Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 15:47 Mikel Arteta vill að séð verði til þess að netníði á borð við það sem Havertz-hjónin urðu fyrir á sunnudag verði útrýmt. Getty/Neal Simpson Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, kallar eftir því að mun harðar verði tekið á netníði eins og því sem Sophia, eiginkona Kai Havertz, varð fyrir á sunnudaginn. Sophia birti á Instagram viðurstyggileg skilaboð sem hún fékk send á sunnudag, í kjölfar bikarleiks Arsenal og Manchester United, þar sem vítaspyrna Havertz var varin í sigri United í vítaspyrnukeppni. Í einum skilaboðunum var Sophiu, sem er ólétt, óskað fósturláts. „Þetta er ótrúlegt. Við verðum að gera eitthvað í þessu, því það hefur alvarlegar afleiðingar að sætta sig við þetta og þagga þetta niður. Þetta er eitthvað sem við verðum að útrýma,“ sagði Arteta þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi í dag, fyrir stórleikinn við Tottenham annað kvöld. 🚨 Mikel Arteta on Kai Havertz and the horrible, unacceptable abuse he/his partner suffered after the game. 👏🏻@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/CdXMyA2Qde— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2025 „Þetta er ekki svona í neinum öðrum atvinnugeira,“ sagði Arteta og rifjaði upp að þann 27. desember hefði Havertz skorað sigurmarkið í 1-0 sigri gegn Ipswich og allur leikvangurinn sungið gleðisöngva honum til heiðurs: „Þetta var fyrir tuttugu dögum. Hvert er sjónarhornið hérna? Við berum öll ábyrgð. Þið [blaðamenn] berið ábyrgð og allir bera ábyrgð á því hvernig þeir tala. Við getum ekki bent í aðra átt. Þetta er mjög alvarlegt mál og það hefur áhrif á hann, mig og alla í þessum geira. Við getum sætt okkur við ýmislegt og sagt að þetta sé grín en það eru ákveðin mörk. Það verður að draga línu í sandinn,“ sagði Arteta og bætti við: „Við eyðum miklu púðri í að skoða tæknina og hvað gæti komið næst í fótbolta. Það næsta í fótbolta er að svona lagað ætti að vera bannað. Að þetta geti ekki gerst.“ Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Sophia birti á Instagram viðurstyggileg skilaboð sem hún fékk send á sunnudag, í kjölfar bikarleiks Arsenal og Manchester United, þar sem vítaspyrna Havertz var varin í sigri United í vítaspyrnukeppni. Í einum skilaboðunum var Sophiu, sem er ólétt, óskað fósturláts. „Þetta er ótrúlegt. Við verðum að gera eitthvað í þessu, því það hefur alvarlegar afleiðingar að sætta sig við þetta og þagga þetta niður. Þetta er eitthvað sem við verðum að útrýma,“ sagði Arteta þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi í dag, fyrir stórleikinn við Tottenham annað kvöld. 🚨 Mikel Arteta on Kai Havertz and the horrible, unacceptable abuse he/his partner suffered after the game. 👏🏻@BeanymanSports 🎥 pic.twitter.com/CdXMyA2Qde— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2025 „Þetta er ekki svona í neinum öðrum atvinnugeira,“ sagði Arteta og rifjaði upp að þann 27. desember hefði Havertz skorað sigurmarkið í 1-0 sigri gegn Ipswich og allur leikvangurinn sungið gleðisöngva honum til heiðurs: „Þetta var fyrir tuttugu dögum. Hvert er sjónarhornið hérna? Við berum öll ábyrgð. Þið [blaðamenn] berið ábyrgð og allir bera ábyrgð á því hvernig þeir tala. Við getum ekki bent í aðra átt. Þetta er mjög alvarlegt mál og það hefur áhrif á hann, mig og alla í þessum geira. Við getum sætt okkur við ýmislegt og sagt að þetta sé grín en það eru ákveðin mörk. Það verður að draga línu í sandinn,“ sagði Arteta og bætti við: „Við eyðum miklu púðri í að skoða tæknina og hvað gæti komið næst í fótbolta. Það næsta í fótbolta er að svona lagað ætti að vera bannað. Að þetta geti ekki gerst.“
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira