Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2024 08:10 Uppreisnarmenn kveiktu í miklu magni af Captagon sem fannst á Masseh herflugvellinum í Damaskus. Getty/Anadolu/Emin Sansar Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. Captagon er skylt amfetamíni og var á sínum tíma meðal annars notað við „hegðunarvandamálum“ hjá börnum, það sem í dag væri greint sem ADHD. Það var bannað vegna skaðlegra aukaverkana en hefur notið gríðarlegra vinsælda í Mið-Austurlöndum, þar sem það er meðal annars notað af bardagamönnum. Samkvæmt rannsóknum fréttaveitunnar AFP er talið að tekjur af Captagon hafi verið meiri en samanlagðar tekjur af öllum löglegum útflutningi Sýrlands. Observatory of Political and Economic Networks áætlaði árið 2023 að útflutningstekjurnar hefðu numið 10 milljörðum Bandaríkjadala og þar af hefðu 2,4 milljarðar runnið beint til stjórnar Bashar al-Assad. Maher al-Assad, bróðir forsetans, er raunar sagður hafa verið maðurinn á bakvið Captagon-iðnaðinn í Sýrlandi og þá segir í skýrslu Carnegie Middle East Center frá því í sumar að Assad hafi notað eiturlyfjaútflutninginn til að setja þrýsting á nágrannaríkin. ABC hefur eftir sérfræðingum að mörgum hafi þótt nóg um og að Tyrkir og Sádi Arabar hafi fengið sig fullsadda á því að reyna að eiga við Assad á meðan fíkniefnið flæddi yfir landamæri þeirra. Þannig hafi Captagon mögulega átt sinn þátt í skyndilegu falli Assad, sem hefði fælt nágrannaríkin frá sér með yfirgangi. Uppreisnarmenn HTS, hreyfingarinnar sem nú situr við stjórnvölinn í Sýrlandi, hleyptu fréttamönnum AFP inn í vöruhús við útjaðar Damaskus í vikunni, þar sem þeir fundu mikið magn Captagons sem búið var að koma fyrir í ýmsum rafmagnstækjum. Efnið er sagt hafa fundist víðar og í miklu magni. Captagon hefur notið vinsælda í Mið-Austurlöndum meðal annars vegna þess að áfengisneysla er víða bönnuð. Leiðtogar HTS hafa heitið því að uppræta framleiðslu og útflutning efnisins frá Sýrlandi en sérfræðingar segja það verða að koma í ljós hvort það verður af því. Benda þeir meðal annars á að um sé að ræða gríðarlega fjármuni og spurningin hafi í raun ávallt verið sú hvort stjórn Assad hafi raunverulega stjórnað fíkniefnaiðnaðinum eða fíkniefnaiðnaðurinn Assad. Sýrland Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Sjá meira
Captagon er skylt amfetamíni og var á sínum tíma meðal annars notað við „hegðunarvandamálum“ hjá börnum, það sem í dag væri greint sem ADHD. Það var bannað vegna skaðlegra aukaverkana en hefur notið gríðarlegra vinsælda í Mið-Austurlöndum, þar sem það er meðal annars notað af bardagamönnum. Samkvæmt rannsóknum fréttaveitunnar AFP er talið að tekjur af Captagon hafi verið meiri en samanlagðar tekjur af öllum löglegum útflutningi Sýrlands. Observatory of Political and Economic Networks áætlaði árið 2023 að útflutningstekjurnar hefðu numið 10 milljörðum Bandaríkjadala og þar af hefðu 2,4 milljarðar runnið beint til stjórnar Bashar al-Assad. Maher al-Assad, bróðir forsetans, er raunar sagður hafa verið maðurinn á bakvið Captagon-iðnaðinn í Sýrlandi og þá segir í skýrslu Carnegie Middle East Center frá því í sumar að Assad hafi notað eiturlyfjaútflutninginn til að setja þrýsting á nágrannaríkin. ABC hefur eftir sérfræðingum að mörgum hafi þótt nóg um og að Tyrkir og Sádi Arabar hafi fengið sig fullsadda á því að reyna að eiga við Assad á meðan fíkniefnið flæddi yfir landamæri þeirra. Þannig hafi Captagon mögulega átt sinn þátt í skyndilegu falli Assad, sem hefði fælt nágrannaríkin frá sér með yfirgangi. Uppreisnarmenn HTS, hreyfingarinnar sem nú situr við stjórnvölinn í Sýrlandi, hleyptu fréttamönnum AFP inn í vöruhús við útjaðar Damaskus í vikunni, þar sem þeir fundu mikið magn Captagons sem búið var að koma fyrir í ýmsum rafmagnstækjum. Efnið er sagt hafa fundist víðar og í miklu magni. Captagon hefur notið vinsælda í Mið-Austurlöndum meðal annars vegna þess að áfengisneysla er víða bönnuð. Leiðtogar HTS hafa heitið því að uppræta framleiðslu og útflutning efnisins frá Sýrlandi en sérfræðingar segja það verða að koma í ljós hvort það verður af því. Benda þeir meðal annars á að um sé að ræða gríðarlega fjármuni og spurningin hafi í raun ávallt verið sú hvort stjórn Assad hafi raunverulega stjórnað fíkniefnaiðnaðinum eða fíkniefnaiðnaðurinn Assad.
Sýrland Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Sjá meira