„Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. janúar 2025 07:02 Helga segir að æðruleysið sem Agnes sýndi í veikindunum hafi verið aðdáunarvert, og svo sannarlega til eftirbreytni. Samsett Agnes Helga Maria Ferro var 28 ára gömul, ung móðir í blóma lífsins, þegar hún greindist með brjóstakrabbamein. Í kjölfarið tók við löng og erfið barátta sem átti eftir að standa yfir í átta ár. Baráttunni lauk þann 10.janúar síðastliðinn en þá lést Agnes, einungis 36 ára að aldri. Agnes tókst á við veikindin af einstöku æðruleysi, með húmorinn og lífsgleðina að vopni. Stofnaði ævintýrasjóð Díana Íris Guðmundsdóttir, ein af bestu vinkonum Agnesar ræddi við Vísi í febrúar á seinasta ári. Á þeim tíma var Agnes að gangast undir þriðju lyfjameðferðina og hafði sett á laggirnar sérstakan ævintýrasjóð fyrir sig og Alexander, son sinn sem þá var 13 ára. Markmiðið með sjóðnum var að gera þeim mæðginum kleift að búa til fallegar og ógleymanlegar minningar saman. Fram kom í greininni að Agnes hefði greinst með brjóstakrabbamein í nóvember árið 2017, þá einungis 28 ára gömul. Í kjölfarið tók við lyfjameðferð, svo brjóstnám og að lokum geislameðferð á herjum degi í fimm vikur. „Hún var svo á andhormónatöflum í fimm ár. Læknarnir töldu að það væri búið að vinna bug á meininu. En svo gerist það árið 2022 að hún fer að finna fyrir einkennum sem hún tengdi ekki við krabbamein í fyrstu. Í ágúst fann hún hnúð á hálsinum og vegna fyrri sögu var ákveðið að taka ástungu,“ sagði Díana í samtali við Vísi. Svo kom skellurinn. Agnes var greind með krabbamein á fjórða stigi. Í ljós kom að meinið hafði dreift sér víða um líkamann; í lungun, bein og lifur. Í kjölfarið gekkst Agnes aftur undir lyfjameðferð. Um það leyti sem Díana ræddi við Vísi var Agnes nýbyrjuð í þriðju lyfjameðferðinni sem var gífurlega stíf og krefjandi. Á þessum tíma var ómögulegt að segja til um batahorfurnar en fram kom að fjölskyldan stæði þétt saman og einblíndu þau á að njóta líðandi stundar. „Við erum öll í þessu saman. Og við tökumst á við þetta saman,“ sagði Díana. „Agnes sagði við mig á dögunum að hún væri núna byrjuð að finna kraftinn; kraftinn til að sigra þetta. Það er ótrúlega gott í svona aðstæðum að hafa eitthvað að stefna að. Hafa eitthvað til að hlakka til og til að dreifa huganum.“ Ósanngjarnt og óraunverulegt Síðastliðinn föstudag, 10. janúar lést Agnes, í faðmi vina og fjölskyldu. Helga Finnsdóttir frænka Agnesar birti hjartnæma færslu á facebook síðastliðinn mánudag þar sem hún minntist Agnesar. „Agnes barðist eins og ljón allan tímann og ætlaði sér að vinna þetta stríð fyrir sig og fyrir Alexander son sinn. Hún gerði bókstaflega allt til þess að ná bata. Ótal skurðaðgerðir, lyfjameðferðir, geislar, lyfjabrunnar, æðaleggir og hvað þetta heitir allt saman sem hún þurfti að ganga í gegnum. Hún tókst á við þetta óhugsandi stóra verkefni með húmorinn og lífsgleðina að vopni,“ ritar Helga í færslunni og bætir við á öðrum stað: „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna. Veikindi Agnesar kipptu undan henni fótunum og gat hún ekki unnið eins og hún vildi sem flugfreyja.“ Ótrúleg móðir „Hún var svo staðráðin í að sigrast á þessu, og þess vegna tókst henni líka að sannfæra okkur um það. Það koma aldrei neitt annað til greina, hún bara ætlaði sér að klára þetta verkefni,“ segir Helga í samtali við Vísi. Helga og Agnes eru systkinabörn og voru þær afar nánar. „Og á þessu seinasta ári vorum við duglegar að hittast og rækta tengslin enn meira, við tvær og líka frænkurnar og mömmurnar. Ég er mjög þakklát fyrir það í dag, það er ómetanlegt.“ Sem fyrr segir lætur Agnes eftir sig son, Alexander sem er 14 ára, en samband þeirra mæðgina var einstakt. „Hún var ótrúleg móðir, hún var mikill þátttakandi í lífi Alexanders og var alltaf svo mikill peppari. Hann gat alltaf treyst henni fyrir öllu og leitað til hennar með allt.“ Agnes barðist að sögn frænku sinnar „eins og ljón.“Aðsend Þakklát en hrædd Þann 31. desember síðastliðinn, á gamlársdag, birti Agnes pistil á facebook þar sem hún fór yfir það sem hún hafði gengið í gegnum á árinu 2024. Hún kvaðst vera þakklát fyrir að árið 2024 væri búið en sagðist jafnframt vera stressuð fyrir nýju ári. „Þetta var í raun í fyrsta skipti sem hún tjáði sig svona opinskátt um veikindin og hvað hún var að ganga í gegnum,“ segir Helga. „Ég hef verið með kvíðatilfinningu í maganum fyrir áramótum. Alveg frá því ég greindist með krabbamein nóvember 2016. Síðan þá þoli ég ekki óvissuna hvað nýja árið mun henda í mig. Ég hef átt góðar stundir með Alexander og fólkinu mínu… en ég hef bara ekki fengið að upplifa lífið eins og flest fólk á aldrinum 28-36 ára. Ég samgleðst fólkinu mínu sem upplifir draumana sína, en á sama tíma syrgi ég að fá ekki að upplifa það sama,“ ritaði Agnes í pistli sínum en hún tók einnig fram að einn af hápunktum ársins hefði verið að sjá son sinn fermast, og að hún væri þakklát fyrir stuðningsnetið hans. Agnes og Alexander voru einstaklega náin og samrýmd.Aðsend „Ég er líka þakklát fyrir að fólkið mitt hafi verið duglegt með að koma með Alexander til mín á LHS , því ég varð sífellt feimnari við hann, fannst stressandi ef við vorum bara tvö og fannst ég ómöguleg móðir því ég gat ekkert tekið þátt í lífinu hans.. sem dæmi hef ég ekki mætt á leik í meira en ár.“ Á öðrum stað í færslunni ritaði Agnes: „Ég hef barist fyrir lífi mínu hvern einasta dag, farið í lyfjameðferð sem virkaði ekki, aðra lyfjameðferð sem er vonandi að virka, farið í geisla, 2 skurðaðgerðir, legið inni á spítala í 3 mánuði og ekki vitað hvort ég myndi lifa það af, dáið næstum því 2x, öll endurhæfingin, að ógleymdum öllum rannsóknum og sprautustungum, búið hjá foreldrum mínum í rúma 2 mánuði, hef þurft aðstoð við allar athafnir dagslegs lífs… o.s.frv. Þetta ár hefur líka verið lifandi helvíti fyrir strákinn minn, fjölskyldu og vinkonur. Þau hafa þurft að halda fjölskyldufundi því það var tvísýnt hvorn veginn þetta færi, þau hafa tekið að sér hlutverk sem er ósanngjarnt gagnvart aðstandendum, þau hafa blásið í mig aftur lífi þegar ég hafði ekki orku, vilja, né tilgang til þess. Og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Á hverjum degi er ég þakklát fyrir líkamann minn og hvað hann hefur þolað, en á sama tíma hræðist ég líkamann minn rosalega mikið… hann hefur einnig svikið mig svo oft. “ Aðdáunarvert æðruleysi Helga hefur nú sett á laggirnar söfnun til að styðja við bakið á fjölskyldu Agnesar á þessum erfiðu tímum. Söfnunarféð mun hjálpa þeim að standa straum af útfararkostnaðinum en Helga tekur fram að ef eitthvað verði afgangs þá muni það renna beint til Alexanders, eftirlifandi sonar Agnesar „sem þarf núna að fullorðnast fljótt og taka ákvarðanir sem ekkert fjórtán ára barn ætti að taka.“ Hún segir að æðruleysið sem frænka hennar sýndi í gegnum allt saman hafi verið aðdáunarvert, og svo sannarlega til eftirbreytni. „Hún bar sig alltaf svo rosalega vel og hún var ekki upptekin af því að vera veik, hún festist aldrei í því hlutverki að vera sjúklingur. Hún vildi allt fyrir alla gera, með sitt fallega bros og alltaf svo glöð og góð. Ég held að við getum öll dregið mikinn lærdóm af henni, hvernig hún tókst á við þessar aðstæður og gafst aldrei upp, alveg sama hvað.“ Þeim sem vilja styðja við bakið á fjölskyldu Agnesar er bent á neðangreindan reikning, sem er á nafni Jóhönnu móður Agnesar: Reikningsnúmer 0511-14-079812 Kennitala 110765-5419 Heilbrigðismál Ástin og lífið Krabbamein Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Lífið samstarf Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Fleiri fréttir Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Sjá meira
Agnes tókst á við veikindin af einstöku æðruleysi, með húmorinn og lífsgleðina að vopni. Stofnaði ævintýrasjóð Díana Íris Guðmundsdóttir, ein af bestu vinkonum Agnesar ræddi við Vísi í febrúar á seinasta ári. Á þeim tíma var Agnes að gangast undir þriðju lyfjameðferðina og hafði sett á laggirnar sérstakan ævintýrasjóð fyrir sig og Alexander, son sinn sem þá var 13 ára. Markmiðið með sjóðnum var að gera þeim mæðginum kleift að búa til fallegar og ógleymanlegar minningar saman. Fram kom í greininni að Agnes hefði greinst með brjóstakrabbamein í nóvember árið 2017, þá einungis 28 ára gömul. Í kjölfarið tók við lyfjameðferð, svo brjóstnám og að lokum geislameðferð á herjum degi í fimm vikur. „Hún var svo á andhormónatöflum í fimm ár. Læknarnir töldu að það væri búið að vinna bug á meininu. En svo gerist það árið 2022 að hún fer að finna fyrir einkennum sem hún tengdi ekki við krabbamein í fyrstu. Í ágúst fann hún hnúð á hálsinum og vegna fyrri sögu var ákveðið að taka ástungu,“ sagði Díana í samtali við Vísi. Svo kom skellurinn. Agnes var greind með krabbamein á fjórða stigi. Í ljós kom að meinið hafði dreift sér víða um líkamann; í lungun, bein og lifur. Í kjölfarið gekkst Agnes aftur undir lyfjameðferð. Um það leyti sem Díana ræddi við Vísi var Agnes nýbyrjuð í þriðju lyfjameðferðinni sem var gífurlega stíf og krefjandi. Á þessum tíma var ómögulegt að segja til um batahorfurnar en fram kom að fjölskyldan stæði þétt saman og einblíndu þau á að njóta líðandi stundar. „Við erum öll í þessu saman. Og við tökumst á við þetta saman,“ sagði Díana. „Agnes sagði við mig á dögunum að hún væri núna byrjuð að finna kraftinn; kraftinn til að sigra þetta. Það er ótrúlega gott í svona aðstæðum að hafa eitthvað að stefna að. Hafa eitthvað til að hlakka til og til að dreifa huganum.“ Ósanngjarnt og óraunverulegt Síðastliðinn föstudag, 10. janúar lést Agnes, í faðmi vina og fjölskyldu. Helga Finnsdóttir frænka Agnesar birti hjartnæma færslu á facebook síðastliðinn mánudag þar sem hún minntist Agnesar. „Agnes barðist eins og ljón allan tímann og ætlaði sér að vinna þetta stríð fyrir sig og fyrir Alexander son sinn. Hún gerði bókstaflega allt til þess að ná bata. Ótal skurðaðgerðir, lyfjameðferðir, geislar, lyfjabrunnar, æðaleggir og hvað þetta heitir allt saman sem hún þurfti að ganga í gegnum. Hún tókst á við þetta óhugsandi stóra verkefni með húmorinn og lífsgleðina að vopni,“ ritar Helga í færslunni og bætir við á öðrum stað: „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna. Veikindi Agnesar kipptu undan henni fótunum og gat hún ekki unnið eins og hún vildi sem flugfreyja.“ Ótrúleg móðir „Hún var svo staðráðin í að sigrast á þessu, og þess vegna tókst henni líka að sannfæra okkur um það. Það koma aldrei neitt annað til greina, hún bara ætlaði sér að klára þetta verkefni,“ segir Helga í samtali við Vísi. Helga og Agnes eru systkinabörn og voru þær afar nánar. „Og á þessu seinasta ári vorum við duglegar að hittast og rækta tengslin enn meira, við tvær og líka frænkurnar og mömmurnar. Ég er mjög þakklát fyrir það í dag, það er ómetanlegt.“ Sem fyrr segir lætur Agnes eftir sig son, Alexander sem er 14 ára, en samband þeirra mæðgina var einstakt. „Hún var ótrúleg móðir, hún var mikill þátttakandi í lífi Alexanders og var alltaf svo mikill peppari. Hann gat alltaf treyst henni fyrir öllu og leitað til hennar með allt.“ Agnes barðist að sögn frænku sinnar „eins og ljón.“Aðsend Þakklát en hrædd Þann 31. desember síðastliðinn, á gamlársdag, birti Agnes pistil á facebook þar sem hún fór yfir það sem hún hafði gengið í gegnum á árinu 2024. Hún kvaðst vera þakklát fyrir að árið 2024 væri búið en sagðist jafnframt vera stressuð fyrir nýju ári. „Þetta var í raun í fyrsta skipti sem hún tjáði sig svona opinskátt um veikindin og hvað hún var að ganga í gegnum,“ segir Helga. „Ég hef verið með kvíðatilfinningu í maganum fyrir áramótum. Alveg frá því ég greindist með krabbamein nóvember 2016. Síðan þá þoli ég ekki óvissuna hvað nýja árið mun henda í mig. Ég hef átt góðar stundir með Alexander og fólkinu mínu… en ég hef bara ekki fengið að upplifa lífið eins og flest fólk á aldrinum 28-36 ára. Ég samgleðst fólkinu mínu sem upplifir draumana sína, en á sama tíma syrgi ég að fá ekki að upplifa það sama,“ ritaði Agnes í pistli sínum en hún tók einnig fram að einn af hápunktum ársins hefði verið að sjá son sinn fermast, og að hún væri þakklát fyrir stuðningsnetið hans. Agnes og Alexander voru einstaklega náin og samrýmd.Aðsend „Ég er líka þakklát fyrir að fólkið mitt hafi verið duglegt með að koma með Alexander til mín á LHS , því ég varð sífellt feimnari við hann, fannst stressandi ef við vorum bara tvö og fannst ég ómöguleg móðir því ég gat ekkert tekið þátt í lífinu hans.. sem dæmi hef ég ekki mætt á leik í meira en ár.“ Á öðrum stað í færslunni ritaði Agnes: „Ég hef barist fyrir lífi mínu hvern einasta dag, farið í lyfjameðferð sem virkaði ekki, aðra lyfjameðferð sem er vonandi að virka, farið í geisla, 2 skurðaðgerðir, legið inni á spítala í 3 mánuði og ekki vitað hvort ég myndi lifa það af, dáið næstum því 2x, öll endurhæfingin, að ógleymdum öllum rannsóknum og sprautustungum, búið hjá foreldrum mínum í rúma 2 mánuði, hef þurft aðstoð við allar athafnir dagslegs lífs… o.s.frv. Þetta ár hefur líka verið lifandi helvíti fyrir strákinn minn, fjölskyldu og vinkonur. Þau hafa þurft að halda fjölskyldufundi því það var tvísýnt hvorn veginn þetta færi, þau hafa tekið að sér hlutverk sem er ósanngjarnt gagnvart aðstandendum, þau hafa blásið í mig aftur lífi þegar ég hafði ekki orku, vilja, né tilgang til þess. Og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Á hverjum degi er ég þakklát fyrir líkamann minn og hvað hann hefur þolað, en á sama tíma hræðist ég líkamann minn rosalega mikið… hann hefur einnig svikið mig svo oft. “ Aðdáunarvert æðruleysi Helga hefur nú sett á laggirnar söfnun til að styðja við bakið á fjölskyldu Agnesar á þessum erfiðu tímum. Söfnunarféð mun hjálpa þeim að standa straum af útfararkostnaðinum en Helga tekur fram að ef eitthvað verði afgangs þá muni það renna beint til Alexanders, eftirlifandi sonar Agnesar „sem þarf núna að fullorðnast fljótt og taka ákvarðanir sem ekkert fjórtán ára barn ætti að taka.“ Hún segir að æðruleysið sem frænka hennar sýndi í gegnum allt saman hafi verið aðdáunarvert, og svo sannarlega til eftirbreytni. „Hún bar sig alltaf svo rosalega vel og hún var ekki upptekin af því að vera veik, hún festist aldrei í því hlutverki að vera sjúklingur. Hún vildi allt fyrir alla gera, með sitt fallega bros og alltaf svo glöð og góð. Ég held að við getum öll dregið mikinn lærdóm af henni, hvernig hún tókst á við þessar aðstæður og gafst aldrei upp, alveg sama hvað.“ Þeim sem vilja styðja við bakið á fjölskyldu Agnesar er bent á neðangreindan reikning, sem er á nafni Jóhönnu móður Agnesar: Reikningsnúmer 0511-14-079812 Kennitala 110765-5419
Heilbrigðismál Ástin og lífið Krabbamein Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Lífið samstarf Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Fleiri fréttir Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Sjá meira