Skýringar á jólastressinu margvíslegar Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. desember 2024 07:03 Það getur bitnað á þeim minnst mega sín ef við spennumst upp í jólastressi fyrir jólin. Sem þó getur skýrst af mörgum ólíkum ástæðum. Börn geta líka upplifað streitu fyrir jólin. Til dæmis hvort mamma og pabbi munu rífast. Eða hvort jólin í nýju samsettu fjölskyldunni verði góð. Oft hjálpar það mikið að viðurkenna vanlíðan sé hún til staðar og átta okkur á því hvað veldur. Vísir/Getty Þótt aðventan sé svo sannarlega tími til að njóta og jólin tími samveru fjölskyldu og vina fyrst og fremst, felur desember þó meira í sér fyrir marga: Já við erum að tala um jólastressið. Það fyrsta sem fólki dettur eflaust í hug sem skýringar á jólastressi eru peningamálin. Því þótt ætlunin sé að halda í við sig og sýna skynsemi í innkaupum og öðru, getur jólastemningin einfaldlega verið svo smitandi að áður en við vitum af erum við farin að…. …bæta aðeins í gjafirnar miðað við upphaflega áætlun …kaupa aðeins meira og fleira en við ætluðum okkur …eitthvað ófyrirséð fellur til. Ekkert endilega mjög nauðsynlegt en samt …alls kyns aðventuviðburðir kosta sitt. Við viljum taka þátt og svo framvegis. En skýringar á jólastressinu geta líka verið af allt öðrum toga og það getur hjálpað okkur að átta okkur á því, hvað er að valda spennunni. Hér eru nokkur dæmi um ólíkar skýringar: 1. Einmanaleiki, söknuður Sumir óttast til dæmis einangrun og einmanaleika um jólin. Já; að vera einmana er sagt vera eins og faraldur um heiminn og þótt fólk sé í parsambandi eða eigi fjölskyldu, getur það samt upplifað einmanaleika. Sumir sakna líka ástvina. Sem mögulega eru fjarri heimahögunum eða langt í burtu. Foreldrar geta meira að segja fundið fyrir söknuði fyrstu jólin eftir að börnin flytja að heiman. Það sama á við um fráskilið fólk sem skiptist á að vera með börnin um jólin; það getur myndast kvíði og söknuður hjá því foreldri sem er án barna sinna um jólin. 2. Spennan í fjölskyldunni Í raun spennast allir upp í fjölskyldunni fyrir jólin. Bara mismikið. Að vanda okkur í samskiptum er því sjaldan jafn áríðandi og einmitt nú. Því ef samskiptin eru ekki góð, getur andrúmsloftið orðið þungt og myndað spennu. Andrúmsloft getur orðið þrúgandi ef til dæmis einum aðila í fjölskyldunni finnst „allt“ jólastússið (gjafainnkaup, þrif, matur og svo framvegis) vera á sínum herðum frekar en að hjálpast að. Fíknivandi getur líka myndað spennu. Mun hann/hún drekka um jólin? Hvernig verður aðventan? Stundum myndast spenna því væntingarnar um að jólin verði svo svakalega góð byggist upp, en um leið óttinn við að þau verði ekki jafn frábær. Hér er gott að vera raunsær því ef staðan er til dæmis sú að par hefur meira og minna rifist mikið allt árið, eru ekki endilega líkur á að ekkert komi upp um jólin. Enn annað dæmi eru krísur í stórfjölskyldum sem enn eru óleystar. Því já það að sópa undir teppið er nokkuð þekkt víða. Þegar stórfjölskyldur koma síðan saman getur myndast spenna í loftinu. 3. Fyrstu jólin eftir skilnað Jólin eru hátíðarstund fjölskyldunnar og því kvíðir mörgum fyrir fyrstu jólunum eftir skilnað. Þetta á ekki aðeins við um skilnað para sem hafa verið lengi saman eða eiga börn saman, heldur líka ungt fólk sem einfaldlega er enn að jafna sig á sambandslitum sem særði þau í hjartastað. Þessar tilfinningar þarf að virða líka. 4. Fyrstu jól samsettra fjölskyldna eða nýrra para Enn annað dæmi eru fyrstu jól samsettra fjölskyldna. Sem ekki er óalgengt fjölskyldumynstur á Íslandi. Hér getur spenna myndast hjá öllum fjölskyldumeðlimunum, Jafnvel kvíði yfir því hvort jólin verði góð eða ekki. Spenna hjá nýjum pörum sem eru að verja fyrstu jólunum sínum saman getur líka myndast. Því nú þarf að mynda nýjar hefðir eða finna málamiðlunarleiðir á því hvernig skuli halda upp á jólin; Samkvæmt hefðunum heima hjá henni eða honum? 