Öryggisráð Liverpool-borgar fundaði í morgun til þess að skera úr um hvort að leikurinn færi fram, en hann á að hefjast klukkan 16:30 að íslenskum tíma. Ráðið komst ekki að niðurstöðu en fundaði aftur nú í hádeginu.
Helstu áhyggjurnar snúa að samgöngumálum en nú hefur verið ákveðið að leikurinn fari fram.
Liverpool's match against Manchester United will go ahead as planned after safety meetings were held to assess the weather and travel conditions 🚨 pic.twitter.com/ZZSiCCA5bN
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 5, 2025
Liverpool sendi út tilkynningu á Twitter og þar sagði að allt yrði reynt til þess að sjá til þess að leikurinn gæti farið fram.
Tveimur leikjum hefur verið frestað í ensku D-deildinni vegna snjókomunnar, eða leikjum Chesterfield og Gillingham, og Fleetwood Town og Wimbledon.
Fyrr á þessari leiktíð var grannaslag Everton og Liverpool frestað en þá geisaði stormur sem einnig olli miklum vandræðum með samgöngur.
Þrátt fyrir að eiga leikina við Everton og United inni er Liverpool með fimm stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, með 45 stig eftir 18 leiki. United er hins vegar aðeins í 14. sæti með 22 stig, sjö stigum frá fallsæti.
Greinin hefur verið uppfærð.