Instagram: “Sorry, Blues!”. pic.twitter.com/DJ4aApL0xv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2024 Cole Palmer skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Enzo Fernández skoraði sitt þriðja mark í fjórum síðustu leikjum, áður en Son Heung-min minnkaði muninn í blálokin. Chelsea hefur þar með unnið fimm leiki í röð, ef horft er á allar keppnir, og ekki tapað í síðustu sjö deildarleikjum, eða síðan liðið tapaði 2-1 gegn Liverpool á Anfield. Chelsea er nú í 2. sæti deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum á eftir Liverpool sem á leik sinn við Everton til góða eftir að honum var frestað um helgina.
Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira