„Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2024 10:13 Ragnar Þór Pétursson veltir fyrir sér hlut barnanna þegar kemur að tómstundastarfinu. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson grunnskólakennari og fyrrverandi formaður Kennarasambandsins veltir fyrir sér hvert álagið sé orðið á börnin vegna skipulagðs tómstundastarfs í ljósi þess hvernig foreldrar tali um álagið sem fylgir því að fara á viðburði tengda starfinu. Tilefnið er umræða sem sprottið hefur upp meðal foreldra um það mikla álag sem fylgir jólunum og því að sækja alla þá viðburði sem tengjast skólanum, frístund og tómstundum barnanna. Foreldrar hafa lýst því að þeir séu hreinlega að drukkna, á hverju ári aukist álagið í desember. Það sé orðið óheilbrigt og streitan óbærileg. Eins og mæður eigi þrjú börn að meðaltali Ragnar Þór veltir hinni hlið málsins upp í færslu á Facebook. Ragnar sem fyrrverandi formaður Kennarasambandsins hefur löngum velt þessum málum fyrir sér. „Íslenskar mæður eiga orðið töluvert færri en tvö börn að meðaltali. Ein tómstund eða íþrótt kostar hinsvegar meiri peninga en til voru fyrir heilu barnahópana á heimilum fyrri ára. Miðað við umræðuna upp á síðkastið virðist samt algengt að mæður eigi að minnsta kosti þrjú börn sem hvert um sig æfir íþrótt, leikur á hljóðfæri og nemur dans eða leiklist.“ Og það sé að drepa foreldrana að önnin í öllu þessu endi á einhverskonar uppákomu fyrir foreldra. „Mín pæling: Ef það er í alvöru orðið mikið maus fyrir þig að fara á viðburði í skipulögðu tómstundastarfi barna þinna, hvert heldur þú að álagið sé orðið á börnin sjálf af öllu þessu starfi?“ Ekkert um að vera í janúar Óhætt er að segja að töluverð umræða myndist við færslu Ragnars og sitt sýnist hverjum. Jón Ólafsson tónlistarmaður er stuttorður og segir foreldra vel gera sér grein fyrir þessu. Helena Eydís Ingólfsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings segir að sér finnist merkilegt að ofan í umræðu um að halda desember sem hversdagslegustum og að börn séu mest í sinni rútínu sé verið að skipuleggja sýningar, tónleika og mót. Síðan komi langur og leiðinlegur janúar þar sem ekkert sé um að vera. „Af hverju hafa tónlistarskólar til dæmis ekki frekar nýárstónleika en jólatónleika og af hverju ekki nýársmót eða þorramót í hinum ýmsu íþróttagreinum frekar en desember-, aðventu- eða jólamót svo fjölskyldur geti betur stýrt samveru sinni og afþreyingu í desember,“ skrifar Helena. Hún segist vita að allir foreldrar hafi val um þátttöku. „En ef ég afþakka fótboltamótið þriðja sunnudag í aðventu getur liðið ekki keppt. Þann dag hefði ég samt kannski frekar viljað setja saman piparkökuhús með mínu barni.“ Börn og uppeldi Frístund barna Jól Streita og kulnun Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Tilefnið er umræða sem sprottið hefur upp meðal foreldra um það mikla álag sem fylgir jólunum og því að sækja alla þá viðburði sem tengjast skólanum, frístund og tómstundum barnanna. Foreldrar hafa lýst því að þeir séu hreinlega að drukkna, á hverju ári aukist álagið í desember. Það sé orðið óheilbrigt og streitan óbærileg. Eins og mæður eigi þrjú börn að meðaltali Ragnar Þór veltir hinni hlið málsins upp í færslu á Facebook. Ragnar sem fyrrverandi formaður Kennarasambandsins hefur löngum velt þessum málum fyrir sér. „Íslenskar mæður eiga orðið töluvert færri en tvö börn að meðaltali. Ein tómstund eða íþrótt kostar hinsvegar meiri peninga en til voru fyrir heilu barnahópana á heimilum fyrri ára. Miðað við umræðuna upp á síðkastið virðist samt algengt að mæður eigi að minnsta kosti þrjú börn sem hvert um sig æfir íþrótt, leikur á hljóðfæri og nemur dans eða leiklist.“ Og það sé að drepa foreldrana að önnin í öllu þessu endi á einhverskonar uppákomu fyrir foreldra. „Mín pæling: Ef það er í alvöru orðið mikið maus fyrir þig að fara á viðburði í skipulögðu tómstundastarfi barna þinna, hvert heldur þú að álagið sé orðið á börnin sjálf af öllu þessu starfi?“ Ekkert um að vera í janúar Óhætt er að segja að töluverð umræða myndist við færslu Ragnars og sitt sýnist hverjum. Jón Ólafsson tónlistarmaður er stuttorður og segir foreldra vel gera sér grein fyrir þessu. Helena Eydís Ingólfsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings segir að sér finnist merkilegt að ofan í umræðu um að halda desember sem hversdagslegustum og að börn séu mest í sinni rútínu sé verið að skipuleggja sýningar, tónleika og mót. Síðan komi langur og leiðinlegur janúar þar sem ekkert sé um að vera. „Af hverju hafa tónlistarskólar til dæmis ekki frekar nýárstónleika en jólatónleika og af hverju ekki nýársmót eða þorramót í hinum ýmsu íþróttagreinum frekar en desember-, aðventu- eða jólamót svo fjölskyldur geti betur stýrt samveru sinni og afþreyingu í desember,“ skrifar Helena. Hún segist vita að allir foreldrar hafi val um þátttöku. „En ef ég afþakka fótboltamótið þriðja sunnudag í aðventu getur liðið ekki keppt. Þann dag hefði ég samt kannski frekar viljað setja saman piparkökuhús með mínu barni.“
Börn og uppeldi Frístund barna Jól Streita og kulnun Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira