Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2025 23:00 Sir Jim Ratcliffe ólst upp í Manchester og sem stuðningsmaður Manchester United. Paul Scholes sér engin merki um það og telur að Ratcliffe sé alveg sama um stuðningsmenn félagsins. Getty/Visionhaus/John Peters Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United og ellefufaldur Englandsmeistari með félaginu, er vægast ósáttur með innkomu Sir Jim Ratcliffe og INEOS fyrirtækisins inn í eigandahóp félagsins. Scholes fór svo langt að segja að hann hafi ekki séð neitt jákvætt í því sem INEOS menn hafa gert síðan þeir komu inn í félagið á síðasta ári. Fyrirtæki Ratcliffe eignaðist 27,7 prósent hlut í Manchester United í desember 2023 og jók síðan eignarhlut sinn enn frekar í síðasta mánuði. United hefur aldrei byrjað tímabil verr í ensku úrvalsdeildinni og fyrr í vetur var Erik ten Haag rekinn og Portúgalinn Ruben Amorim ráðinn í staðinn. Kveikjan af mikilli óánægju Scholes eru fréttir um hækkun miðaverðs upp í 66 pund, sem eru rúmlega ellefu þúsund og sex hundruð íslenskar krónur, og að það verði enginn afsláttur gefinn fyrir börn og ellilífeyrisþega. „[INEOS] menn hafa nú stjórnað United í næstum því heilt ár og allt sem er í gangi hjá þeim er neikvætt,“ sagði Scholes í þættinum The Overlap Football Fan Debate. ESPN segir frá. „Ég get ekki talið fram neitt jákvætt af því sem þeir hafa gert fyrir þetta fótboltafélag,“ sagði Scholes. Hver fréttin á fætur annarri af niðurskurði hefur líka hneykslað marga. „Hlutirnir eru að versna inn á fótboltavellinum og hefðu þeir þá ekki bara getað lækkað miðaverðið. Komið fram með eitthvað jákvætt. Hvernig getur þú beðið stuðningsfólk Manchester United um að borga meira miðað við það sem er í gangi inn á vellinum,“ spurði Scholes. „Hvernig geta þessir eigendur verið svo frakkir að hækka miðaverðið? Þetta er líklega versta tímabil félagsins og það fyrsta sem þeir gera er að hækka miðaverðið,“ sagði Scholes. „Það er bara ekkert jákvætt í gangi hjá þessu fótboltafélagi. Liðið er algjört meðallið og þeir gera ekkert fyrir stuðningsmennina,“ sagði Scholes. „Við erum með Sir Jim Ratcliffe sem hefur verið stuðningsmaður United síðan í æsku. Ef við berum hann saman við amerísku eigendurna þá sýnir þetta okkur að honum er alveg sama um fólkið í Manchester,“ sagði Scholes. “If you’ve got a family you’re looking at £300/£400!” 😬Scholsey calls out the crazy ticket prices in the Premier League! 🗣️ pic.twitter.com/IqISKHDvNd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) January 7, 2025 Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Scholes fór svo langt að segja að hann hafi ekki séð neitt jákvætt í því sem INEOS menn hafa gert síðan þeir komu inn í félagið á síðasta ári. Fyrirtæki Ratcliffe eignaðist 27,7 prósent hlut í Manchester United í desember 2023 og jók síðan eignarhlut sinn enn frekar í síðasta mánuði. United hefur aldrei byrjað tímabil verr í ensku úrvalsdeildinni og fyrr í vetur var Erik ten Haag rekinn og Portúgalinn Ruben Amorim ráðinn í staðinn. Kveikjan af mikilli óánægju Scholes eru fréttir um hækkun miðaverðs upp í 66 pund, sem eru rúmlega ellefu þúsund og sex hundruð íslenskar krónur, og að það verði enginn afsláttur gefinn fyrir börn og ellilífeyrisþega. „[INEOS] menn hafa nú stjórnað United í næstum því heilt ár og allt sem er í gangi hjá þeim er neikvætt,“ sagði Scholes í þættinum The Overlap Football Fan Debate. ESPN segir frá. „Ég get ekki talið fram neitt jákvætt af því sem þeir hafa gert fyrir þetta fótboltafélag,“ sagði Scholes. Hver fréttin á fætur annarri af niðurskurði hefur líka hneykslað marga. „Hlutirnir eru að versna inn á fótboltavellinum og hefðu þeir þá ekki bara getað lækkað miðaverðið. Komið fram með eitthvað jákvætt. Hvernig getur þú beðið stuðningsfólk Manchester United um að borga meira miðað við það sem er í gangi inn á vellinum,“ spurði Scholes. „Hvernig geta þessir eigendur verið svo frakkir að hækka miðaverðið? Þetta er líklega versta tímabil félagsins og það fyrsta sem þeir gera er að hækka miðaverðið,“ sagði Scholes. „Það er bara ekkert jákvætt í gangi hjá þessu fótboltafélagi. Liðið er algjört meðallið og þeir gera ekkert fyrir stuðningsmennina,“ sagði Scholes. „Við erum með Sir Jim Ratcliffe sem hefur verið stuðningsmaður United síðan í æsku. Ef við berum hann saman við amerísku eigendurna þá sýnir þetta okkur að honum er alveg sama um fólkið í Manchester,“ sagði Scholes. “If you’ve got a family you’re looking at £300/£400!” 😬Scholsey calls out the crazy ticket prices in the Premier League! 🗣️ pic.twitter.com/IqISKHDvNd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) January 7, 2025
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira