Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2025 18:31 Leikmenn Arsenal mótmæltu rauða spjaldinu harðlega en Michael Oliver lét sér fátt um finnast. Vísir/Getty Ákvörðun dómara í leik Arsenal og Wolves að reka Myles Lewis-Skelly af velli hefur fengið mikla gagnrýni. Sérfræðingur Sky Sports segir VAR-dómara ekki hafa þorað að snúa ákvörðun Michael Oliver við. Arsenal vann torsóttan 1-0 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Riccardo Calafiori skoraði sigurmarkið skömmu eftir að Joao Gomes fékk rautt spjald í liði Wolves. Fyrr í leiknum fékk hinn ungi Myles Lewis-Skelly leikmaður Arsenal rautt spjald og sú ákvörðun dómarans Michael Oliver hefur mikið verið rædd eftir leik. Lewis-Skelly fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Matt Doherty nálægt vítateig Wolves og voru flestir sem horfðu á leikinn gapandi hissa þegar Oliver tók upp rauða spjaldið. Ekki síst eftir að myndbandsdómarinn Darren England tilkynnti að dómurinn stæði óhaggaður þar sem Lewis-Skelly hafði sýnt „alvarlega grófan leik“. Dermot Gallagher, fyrrum dómari og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, er ekki sammála þessu mati fyrrum kollega sinna. „Mér finnst hann vera að stoppa efnilega skyndisókn. Það er mín skoðun og aðrir dómarar sjá atvikið öðrum augum,“ sagði Gallagher en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 1992-2007. „Lewis-Skelly sér að Doherty er að komast af stað og forgangur hans er að stoppa hann snöggt og hann setur fótinn út. Þetta er ásetningur en ekki rautt spjald.“ „Teymið brást dómaranum“ Gallagher segir dóminn þó ekki eins slæman og flestir telja. „Þetta er ekki versta ákvörðun í heimi. Michael Oliver er að því að hann fari niður á hásinina hans. Ef það er það sem hann telur, þá er dómurum sagt að fari leikmaður með takkana niður á hásinar andstæðings þá sé það rautt spjald.“ „Fyrir mér, mér finnst þetta vera gult spjald fyrir að stoppa skyndisókn. Er þetta gróft? Er þetta illgjarnt? Ég held ekki.“ Myles Lewis-Skelly var steinhissa þegar Oliver lyfti rauða spjaldinu.Vísir/Getty Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, er sammála Gallagher um að brotið hafi ekki verðskuldað rautt spjald. „Ég held að þetta hafi verið röng ákvörðun. Þetta er spark í öklann meira en eitthvað annað. Þetta er ásetningsbrot, taktískt brot og eitthvað sem hann veit að hann þarf að gera til að stoppa sóknina. En það var engin illgirni í þessu.“ „Hann fer aðeins með takkana í hann en hann traðkar ekki á honum.“ Warnock hefur áhyggjur af viðbrögðum myndbandsdómara en Darren England var í VAR-herberginu á leiknum. Hann hefur áður komist í fréttirnar fyrir frammistöðu sína þar en hann var myndbandsdómari þegar mark Luis Diaz var dæmt af vegna samskiptaleysis dómarateymisins í leik Liverpool gegn Tottenham á síðustu leiktíð. „Stóra málið fyrir mér er af hverju VAR greip ekki inn í og af hverju þeir sögðu honum ekki að kíkja í skjáinn. Fyrir mér brást teymið dómaranum.“ „Michael Oliver er okkar besti dómari. VAR vildi ekki snúa þessum dómi við því hann er aðalmaðurinn og ég held að það sé ennþá einhver svoleiðis vitleysa í gangi. Það er ennþá verið að tala um þessa goggunarröð.“ Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Sjá meira
Arsenal vann torsóttan 1-0 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Riccardo Calafiori skoraði sigurmarkið skömmu eftir að Joao Gomes fékk rautt spjald í liði Wolves. Fyrr í leiknum fékk hinn ungi Myles Lewis-Skelly leikmaður Arsenal rautt spjald og sú ákvörðun dómarans Michael Oliver hefur mikið verið rædd eftir leik. Lewis-Skelly fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Matt Doherty nálægt vítateig Wolves og voru flestir sem horfðu á leikinn gapandi hissa þegar Oliver tók upp rauða spjaldið. Ekki síst eftir að myndbandsdómarinn Darren England tilkynnti að dómurinn stæði óhaggaður þar sem Lewis-Skelly hafði sýnt „alvarlega grófan leik“. Dermot Gallagher, fyrrum dómari og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, er ekki sammála þessu mati fyrrum kollega sinna. „Mér finnst hann vera að stoppa efnilega skyndisókn. Það er mín skoðun og aðrir dómarar sjá atvikið öðrum augum,“ sagði Gallagher en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 1992-2007. „Lewis-Skelly sér að Doherty er að komast af stað og forgangur hans er að stoppa hann snöggt og hann setur fótinn út. Þetta er ásetningur en ekki rautt spjald.“ „Teymið brást dómaranum“ Gallagher segir dóminn þó ekki eins slæman og flestir telja. „Þetta er ekki versta ákvörðun í heimi. Michael Oliver er að því að hann fari niður á hásinina hans. Ef það er það sem hann telur, þá er dómurum sagt að fari leikmaður með takkana niður á hásinar andstæðings þá sé það rautt spjald.“ „Fyrir mér, mér finnst þetta vera gult spjald fyrir að stoppa skyndisókn. Er þetta gróft? Er þetta illgjarnt? Ég held ekki.“ Myles Lewis-Skelly var steinhissa þegar Oliver lyfti rauða spjaldinu.Vísir/Getty Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, er sammála Gallagher um að brotið hafi ekki verðskuldað rautt spjald. „Ég held að þetta hafi verið röng ákvörðun. Þetta er spark í öklann meira en eitthvað annað. Þetta er ásetningsbrot, taktískt brot og eitthvað sem hann veit að hann þarf að gera til að stoppa sóknina. En það var engin illgirni í þessu.“ „Hann fer aðeins með takkana í hann en hann traðkar ekki á honum.“ Warnock hefur áhyggjur af viðbrögðum myndbandsdómara en Darren England var í VAR-herberginu á leiknum. Hann hefur áður komist í fréttirnar fyrir frammistöðu sína þar en hann var myndbandsdómari þegar mark Luis Diaz var dæmt af vegna samskiptaleysis dómarateymisins í leik Liverpool gegn Tottenham á síðustu leiktíð. „Stóra málið fyrir mér er af hverju VAR greip ekki inn í og af hverju þeir sögðu honum ekki að kíkja í skjáinn. Fyrir mér brást teymið dómaranum.“ „Michael Oliver er okkar besti dómari. VAR vildi ekki snúa þessum dómi við því hann er aðalmaðurinn og ég held að það sé ennþá einhver svoleiðis vitleysa í gangi. Það er ennþá verið að tala um þessa goggunarröð.“
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Sjá meira