Í uppbótartíma leiksins á Anfield í gær komst Zirkzee í gott færi inni í vítateig Liverpool. Maguire var hins vegar í enn betra færi og Zirkzee renndi boltanum á hann. Enski landsliðsmiðvörðurinn skaut boltanum hins vegar yfir.
Sturridge fjallaði um leikinn á Sky Sports í gær ásamt Roy Keane, Jamie Carragher og Gary Neville.
„Ég er ekki svo viss,“ svaraði Keane aðspurður hvort Zirkzee hefði átt að skjóta. „Þú sérð skotvinkilinn. Daniel hefur sagt að sendingin hefði getað verið betri. Þekktu leikmennina þína.“
„Bara ekki láta boltann skoppa til hans. Þú hefur allan tímann í heiminum til að senda boltann á hann. Þetta er úrvalsdeildarleikmaður að spila fyrir Manchester United. Ég býst ekki við að fá boltann skoppandi til mín ef þú ert í þessari stöðu. Þetta er einföld sending,“ sagði Sturridge í kjölfarið.
Zirkzee hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom til United fyrir tímabilið. Hann var meðal annars tekinn af velli í fyrri hálfleik í tapinu fyrir Newcastle United á dögunum.