Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2025 18:03 Jose Mourinho er orðaður við Everton starfið en það virðist þó vera lítið á bak við þær vangaveltur. Getty/Richard Sellers Enskir miðlar eru strax farnir að velta því fyrir sér hver verði næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. Everton tók þá ákvörðun að reka Sean Dyche í dag aðeins þremur klukkutímum fyrir bikarleik liðsins. Dyche mætti á blaðamannafundinn fyrir leikinn og fréttirnar hafa því vakið nokkra furðu. En hvað með eftirmann hans? Nýir bandarískir eigendur hafa nú eignast félagið og ætla sér örugglega stóra hluti. Veðbankar voru líka fljótir til og þeir setja Portúgalann Jose Mourinho sem þann líklegasta til að taka við Everton. Would you want to see Jose Mourinho at Everton? 👀Leave your vote in the comments 👇 pic.twitter.com/YYVhV8GTRe— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 9, 2025 Lífið gengur ekki allt of vel hjá Mourinho í Tyrklandi þessa dagana og það vakti líka mikla athygli þegar hann grínaðist með það að hann vildi næst taka við liðið sem væri ekki í Evrópukeppni. Það er lítil hætta á því að Everton sé í Evrópukeppni enda hefur lífið á Goodison Park snúist um það síðustu ár að halda sæti sínu í deildinni. Ensku miðlarnir eru því farnir að orða Mourinho við starfið og það þrátt fyrir að hann hafi líka talað um það að fallbaráttan væri of erfitt starf fyrir sig. Everton er aðeins rétt fyrir ofan fallsæti og sleppur ekki við fallbaráttuna í vetur ekki frekar en síðustu tímabil. Hinn 61 árs gamli Mourinho hefur stýrt Chelsea, Manchester United og Tottenham í ensku deildinni. Hann þekkir toppbaráttuna og efri hlutann vel en hefur litla sem enga reynslu af fallbaráttu. Það virðist þó vera lítil annað en vangaveltur að baki þess að veðbankar setji Mourinho sem líklegast eftirmann Dyche. David Ornstein hjá The Athletic segir að samkvæmt hans heimildum þá komi Mourinho ekki tl greina í starfið. 🚨 Jose Mourinho not in contention to take over as next Everton manager following departure of Sean Dyche today. Never a consideration for either 61yo Portuguese coach or new #EFC owners The Friedkin Group - having worked together at AS Roma @TheAthleticFC https://t.co/CFwGQh44mI— David Ornstein (@David_Ornstein) January 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Everton tók þá ákvörðun að reka Sean Dyche í dag aðeins þremur klukkutímum fyrir bikarleik liðsins. Dyche mætti á blaðamannafundinn fyrir leikinn og fréttirnar hafa því vakið nokkra furðu. En hvað með eftirmann hans? Nýir bandarískir eigendur hafa nú eignast félagið og ætla sér örugglega stóra hluti. Veðbankar voru líka fljótir til og þeir setja Portúgalann Jose Mourinho sem þann líklegasta til að taka við Everton. Would you want to see Jose Mourinho at Everton? 👀Leave your vote in the comments 👇 pic.twitter.com/YYVhV8GTRe— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 9, 2025 Lífið gengur ekki allt of vel hjá Mourinho í Tyrklandi þessa dagana og það vakti líka mikla athygli þegar hann grínaðist með það að hann vildi næst taka við liðið sem væri ekki í Evrópukeppni. Það er lítil hætta á því að Everton sé í Evrópukeppni enda hefur lífið á Goodison Park snúist um það síðustu ár að halda sæti sínu í deildinni. Ensku miðlarnir eru því farnir að orða Mourinho við starfið og það þrátt fyrir að hann hafi líka talað um það að fallbaráttan væri of erfitt starf fyrir sig. Everton er aðeins rétt fyrir ofan fallsæti og sleppur ekki við fallbaráttuna í vetur ekki frekar en síðustu tímabil. Hinn 61 árs gamli Mourinho hefur stýrt Chelsea, Manchester United og Tottenham í ensku deildinni. Hann þekkir toppbaráttuna og efri hlutann vel en hefur litla sem enga reynslu af fallbaráttu. Það virðist þó vera lítil annað en vangaveltur að baki þess að veðbankar setji Mourinho sem líklegast eftirmann Dyche. David Ornstein hjá The Athletic segir að samkvæmt hans heimildum þá komi Mourinho ekki tl greina í starfið. 🚨 Jose Mourinho not in contention to take over as next Everton manager following departure of Sean Dyche today. Never a consideration for either 61yo Portuguese coach or new #EFC owners The Friedkin Group - having worked together at AS Roma @TheAthleticFC https://t.co/CFwGQh44mI— David Ornstein (@David_Ornstein) January 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira