Alisson er í hópnum fyrir leikinn og það er líklegt að hann standi í markinu. Alisson hefur verið meiddur síðan 5. október og á meðan hefur írski markvörðurinn Caoimhín Kelleher staðið í marki liðsins.
Alisson tognaði aftan í læri í 1-0 sigri á Crystal Palace og þurfti þá að fara af velli.
Alisson Becker has been named in the 19-man squad for our #UCL tie with Girona 📋
— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2024
View our full travelling squad ⤵️
Kelleher hefur að mestu staðið sig mjög vel í marki Liverpool síðan en hann gerði dýrkeypt mistök undir lokin í 3-3 jafntefli á móti Newcastle United í síðasta deildarleik. Írinn missti af fyrirgjöf á klaufalegan hátt og Newcastle skoraði jöfnunarmarkið. Þau mistök kostuðu Liverpool tvö stig.
Knattspyrnustjórinn Arne Slot hefur talað um að Alisson sé aðalmarkvörður liðsins og að hann komi inn í liðið þegar hann er leikfær. Brasilíumaðurinn byrjar því líklega leikinn annað kvöld.
Alisson æfði með Liverpool í dag áður en hópurinn flaug saman til Spánar. Hann birti mynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann skrifaði: „Svo ánægður að vera kominn til baka.“
Diogo Jota, sem hefur verið frá síðan í sigurleiknum á móti Chelsea 20. október síðastliðinn, æfði einnig með Liverpool í dag en hann er þó ekki í nítján manna hópnum fyrir Girona leikinn. Federico Chiesa er heldur ekki með vegna veikinda.
Alisson Becker on Instagram ♥️ #lfc pic.twitter.com/S7tgBeOL1M
— Anything Liverpool (@AnythingLFC_) December 9, 2024