„Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. desember 2024 14:34 Líf Ásu Ninnu breyttist á einni nóttu þegar hún og þáverandi maðurinn hennar skildu. „Ég hef alltaf verið svolítill Tomboy og hef aldrei verið hrifin af því að vera í kjólum. Mamma þurfti alveg að troða mér í einhverja kjóla þegar ég var lítil, og það þurfi að semja um tíma. Mér leið bara mjög illa í kjól, og líður enn. Mér líður eins og ég kunni ekki að labba,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkona. Ása Ninna er gestur Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars tískuáhugann, flutninga fjölskyldunnar á Selfossi og fjölmiðlaferilinn. Ása Ninna er annar þáttastjórnandi Bakarísins á Bylgjunni á laugardagsmorgnum, ásamt Svavar Erni Svavarssyni. Tækifærissinnuð tískuáhugakona Ása Ninna rak um árabil fataverslunina GK með þáverandi manni sínum ásamt því að hafa stofnað sitt eigið tískumerki, Eyland, sem hún segist vel geta hugsað sér að endurvekja við tækifæri. „Ég var með mikinn tískuáhuga en samt sem áður gaman að horfa til baka því ég var mjög tækifærissinnuð á þessum tíma,“ segir Ása Ninna og lýsir því hvernig hún klæddi sig upp í viðeigandi útlit fyrir hverja senu, á Maus-tónleikum var það prjónapeysa og patchouli-ilmvatn, því næst smeygði hún sér í pallíettubol og skellti sér út á land að dansa á Skímó-balli. Þrátt fyrir að hafa haft mikinn áhuga á tísku alla ævi, er Ása Ninna að eigin sögn engin kjólakona, og lýsir sjálfi sér sem strákastelpu þegar kemur að klæðaburði (e. tomboy). Sem barn samdi hún gjarnan við mömmu sína um hve mikinn tíma hún neyddist að klæðast kjól á jólunum og beið spennt eftir að komast í ný náttföt. Lífið breyttist á einni nóttu Það má greina að Ása Ninna er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í lífinu er ein af þeim sem skapar sér tækifæri. „Ég bý mér til vinnu; ef mig langar að gera eitthvað þá finn ég út hvernig geti gert það.“ Nú síðast var það dagskrágerð og sér í lagi þættir um ástina sem hafa átt hug Ásu Ninnu síðastliðin ár, má þar nefna Fyrsta blikið og Sveitarómantík sem sýndir voru á Stöð 2. „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ segir Ása Ninna og hlær við spurningunni um hvort karakterinn Carrie Bradshaw, úr hinum geysivinsælu þáttum, Beðmál í borginni, hafi verið henni innblástur. „Þegar ég skildi þá breyttist bara lífið á einni nóttu, ég þurfti aldeilis að vinda stoltið mitt og egó - og byrja upp á nýtt,“ segir Ása Ninna. Hún segist hafa upplifað stefnumótasenuna öðruvísi hér á landi en erlendis og fann að fólk var sólgið í fróðleik og afþreyingu tengda tilhugalífinu. „Ég fór að skrifa niður sögur, pælingar, sanka að mér sögum og þá sá ég að þarna var ég með eitthvað spennandi í höndunum,“ segir Ása sem sökkti sér í rannsóknarvinnu samhliða því að finna jafnvægi í einkalífinu, einhleyp með tvö börn. „Þarna stökk ég alveg í djúpu laugina og fór í fyrsta sinn í sjónvarp. Ég hef alltaf litið á þetta sem mannlífsþátt, ekki stefnumótunar. Ég tel það vera algjör forréttindi að fá að miðla sögum fólks, það er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hlaðvörp Ástin og lífið Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Sjá meira
Ása Ninna er gestur Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars tískuáhugann, flutninga fjölskyldunnar á Selfossi og fjölmiðlaferilinn. Ása Ninna er annar þáttastjórnandi Bakarísins á Bylgjunni á laugardagsmorgnum, ásamt Svavar Erni Svavarssyni. Tækifærissinnuð tískuáhugakona Ása Ninna rak um árabil fataverslunina GK með þáverandi manni sínum ásamt því að hafa stofnað sitt eigið tískumerki, Eyland, sem hún segist vel geta hugsað sér að endurvekja við tækifæri. „Ég var með mikinn tískuáhuga en samt sem áður gaman að horfa til baka því ég var mjög tækifærissinnuð á þessum tíma,“ segir Ása Ninna og lýsir því hvernig hún klæddi sig upp í viðeigandi útlit fyrir hverja senu, á Maus-tónleikum var það prjónapeysa og patchouli-ilmvatn, því næst smeygði hún sér í pallíettubol og skellti sér út á land að dansa á Skímó-balli. Þrátt fyrir að hafa haft mikinn áhuga á tísku alla ævi, er Ása Ninna að eigin sögn engin kjólakona, og lýsir sjálfi sér sem strákastelpu þegar kemur að klæðaburði (e. tomboy). Sem barn samdi hún gjarnan við mömmu sína um hve mikinn tíma hún neyddist að klæðast kjól á jólunum og beið spennt eftir að komast í ný náttföt. Lífið breyttist á einni nóttu Það má greina að Ása Ninna er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í lífinu er ein af þeim sem skapar sér tækifæri. „Ég bý mér til vinnu; ef mig langar að gera eitthvað þá finn ég út hvernig geti gert það.“ Nú síðast var það dagskrágerð og sér í lagi þættir um ástina sem hafa átt hug Ásu Ninnu síðastliðin ár, má þar nefna Fyrsta blikið og Sveitarómantík sem sýndir voru á Stöð 2. „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ segir Ása Ninna og hlær við spurningunni um hvort karakterinn Carrie Bradshaw, úr hinum geysivinsælu þáttum, Beðmál í borginni, hafi verið henni innblástur. „Þegar ég skildi þá breyttist bara lífið á einni nóttu, ég þurfti aldeilis að vinda stoltið mitt og egó - og byrja upp á nýtt,“ segir Ása Ninna. Hún segist hafa upplifað stefnumótasenuna öðruvísi hér á landi en erlendis og fann að fólk var sólgið í fróðleik og afþreyingu tengda tilhugalífinu. „Ég fór að skrifa niður sögur, pælingar, sanka að mér sögum og þá sá ég að þarna var ég með eitthvað spennandi í höndunum,“ segir Ása sem sökkti sér í rannsóknarvinnu samhliða því að finna jafnvægi í einkalífinu, einhleyp með tvö börn. „Þarna stökk ég alveg í djúpu laugina og fór í fyrsta sinn í sjónvarp. Ég hef alltaf litið á þetta sem mannlífsþátt, ekki stefnumótunar. Ég tel það vera algjör forréttindi að fá að miðla sögum fólks, það er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Hlaðvörp Ástin og lífið Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Sjá meira