„Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 07:32 Tomas Soucek teygði níu fingur upp til heiðurs Michail Antonio, sem klæðist treyju númer níu, þegar hann fagnaði marki sínu gegn Úlfunum í gær. Getty/Justin Setterfield Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Soucek tileinkaði Michail Antonio markið sem hann skoraði í 2-1 sigri West Ham gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann segir myndsímtal við Antonio hafa hjálpað liðinu fyrir leikinn. Antonio er enn á spítala eftir alvarlegt bílslys á laugardaginn en klippa þurfti framherjann út úr Ferrari-bifreið sinni. West Ham greindi svo frá því að hann hefði fótbrotnað í árekstrinum og í kjölfarið gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi, en búist er við því að hann verði að minnsta kosti heilt ár í burtu frá fótbolta. Soucek, líkt og fleiri liðsfélögum Antonio hjá West Ham, hefur verið mikið hugsað til Antonio síðustu daga og Tékkinn var staðráðinn í að skora fyrir þennan 34 ára fjögurra barna föður og vin sinn í gær: „Markið var fyrir hann. Ég sagði fyrir leikinn að ég þráði enn meira að skora í dag. Hann hefur verið hérna frá því að ég kom til félagsins – hann er í uppáhaldi hjá mér. Ég sagði að það yrði erfitt fyrir mig að spila án hans,“ sagði Soucek eftir sigurinn í gærkvöld. Soucek hélt uppi níu fingrum þegar hann skoraði í gær, til að heiðra Antonio sem klæðist treyju númer 9. Jarrod Bowen, sem skoraði sigurmark West Ham, hélt svo á lofti treyju framherjans. „Ég er ánægður með að það sé í lagi með hann, en þetta var fyrir hann. Hann er svakalegur leikmaður og hann er í hjarta mér,“ sagði Soucek sem stóð ekki á sama þegar hann sá fyrstu fréttir af bílslysinu. „Brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta“ „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Ég var með krökkunum mínum þegar ég sá þessar upplýsingar í símanum. Ég sendi skilaboð á alla til að spyrja hvað hefði gerst og hvernig honum liði. Ég var svo hræddur um hvað yrði um hann. Þetta var mjög erfið vika fyrir hann, fjölskyldu hans og okkur. En við áttum myndsímtal við hann, allt liðið, fyrir leikinn. Hann brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta. Ég get ekki beðið eftir því að fá að heimsækja hann. Hann er yndislegur náungi og líka skemmtilegur. Hann sagði meira að segja nokkra brandara og óskaði okkur alls hins besta,“ sagði Soucek. Antonio, sem leikur einnig með landsliði Jamaíku, er markahæsti leikmaður í sögu West Ham í ensku úrvalsdeildinni, með 68 mörk í 268 leikjum. „Hann er líklega einn besti leikmaður sem West Ham hefur átt. Hann verður bráðum aftur með okkur. Svona lagað getur gerst en vonandi líður honum enn betur sem fyrst,“ sagði Soucek. Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Antonio er enn á spítala eftir alvarlegt bílslys á laugardaginn en klippa þurfti framherjann út úr Ferrari-bifreið sinni. West Ham greindi svo frá því að hann hefði fótbrotnað í árekstrinum og í kjölfarið gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi, en búist er við því að hann verði að minnsta kosti heilt ár í burtu frá fótbolta. Soucek, líkt og fleiri liðsfélögum Antonio hjá West Ham, hefur verið mikið hugsað til Antonio síðustu daga og Tékkinn var staðráðinn í að skora fyrir þennan 34 ára fjögurra barna föður og vin sinn í gær: „Markið var fyrir hann. Ég sagði fyrir leikinn að ég þráði enn meira að skora í dag. Hann hefur verið hérna frá því að ég kom til félagsins – hann er í uppáhaldi hjá mér. Ég sagði að það yrði erfitt fyrir mig að spila án hans,“ sagði Soucek eftir sigurinn í gærkvöld. Soucek hélt uppi níu fingrum þegar hann skoraði í gær, til að heiðra Antonio sem klæðist treyju númer 9. Jarrod Bowen, sem skoraði sigurmark West Ham, hélt svo á lofti treyju framherjans. „Ég er ánægður með að það sé í lagi með hann, en þetta var fyrir hann. Hann er svakalegur leikmaður og hann er í hjarta mér,“ sagði Soucek sem stóð ekki á sama þegar hann sá fyrstu fréttir af bílslysinu. „Brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta“ „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Ég var með krökkunum mínum þegar ég sá þessar upplýsingar í símanum. Ég sendi skilaboð á alla til að spyrja hvað hefði gerst og hvernig honum liði. Ég var svo hræddur um hvað yrði um hann. Þetta var mjög erfið vika fyrir hann, fjölskyldu hans og okkur. En við áttum myndsímtal við hann, allt liðið, fyrir leikinn. Hann brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta. Ég get ekki beðið eftir því að fá að heimsækja hann. Hann er yndislegur náungi og líka skemmtilegur. Hann sagði meira að segja nokkra brandara og óskaði okkur alls hins besta,“ sagði Soucek. Antonio, sem leikur einnig með landsliði Jamaíku, er markahæsti leikmaður í sögu West Ham í ensku úrvalsdeildinni, með 68 mörk í 268 leikjum. „Hann er líklega einn besti leikmaður sem West Ham hefur átt. Hann verður bráðum aftur með okkur. Svona lagað getur gerst en vonandi líður honum enn betur sem fyrst,“ sagði Soucek.
Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira