Enski boltinn

Mudryk féll á lyfja­prófi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mykhaylo Mudryk gæti verið á leið í langt bann.
Mykhaylo Mudryk gæti verið á leið í langt bann. getty/Mike Hewitt

Mykhailo Mudryk, leikmaður Chelsea og úkraínska landsliðsins, féll á lyfjaprófi.

Mudryk fékk jákvæða niðurstöðu út úr A-sýni á lyfjaprófi sem var tekið í október en bíður eftir niðurstöðu B-sýnisins. Ef það reynist jákvætt verður Mudryk væntanlega dæmdur í langt bann. Niðurstaða úr B-sýninu ætti að fást á næstu dögum.

Mudryk hefur ekki verið í leikmannahópi Chelsea í síðustu fjórum leikjum liðsins. Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur sagt að Mudryk sé veikur.

Samkvæmt tilkynningu frá Chelsea setti enska knattspyrnusambandið sig í samband við Mudryk jákvæða sýnisins.

Í tilkynningunni frá Chelsea segir að Mudryk hafni því að hafa notað ólögleg efni viljandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×