5. Sorg Að sakna þeirra sem ekki eru hjá okkur lengur er tilfinning sem flestir finna fyrir um jólin, ekki síst þeir sem nýlega hafa misst einhvern nákominn. Sumir tala um að fyrstu jólin séu erfiðust en þótt langt sé um liðið, er ekkert óeðliegt að finna sorgartilfinningu um jólin vegna söknuðar eftir einhverjum sem fallinn er frá. 6. Svekkelsi, depurð Sumir kvíða jólum og áramótum einfaldlega vegna þess að þeir eru að upplifa ákveðið svekkelsi yfir árinu sem er að ljúka. Að það hafi ekki farið á sama veg og væntingar voru til. Eru full svartsýnir fyrir komandi ári. Fleiri dæmi mætti nefna en aðalmálið er að viðurkenna það fyrir okkur sjálfum ef okkur líður eitthvað illa innra með okkur, finnum fyrir kvíða eða spennu eða einhvers konar ónotum í aðdraganda jóla eða um jól og áramót. Það er alltaf hægt að finna góð ráð, stuðning eða hjálp þótt hver og einn þurfi að meta fyrir sig, hvað myndi hjálpa mest. Stundum nægir til dæmis að við sjálf áttum okkur á því hvað er að valda okkur vanlíðan og streitu. Vinnum síðan að lausnum miðað við hvað á best við. Í mörgu er hægt að gúggla góð ráð. Að tala við traustan vin getur líka gert kraftaverk og að ræða við fagaðila er sem betur fer orðið viðurkenndara og eðlilegra í dag en áður. Í raun má segja að hér gildi orðatiltækið: Ekki gera ekki neitt, því auðvitað er það þess virði að aðventan og hátíðarnar verði sem ánægjulegastar fyrir þig eins og aðra. Jól Streita og kulnun Tengdar fréttir 50+: Samlokukynslóðin að missa svefn af álagi Þótt umræðan snúist oft um leikskólabörnin eða barnafjölskyldur, er álagið ekkert síður á þann hóp fólks sem telst til samlokukynslóðarinnar. 21. ágúst 2024 07:01 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Jólakvíði og stress: Mörgum líður mjög illa en segja ekkert endilega frá því Nú þegar líður að jólunum eykst jólastressið hjá mörgum. Margt sem ætlunin er að gera og hjá mörgum er þetta líka álagstími í vinnunni. Hjá sumum geta vikurnar fyrir jólin þó einkennst af meiru en jólastressi, því sumt fólk upplifir þennan árstíma sem vanlíðunartíma í kvíða. 24. nóvember 2023 07:00 Nokkur góð ráð til að auka samvinnu allra í fjölskyldunni Sjálfvirkur sleppibúnaður í forstofunni er nokkuð algengur á heimilum. Þar sem skólataskan, úlpan og skórnir lenda í hrúgu nánast fyrir framan útidyrahurðina. Það þekkja þetta flestir foreldrar. 8. desember 2023 07:00 Sjálfið okkar: „Mér tekst þetta örugglega ekki“ „Ég sótti um starfið en fæ það örugglega ekki.“ „Ég ákvað að slá til en veit auðvitað að það er vonlaust.“ „Ég get þetta pottþétt ekki.“ 8. ágúst 2024 07:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Það fyrsta sem fólki dettur eflaust í hug sem skýringar á jólastressi eru peningamálin. Því þótt ætlunin sé að halda í við sig og sýna skynsemi í innkaupum og öðru, getur jólastemningin einfaldlega verið svo smitandi að áður en við vitum af erum við farin að…. …bæta aðeins í gjafirnar miðað við upphaflega áætlun …kaupa aðeins meira og fleira en við ætluðum okkur …eitthvað ófyrirséð fellur til. Ekkert endilega mjög nauðsynlegt en samt …alls kyns aðventuviðburðir kosta sitt. Við viljum taka þátt og svo framvegis. En skýringar á jólastressinu geta líka verið af allt öðrum toga og það getur hjálpað okkur að átta okkur á því, hvað er að valda spennunni. Hér eru nokkur dæmi um ólíkar skýringar: 1. Einmanaleiki, söknuður Sumir óttast til dæmis einangrun og einmanaleika um jólin. Já; að vera einmana er sagt vera eins og faraldur um heiminn og þótt fólk sé í parsambandi eða eigi fjölskyldu, getur það samt upplifað einmanaleika. Sumir sakna líka ástvina. Sem mögulega eru fjarri heimahögunum eða langt í burtu. Foreldrar geta meira að segja fundið fyrir söknuði fyrstu jólin eftir að börnin flytja að heiman. Það sama á við um fráskilið fólk sem skiptist á að vera með börnin um jólin; það getur myndast kvíði og söknuður hjá því foreldri sem er án barna sinna um jólin. 2. Spennan í fjölskyldunni Í raun spennast allir upp í fjölskyldunni fyrir jólin. Bara mismikið. Að vanda okkur í samskiptum er því sjaldan jafn áríðandi og einmitt nú. Því ef samskiptin eru ekki góð, getur andrúmsloftið orðið þungt og myndað spennu. Andrúmsloft getur orðið þrúgandi ef til dæmis einum aðila í fjölskyldunni finnst „allt“ jólastússið (gjafainnkaup, þrif, matur og svo framvegis) vera á sínum herðum frekar en að hjálpast að. Fíknivandi getur líka myndað spennu. Mun hann/hún drekka um jólin? Hvernig verður aðventan? Stundum myndast spenna því væntingarnar um að jólin verði svo svakalega góð byggist upp, en um leið óttinn við að þau verði ekki jafn frábær. Hér er gott að vera raunsær því ef staðan er til dæmis sú að par hefur meira og minna rifist mikið allt árið, eru ekki endilega líkur á að ekkert komi upp um jólin. Enn annað dæmi eru krísur í stórfjölskyldum sem enn eru óleystar. Því já það að sópa undir teppið er nokkuð þekkt víða. Þegar stórfjölskyldur koma síðan saman getur myndast spenna í loftinu. 3. Fyrstu jólin eftir skilnað Jólin eru hátíðarstund fjölskyldunnar og því kvíðir mörgum fyrir fyrstu jólunum eftir skilnað. Þetta á ekki aðeins við um skilnað para sem hafa verið lengi saman eða eiga börn saman, heldur líka ungt fólk sem einfaldlega er enn að jafna sig á sambandslitum sem særði þau í hjartastað. Þessar tilfinningar þarf að virða líka. 4. Fyrstu jól samsettra fjölskyldna eða nýrra para Enn annað dæmi eru fyrstu jól samsettra fjölskyldna. Sem ekki er óalgengt fjölskyldumynstur á Íslandi. Hér getur spenna myndast hjá öllum fjölskyldumeðlimunum, Jafnvel kvíði yfir því hvort jólin verði góð eða ekki. Spenna hjá nýjum pörum sem eru að verja fyrstu jólunum sínum saman getur líka myndast. Því nú þarf að mynda nýjar hefðir eða finna málamiðlunarleiðir á því hvernig skuli halda upp á jólin; Samkvæmt hefðunum heima hjá henni eða honum? 5. Sorg Að sakna þeirra sem ekki eru hjá okkur lengur er tilfinning sem flestir finna fyrir um jólin, ekki síst þeir sem nýlega hafa misst einhvern nákominn. Sumir tala um að fyrstu jólin séu erfiðust en þótt langt sé um liðið, er ekkert óeðliegt að finna sorgartilfinningu um jólin vegna söknuðar eftir einhverjum sem fallinn er frá. 6. Svekkelsi, depurð Sumir kvíða jólum og áramótum einfaldlega vegna þess að þeir eru að upplifa ákveðið svekkelsi yfir árinu sem er að ljúka. Að það hafi ekki farið á sama veg og væntingar voru til. Eru full svartsýnir fyrir komandi ári. Fleiri dæmi mætti nefna en aðalmálið er að viðurkenna það fyrir okkur sjálfum ef okkur líður eitthvað illa innra með okkur, finnum fyrir kvíða eða spennu eða einhvers konar ónotum í aðdraganda jóla eða um jól og áramót. Það er alltaf hægt að finna góð ráð, stuðning eða hjálp þótt hver og einn þurfi að meta fyrir sig, hvað myndi hjálpa mest. Stundum nægir til dæmis að við sjálf áttum okkur á því hvað er að valda okkur vanlíðan og streitu. Vinnum síðan að lausnum miðað við hvað á best við. Í mörgu er hægt að gúggla góð ráð. Að tala við traustan vin getur líka gert kraftaverk og að ræða við fagaðila er sem betur fer orðið viðurkenndara og eðlilegra í dag en áður. Í raun má segja að hér gildi orðatiltækið: Ekki gera ekki neitt, því auðvitað er það þess virði að aðventan og hátíðarnar verði sem ánægjulegastar fyrir þig eins og aðra.
Jól Streita og kulnun Tengdar fréttir 50+: Samlokukynslóðin að missa svefn af álagi Þótt umræðan snúist oft um leikskólabörnin eða barnafjölskyldur, er álagið ekkert síður á þann hóp fólks sem telst til samlokukynslóðarinnar. 21. ágúst 2024 07:01 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Jólakvíði og stress: Mörgum líður mjög illa en segja ekkert endilega frá því Nú þegar líður að jólunum eykst jólastressið hjá mörgum. Margt sem ætlunin er að gera og hjá mörgum er þetta líka álagstími í vinnunni. Hjá sumum geta vikurnar fyrir jólin þó einkennst af meiru en jólastressi, því sumt fólk upplifir þennan árstíma sem vanlíðunartíma í kvíða. 24. nóvember 2023 07:00 Nokkur góð ráð til að auka samvinnu allra í fjölskyldunni Sjálfvirkur sleppibúnaður í forstofunni er nokkuð algengur á heimilum. Þar sem skólataskan, úlpan og skórnir lenda í hrúgu nánast fyrir framan útidyrahurðina. Það þekkja þetta flestir foreldrar. 8. desember 2023 07:00 Sjálfið okkar: „Mér tekst þetta örugglega ekki“ „Ég sótti um starfið en fæ það örugglega ekki.“ „Ég ákvað að slá til en veit auðvitað að það er vonlaust.“ „Ég get þetta pottþétt ekki.“ 8. ágúst 2024 07:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
50+: Samlokukynslóðin að missa svefn af álagi Þótt umræðan snúist oft um leikskólabörnin eða barnafjölskyldur, er álagið ekkert síður á þann hóp fólks sem telst til samlokukynslóðarinnar. 21. ágúst 2024 07:01
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03
Jólakvíði og stress: Mörgum líður mjög illa en segja ekkert endilega frá því Nú þegar líður að jólunum eykst jólastressið hjá mörgum. Margt sem ætlunin er að gera og hjá mörgum er þetta líka álagstími í vinnunni. Hjá sumum geta vikurnar fyrir jólin þó einkennst af meiru en jólastressi, því sumt fólk upplifir þennan árstíma sem vanlíðunartíma í kvíða. 24. nóvember 2023 07:00
Nokkur góð ráð til að auka samvinnu allra í fjölskyldunni Sjálfvirkur sleppibúnaður í forstofunni er nokkuð algengur á heimilum. Þar sem skólataskan, úlpan og skórnir lenda í hrúgu nánast fyrir framan útidyrahurðina. Það þekkja þetta flestir foreldrar. 8. desember 2023 07:00
Sjálfið okkar: „Mér tekst þetta örugglega ekki“ „Ég sótti um starfið en fæ það örugglega ekki.“ „Ég ákvað að slá til en veit auðvitað að það er vonlaust.“ „Ég get þetta pottþétt ekki.“ 8. ágúst 2024 07:00