Newcastle lét draum Víkings rætast Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 09:00 Víkingur Ólafsson birti myndir af sér á heimavelli Newcastle þar sem hann sá Anthony Gordon og félaga tryggja sér sæti í úrslitaleik. Instagram/@vikingurolafsson og Getty „Hvílíkt kvöld í Newcastle!“ skrifaði Grammy-verðlaunahafinn Víkingur Heiðar Ólafsson á Instagram eftir að hafa verið sérstakur gestur á leik Newcastle og Arsenal í enska deildabikarnum í gærkvöld. Þar með rættist gamall draumur píanóleikarans. Víkingur segir frá því á Instagram að hann hafi elskað og dáð lið Newcastle frá 11 ára aldri. Kvöldið hafi því verið algjörlega dásamlegt en hann fékk að sjá Newcastle vinna 2-0 sigur og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Wembley, með samtals 4-0 sigri í einvíginu. Víkingur fékk höfðinglegar móttökur á St James‘ Park og komst í návígi við stjörnur Newcastle-liðsins alveg við völlinn, auk þess sem hann fékk góðar veitingar og þá fékk Grammy-verðlaunahafinn kort með meðal annars íslensku orðunum: „Mikið til hamingju!“ „Takk @nufc fyrir að bjóða mér á þennan goðsagnakennda leik og fyrir að taka svona höfðinglega á móti okkur,“ skrifar Víkingur á Instagram. Hann er staddur í Newcastle vegna tónleika í The Glasshouse í kvöld, með Konunglegu norrænu sinfóníuhljómsveitinni sem Dinis Sousa stýrir. Þeir Víkingur og Sousa voru saman á leiknum í gær. View this post on Instagram A post shared by Víkingur Ólafsson (@vikingurolafsson) „Þetta var alveg dásamlegt kvöld, æskudraumur að rætast því ég hef fylgst með og dáð þetta lið síðan ég var 11 ára. Það að vinna Arsenal með svona fumlausum hætti og komast í úrslitaleikinn var bara með ólíkindum og ég mun aldrei gleyma hávaðanum á leikvanginum,“ skrifar Víkingur, í lauslegri þýðingu, og bætir við að þetta hafi verið skemmtilegur forleikur að tónleikunum í kvöld. Víkingur sá Jacob Murphy koma Newcastle yfir á 20. mínútu gegn Arsenal í gær, og Anthony Gordon bætti við öðru eftir mistök Arsenal-manna snemma í seinni hálfleik. Newcastle mætir annað hvort Liverpool og Tottenham á Wembley en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld. Enski boltinn Tengdar fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. 3. febrúar 2025 14:32 Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Víkingur segir frá því á Instagram að hann hafi elskað og dáð lið Newcastle frá 11 ára aldri. Kvöldið hafi því verið algjörlega dásamlegt en hann fékk að sjá Newcastle vinna 2-0 sigur og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Wembley, með samtals 4-0 sigri í einvíginu. Víkingur fékk höfðinglegar móttökur á St James‘ Park og komst í návígi við stjörnur Newcastle-liðsins alveg við völlinn, auk þess sem hann fékk góðar veitingar og þá fékk Grammy-verðlaunahafinn kort með meðal annars íslensku orðunum: „Mikið til hamingju!“ „Takk @nufc fyrir að bjóða mér á þennan goðsagnakennda leik og fyrir að taka svona höfðinglega á móti okkur,“ skrifar Víkingur á Instagram. Hann er staddur í Newcastle vegna tónleika í The Glasshouse í kvöld, með Konunglegu norrænu sinfóníuhljómsveitinni sem Dinis Sousa stýrir. Þeir Víkingur og Sousa voru saman á leiknum í gær. View this post on Instagram A post shared by Víkingur Ólafsson (@vikingurolafsson) „Þetta var alveg dásamlegt kvöld, æskudraumur að rætast því ég hef fylgst með og dáð þetta lið síðan ég var 11 ára. Það að vinna Arsenal með svona fumlausum hætti og komast í úrslitaleikinn var bara með ólíkindum og ég mun aldrei gleyma hávaðanum á leikvanginum,“ skrifar Víkingur, í lauslegri þýðingu, og bætir við að þetta hafi verið skemmtilegur forleikur að tónleikunum í kvöld. Víkingur sá Jacob Murphy koma Newcastle yfir á 20. mínútu gegn Arsenal í gær, og Anthony Gordon bætti við öðru eftir mistök Arsenal-manna snemma í seinni hálfleik. Newcastle mætir annað hvort Liverpool og Tottenham á Wembley en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld.
Enski boltinn Tengdar fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. 3. febrúar 2025 14:32 Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. 3. febrúar 2025 14:32
Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54