Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 14:12 Bukayo Saka er ákaflega vonsvikinn eftir að hafa meiðst um helgina. Getty/David Price Bukayo Saka, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verður ekki með Arsenal á næstunni vegna meiðsla. Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum á laugardaginn, eftir 5-1 sigurinn gegn Crystal Palace. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, greindi svo frá því í dag að Arteta yrði frá keppni í umtalsverðan tíma. „Þetta lítur ekki vel út. Hann verður frá keppni í margar vikur,“ sagði Arteta en gaf ekki nákvæmari tímaramma. Saka meiddist aftan í læri og miðað við svör Arteta má ætla að um sé að ræða alvarlega tognun eða rifu í vöðva. „Svona er þetta bara. Hann er meiddur og við getum ekki breytt því. Núna nýtum við tímann til að styðja við hann,“ sagði Arteta. Þetta er annað stóra áfallið sem Arsenal verður fyrir á leiktíðinni eftir að fyrirliðinn Martin Ödegaard meiddist í haust og var frá keppni í tvo mánuði. Fjarvera hans hafði mikil áhrif á Arsenal-liðið en það hefur nú unnið sjö af síðustu tíu leikjum sínum, og gert þrjú jafntefli. Arsenal situr í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem reyndar á leik til góða. Kennir uppsöfnuðum leikjafjölda um Arteta kveðst vera að setja saman hugmyndir um hvernig tekist verði á við fjarveru Saka og benti á að liðið hefði reynslu af því að missa út lykilmenn. Hann sagði Saka sjálfan vera í öngum í sínum. Aðspurður hvort hann teldi að þétt leikjadagskrá hefði haft sitt að segja um meiðsli Saka svaraði Arteta: „Það er örugglega frekar uppsafnaður fjöldi því menn eins og Declan [Rice] og Bukayo hafa spilað yfir 130 leiki á þremur leiktíðum,“ sagði Arteta. Hann sagði Raheem Sterling einnig verða frá keppni á næstunni vegna hnémeiðsla. Arsenal mætir næst Ipswich á heimavelli á föstudaginn. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum á laugardaginn, eftir 5-1 sigurinn gegn Crystal Palace. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, greindi svo frá því í dag að Arteta yrði frá keppni í umtalsverðan tíma. „Þetta lítur ekki vel út. Hann verður frá keppni í margar vikur,“ sagði Arteta en gaf ekki nákvæmari tímaramma. Saka meiddist aftan í læri og miðað við svör Arteta má ætla að um sé að ræða alvarlega tognun eða rifu í vöðva. „Svona er þetta bara. Hann er meiddur og við getum ekki breytt því. Núna nýtum við tímann til að styðja við hann,“ sagði Arteta. Þetta er annað stóra áfallið sem Arsenal verður fyrir á leiktíðinni eftir að fyrirliðinn Martin Ödegaard meiddist í haust og var frá keppni í tvo mánuði. Fjarvera hans hafði mikil áhrif á Arsenal-liðið en það hefur nú unnið sjö af síðustu tíu leikjum sínum, og gert þrjú jafntefli. Arsenal situr í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem reyndar á leik til góða. Kennir uppsöfnuðum leikjafjölda um Arteta kveðst vera að setja saman hugmyndir um hvernig tekist verði á við fjarveru Saka og benti á að liðið hefði reynslu af því að missa út lykilmenn. Hann sagði Saka sjálfan vera í öngum í sínum. Aðspurður hvort hann teldi að þétt leikjadagskrá hefði haft sitt að segja um meiðsli Saka svaraði Arteta: „Það er örugglega frekar uppsafnaður fjöldi því menn eins og Declan [Rice] og Bukayo hafa spilað yfir 130 leiki á þremur leiktíðum,“ sagði Arteta. Hann sagði Raheem Sterling einnig verða frá keppni á næstunni vegna hnémeiðsla. Arsenal mætir næst Ipswich á heimavelli á föstudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira