Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2025 17:11 Þórarinn Eldjárn spyr framkvæmdastjóra FÍBÚT hvort henni finnist í lagi að bóksölulisti félagsins sé ómarktækur. vísir/vilhelm Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn segir metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda ómarktækan fyrir árið 2024 ómarktækan í ljósi þess að hann inniheldur ekki sölu úr sextán verslunum Pennans/Eymundsson. Framkvæmdastjóri FÍBÚT segir Pennann hafa hafna þátttöku á listanum. Vísir fjallaði um bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) í morgun en þar kom fram að Ferðalok eftir Arnald Indriðason hefði verið mest selda bók síðasta árs og að á eftir honum hefðu komið Yrsa og Stefán Máni. Einnig kom fram að á síðustu tíu árum hafi Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Í hádeginu birti Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld, færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi listann. DV greindu fyrst frá skrifum Þórarins. „Vert er að vekja athygli bókaunnenda á því furðuverki að þar er aldrei talin með sala í verslunum Pennans/Eymundssonar, 16 alls, starfræktum allt árið víða um land,“ skrifaði Þórarinn í færslunni. Ýmsir tóku undir orð Þórarins og skrifaði Páll Baldvin Baldvinsson, rithöfundur og fyrrverandi blaðamaður, ummæli við færsluna þar sem hann sagði „svokallaða metsölulista“ aðeins sýna skarð af sölu á markaði. Þeir væru því „allir ómark“ og taldi hann furðulegt að Samkeppnisstofnun skyldi ekki hafa tekið á slíkum blekkingum til kaupenda. „FÍBÚT og RSÍ, Hagþenkir ættu að taka á þessari þvælu með markverðum hætti,“ bætti hann svo við. Léleg lausn að leggja listann niður vegna Pennans Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri FÍBÚT, var þó fljót að svara Þórarni. „Pennanum hefur alltaf boðist en hafa kosið að vera með sinn lista og hafnað þátttöku í heildarlista. Má ekki allt eins líta það jákvæðum augum?“ skrifaði hún við færsluna. „Finnst ykkur jákvætt að ykkar listi sé ómarktækur?“ spurði Þórarinn hana þá. Bryndís og Páll eru ekki alveg sammála um ágæti Bóksölulistans.Vísir/Vilhelm Bryndís sagðist einfaldlega ekki vera sammála þeirrri fyllyrðingu, félagið vildi gjarnan hafa alla með en gæti ekki skyldað neinn til þátttöku. „Það væri að mínu mati léleg lausn að leggja listann niður af því að Penninn vill ekki taka þátt,“ skrifaði hún einnig. Þórarinn svaraði ekki þeim ummælum Bryndísar en Páll Baldvin gerði það og sagði það styðja „látlitlar blekkingar þeirra og einstakra bókaútgefenda sem reyna að ýta undir hjarðhegðun í kaupendahópnum.“ Penninn/Eymundsson hefur líka birt metsölulista ársins 2024 fyrir sínar verslanir. Ferðalok eftir Arnald er þar líka í efsta sæti en Guðrún Eva Mínervudóttir tekur annað sætið með skáldævisögunni Í skugga trjánna. Yrsa er svo í þriðja sæti með Ég læt sem ég sofi en Stefán Mána er hvergi að sjá á topp tíu lista verslunarinnar. Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Vísir fjallaði um bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) í morgun en þar kom fram að Ferðalok eftir Arnald Indriðason hefði verið mest selda bók síðasta árs og að á eftir honum hefðu komið Yrsa og Stefán Máni. Einnig kom fram að á síðustu tíu árum hafi Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Í hádeginu birti Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld, færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi listann. DV greindu fyrst frá skrifum Þórarins. „Vert er að vekja athygli bókaunnenda á því furðuverki að þar er aldrei talin með sala í verslunum Pennans/Eymundssonar, 16 alls, starfræktum allt árið víða um land,“ skrifaði Þórarinn í færslunni. Ýmsir tóku undir orð Þórarins og skrifaði Páll Baldvin Baldvinsson, rithöfundur og fyrrverandi blaðamaður, ummæli við færsluna þar sem hann sagði „svokallaða metsölulista“ aðeins sýna skarð af sölu á markaði. Þeir væru því „allir ómark“ og taldi hann furðulegt að Samkeppnisstofnun skyldi ekki hafa tekið á slíkum blekkingum til kaupenda. „FÍBÚT og RSÍ, Hagþenkir ættu að taka á þessari þvælu með markverðum hætti,“ bætti hann svo við. Léleg lausn að leggja listann niður vegna Pennans Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri FÍBÚT, var þó fljót að svara Þórarni. „Pennanum hefur alltaf boðist en hafa kosið að vera með sinn lista og hafnað þátttöku í heildarlista. Má ekki allt eins líta það jákvæðum augum?“ skrifaði hún við færsluna. „Finnst ykkur jákvætt að ykkar listi sé ómarktækur?“ spurði Þórarinn hana þá. Bryndís og Páll eru ekki alveg sammála um ágæti Bóksölulistans.Vísir/Vilhelm Bryndís sagðist einfaldlega ekki vera sammála þeirrri fyllyrðingu, félagið vildi gjarnan hafa alla með en gæti ekki skyldað neinn til þátttöku. „Það væri að mínu mati léleg lausn að leggja listann niður af því að Penninn vill ekki taka þátt,“ skrifaði hún einnig. Þórarinn svaraði ekki þeim ummælum Bryndísar en Páll Baldvin gerði það og sagði það styðja „látlitlar blekkingar þeirra og einstakra bókaútgefenda sem reyna að ýta undir hjarðhegðun í kaupendahópnum.“ Penninn/Eymundsson hefur líka birt metsölulista ársins 2024 fyrir sínar verslanir. Ferðalok eftir Arnald er þar líka í efsta sæti en Guðrún Eva Mínervudóttir tekur annað sætið með skáldævisögunni Í skugga trjánna. Yrsa er svo í þriðja sæti með Ég læt sem ég sofi en Stefán Mána er hvergi að sjá á topp tíu lista verslunarinnar.
Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira