Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 14:26 Þær Bermuda, Shudu, Aitana og Imma eru allar gríðarlega vinsælar á samfélagsmiðlum. Þær eru allar með nokkur hundruð þúsund fylgjendur á Instagram en engin þeirra er til í alvörunni. Instagram Nýir og öðruvísi áhrifavaldar hafa rutt sér til rúms á samfélagsmiðlum og eru dæmi um að þeir þéni töluvert þrátt fyrir að vera ekki til í alvörunni. Sérfræðingur segir áhrifavaldana eiga sér jákvæðar og neikvæðar hliðar. Aitana Lopez er fyrirsæta búsett í Barcelona og elskar að ferðast og fara í ræktina. Samkvæmt nýlegri umfjöllun Euronews þénar hún allt að um eina og hálfa milljón króna á mánuði í gegnum samfélagsmiðla. Aitana er hins vegar ekki raunveruleg, heldur sköpuð af gervigreind. View this post on Instagram A post shared by Aitana Lopez✨| Virtual Soul (@fit_aitana) Internetið er stútfullt af alls konar gervigreindartólum sem meðal annars er hægt að nýta til að búa til svokallaða gervigreindaráhrifavalda, fyrirbæri sem virðast njóta vaxandi vinsælda. Skúli Bragi Geirdal er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. Fyrirbærið er honum ekki ókunnugt en hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn, ungmenni og aðra um samfélagsmiðla og gervigreind og hvernig skal umgangast slíka tækni. „Svona áhrifavalda get ég auðvitað notað til þess að auglýsa mína vöru og þetta einfaldar mér lífið af því að svona áhrifavaldur er mjög meðfærilegur, ég stýri öllu sem þessi áhrifavaldur segir,“ sagði Skúli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Meta opnar flóðgáttar fyrir samfélagsmiðlareikninga skapaða af gervigreind“ segir í umfjöllun Forbes um áhrifavaldana á dögunum, en ljóst þykir að þetta fyrirbæri sé komið til að vera. Þótt þessi tækni geti nýst í góðum og heiðarlegum tilgangi, geta gervivaldarnir einnig vakið ýmsar siðferðislegar spurningar að sögn Skúla. „Núna erum við komin upp á næsta stig í óraunhæfum samanburði. Af því að þessir áhrifavaldar, það er ekki einu sinni eitt hár á þeirra höfði sem er raunverulegt lengur. Þannig að hérna erum við komin fram úr því að vera bara með myndir sem er búið að setja á filter eða breyta með fótósjoppi, hér erum við komin með áhrifavalda sem eru á allan hátt fullkomnir. Búið að taka út alla ágalla,“ segir Skúli. Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Gervigreind Mest lesið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fleiri fréttir Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Sjá meira
Aitana Lopez er fyrirsæta búsett í Barcelona og elskar að ferðast og fara í ræktina. Samkvæmt nýlegri umfjöllun Euronews þénar hún allt að um eina og hálfa milljón króna á mánuði í gegnum samfélagsmiðla. Aitana er hins vegar ekki raunveruleg, heldur sköpuð af gervigreind. View this post on Instagram A post shared by Aitana Lopez✨| Virtual Soul (@fit_aitana) Internetið er stútfullt af alls konar gervigreindartólum sem meðal annars er hægt að nýta til að búa til svokallaða gervigreindaráhrifavalda, fyrirbæri sem virðast njóta vaxandi vinsælda. Skúli Bragi Geirdal er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. Fyrirbærið er honum ekki ókunnugt en hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn, ungmenni og aðra um samfélagsmiðla og gervigreind og hvernig skal umgangast slíka tækni. „Svona áhrifavalda get ég auðvitað notað til þess að auglýsa mína vöru og þetta einfaldar mér lífið af því að svona áhrifavaldur er mjög meðfærilegur, ég stýri öllu sem þessi áhrifavaldur segir,“ sagði Skúli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Meta opnar flóðgáttar fyrir samfélagsmiðlareikninga skapaða af gervigreind“ segir í umfjöllun Forbes um áhrifavaldana á dögunum, en ljóst þykir að þetta fyrirbæri sé komið til að vera. Þótt þessi tækni geti nýst í góðum og heiðarlegum tilgangi, geta gervivaldarnir einnig vakið ýmsar siðferðislegar spurningar að sögn Skúla. „Núna erum við komin upp á næsta stig í óraunhæfum samanburði. Af því að þessir áhrifavaldar, það er ekki einu sinni eitt hár á þeirra höfði sem er raunverulegt lengur. Þannig að hérna erum við komin fram úr því að vera bara með myndir sem er búið að setja á filter eða breyta með fótósjoppi, hér erum við komin með áhrifavalda sem eru á allan hátt fullkomnir. Búið að taka út alla ágalla,“ segir Skúli.
Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Gervigreind Mest lesið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fleiri fréttir Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Sjá meira