Mo Salah skýtur á Carragher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 23:02 Mohamed Salah er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og Liverpool er með sex stiga forskot á toppnum. Getty/Liverpool FC Jamie Carragher hefur gagnrýnt það hvernig Mohamed Salah hefur talað um samningamál sín í fjölmiðlum. Á sama tíma og Egyptinn hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þá er samingur hans að renna út í sumar. Nú síðast tilkynnti Salah eftir 2-2 jafntefli við Manchester United að hann væri á sínu síðasta ári með félaginu því ekkert væri að frétta af nýjum samningi. Það er frekar augljóst að hann vill stærri samning en Liverpool er tilbúið að bjóða. Carragher er sérfræðingur á Sky Sports og ráðlagði Salah að fara sömu leið og Virgil van Dijk hefur gert. Hollenski miðvörðurinn er líka að klára samning sinn í sumar. „Þú veist hvað ég myndi segja við hann. Ég mynd segja að Virgil van Dijk hafi komið mun betur út úr þessu en hann og Van Dijk hefur vaxið í áliti hjá mér. Hvernig hann hefur komið fram, frammistaða hans á vellinum og hvernig hann hefur leitt þetta lið,“ sagði Jamie Carragher. „Hann hefur ekki blandað sér í þetta opinberlega. Augljóslega er þetta mikilvægur tími fyrir alla þrjá leikmennina við vitum það, en í stað þess að tala um Trent Alexander-Arnold eða Mo Salah, þá vil ég frekar votta Virgil van Dijk virðingu mína,“ sagði Carragher. „Hann hefur fengið spurningar en hann hefur ýtt þessum samningamálum frá sér. Hann er hér og vill vinna deildina. Hann vill gera sitt allra besta fyrir Liverpool og vonandi skrifar hann undir. Ég tel að hinir tveir ættu að horfa frekar til hans,“ sagði Carragher. Mohamed Salah var greinilega að horfa og ákvað að skjóta á Carragher á samfélagsmiðlum. „Ég farinn að halda að þú sért með mig á heilanum“ skrifaði Salah og bætti við broskarli en það er óvanalegt að sjá Egyptann tjá sig á samfélagsmiðlum. Carragher sá þetta og svaraði Salah. Carragher sagði að hann væri alltaf með Salah á heilanum og að vonandi héldi það áfram á næstu leiktíð. Það má sjá það sem Carragher sagði hér fyrir neðan sem og samskipti þeirra með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Nú síðast tilkynnti Salah eftir 2-2 jafntefli við Manchester United að hann væri á sínu síðasta ári með félaginu því ekkert væri að frétta af nýjum samningi. Það er frekar augljóst að hann vill stærri samning en Liverpool er tilbúið að bjóða. Carragher er sérfræðingur á Sky Sports og ráðlagði Salah að fara sömu leið og Virgil van Dijk hefur gert. Hollenski miðvörðurinn er líka að klára samning sinn í sumar. „Þú veist hvað ég myndi segja við hann. Ég mynd segja að Virgil van Dijk hafi komið mun betur út úr þessu en hann og Van Dijk hefur vaxið í áliti hjá mér. Hvernig hann hefur komið fram, frammistaða hans á vellinum og hvernig hann hefur leitt þetta lið,“ sagði Jamie Carragher. „Hann hefur ekki blandað sér í þetta opinberlega. Augljóslega er þetta mikilvægur tími fyrir alla þrjá leikmennina við vitum það, en í stað þess að tala um Trent Alexander-Arnold eða Mo Salah, þá vil ég frekar votta Virgil van Dijk virðingu mína,“ sagði Carragher. „Hann hefur fengið spurningar en hann hefur ýtt þessum samningamálum frá sér. Hann er hér og vill vinna deildina. Hann vill gera sitt allra besta fyrir Liverpool og vonandi skrifar hann undir. Ég tel að hinir tveir ættu að horfa frekar til hans,“ sagði Carragher. Mohamed Salah var greinilega að horfa og ákvað að skjóta á Carragher á samfélagsmiðlum. „Ég farinn að halda að þú sért með mig á heilanum“ skrifaði Salah og bætti við broskarli en það er óvanalegt að sjá Egyptann tjá sig á samfélagsmiðlum. Carragher sá þetta og svaraði Salah. Carragher sagði að hann væri alltaf með Salah á heilanum og að vonandi héldi það áfram á næstu leiktíð. Það má sjá það sem Carragher sagði hér fyrir neðan sem og samskipti þeirra með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira