Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 12:31 Það verður bæði leikja- og ferðaálag á Mohamed Salah og félögum hans í Liverpool yfir hátíðirnar. Getty/Simon Stacpoole Það er að venju mikið leikjaálag á ensku úrvalsdeildarliðunum yfir jólahátíðina. Það er aftur á móti misjafnt hvað félögin þurfa að ferðast mikið í leiki sína. Á meðan flestar fjölskyldur eyða tíma saman og í fjölskylduboðum þá eru leikmenn ensku liðanna á ferð og flugi yfir hátíðirnar. AllaboutFPL vefurinn hefur reiknað út ferðalög ensku liðanna í vikum sautján til nítján en það eru leikvikurnar þrjár yfir þessi jól og áramót. Þar kemur í ljós að Liverpool, Newcastle og Bournemouth þurfa að ferðast mest en Fulham, Everton og Arsenal sleppa hins vegar við löng ferðalög. Liverpool á útileik við Tottenham Hotspur, heimaleik á móti Leicester City og útileik við West Ham United. Liverpool ferðast því tvisvar suður til Lundúna. Alls munu leikmenn Liverpool þurfa að ferðast í 875,1 mílu eða 1408 kílómetra. Það munar reyndar aðeins 0,1 mílu á ferðalögum Liverpool og ferðalögum Newcastle sem er í öðru sætinu. Það er síðan mun lengra í Bournemouth sem ferðast í 704,4 mílur eða 1133 kílómetra. Fulham þarf aftur á móti aðeins að ferðast í 4,7 mílur eða 7,6 kílómetra og Arsenal aðeins í 55,8 mílur eða 89,8 kílómetra. Arsenal átti útileik við Crystal Palace í gær, heimaleik við Ipswich Town og loks útileik við Brentford. Allir leikirnir fara fram í London. Fulham er enn heppnara því liðið spilar tvo heimaleiki við Southampton og Bournemouth en þriðji leikurinn er síðan útileikur við Chelsea. Stamford Bridge er bara í 7,6 kílómetra fjarlægð og er í rauninni í Fulham hverfinu í London. Leikvangurinn stendur meira að segja við Fulham Road. @AllaboutFPL Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Á meðan flestar fjölskyldur eyða tíma saman og í fjölskylduboðum þá eru leikmenn ensku liðanna á ferð og flugi yfir hátíðirnar. AllaboutFPL vefurinn hefur reiknað út ferðalög ensku liðanna í vikum sautján til nítján en það eru leikvikurnar þrjár yfir þessi jól og áramót. Þar kemur í ljós að Liverpool, Newcastle og Bournemouth þurfa að ferðast mest en Fulham, Everton og Arsenal sleppa hins vegar við löng ferðalög. Liverpool á útileik við Tottenham Hotspur, heimaleik á móti Leicester City og útileik við West Ham United. Liverpool ferðast því tvisvar suður til Lundúna. Alls munu leikmenn Liverpool þurfa að ferðast í 875,1 mílu eða 1408 kílómetra. Það munar reyndar aðeins 0,1 mílu á ferðalögum Liverpool og ferðalögum Newcastle sem er í öðru sætinu. Það er síðan mun lengra í Bournemouth sem ferðast í 704,4 mílur eða 1133 kílómetra. Fulham þarf aftur á móti aðeins að ferðast í 4,7 mílur eða 7,6 kílómetra og Arsenal aðeins í 55,8 mílur eða 89,8 kílómetra. Arsenal átti útileik við Crystal Palace í gær, heimaleik við Ipswich Town og loks útileik við Brentford. Allir leikirnir fara fram í London. Fulham er enn heppnara því liðið spilar tvo heimaleiki við Southampton og Bournemouth en þriðji leikurinn er síðan útileikur við Chelsea. Stamford Bridge er bara í 7,6 kílómetra fjarlægð og er í rauninni í Fulham hverfinu í London. Leikvangurinn stendur meira að segja við Fulham Road. @AllaboutFPL
Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira