Enski boltinn

Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var nóg að gera hjá Brennan Johnson í gær. Hann fagnar hér marki sínu á móti Wolves.
Það var nóg að gera hjá Brennan Johnson í gær. Hann fagnar hér marki sínu á móti Wolves. Getty/Charlotte Wilson

Velski knattspyrnumaðurinn Brennan Johnson var á skotskónum með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær en þrátt fyrir að það væri leikdagur þá lét hann sig ekki vanta á kvöldleikina á heimsmeistaramótinu í pílu.

Johnson kom Tottenham í 2-1 á móti Wolves en Úlfarnir náðu að jafna metin og tryggja sér stig.

Johnson mætti síðan í Ally Pally til horfa á landa sína Jonny Clayton og Gerwyn Price keppa í gær. Price hafði betur 4-2 og er því kominn í átta manna úrslitin.

Með Johnson var einnig James Maddison, liðsfélagi hans í Tottenham.

Alexandra Palace er ekki langt frá heimavelli Tottenham þar sem leikur liðsins fór fram í gær. Bílferðin tekur um þrettán mínútur en höllin er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá leikvanginum.

Sextán manna úrslitin klárast í dag þegar fara fram sex viðureignir. Vodafone Sport sýnir beint frá öllu saman. Útsending frá fyrri hlutanum hefst klukkan 12.25 en kvöldhlutinn hefst síðan klukkan 18.55.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×