Enski boltinn

Tví­burar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“

Sindri Sverrisson skrifar
Sessegnon-tvíburarnir ólust upp hjá Fulham en núna spilar Steven með Wigan.
Sessegnon-tvíburarnir ólust upp hjá Fulham en núna spilar Steven með Wigan. Twitter

Það verður tvíburaslagur í elstu fótboltakeppni heims, ensku bikarkeppninni, á morgun þegar Wigan og Fulham mætast í fjórðu umferð keppninnar.

Steven og Ryan Sessegnon ólust upp hjá Fulham og voru liðsfélagar í um tíu ár en nú munu þessir 24 ára gömlu tvíburar að öllum líkindum mætast.

„Þetta verður mjög skrýtið,“ segir vinstri bakvörðurinn Steven sem er um það bil 25 mínútum eldri en Ryan.

„Ryan er tvíburabróðir minn og leikurinn er gegn mínu gamla félagi. Þetta verður spennandi fyrir alla fjölskylduna,“ segir Steven við BBC.

Foreldrarnir nógu stressaðir við að sjá annan spila

Eldri bræðurnir Chris, Yannick og Richie munu allir mæta á leikinn en foreldrarnir, Bridgette og Desire, verða ekki á svæðinu.

„Mamma og pabbi verða nógu stressuð við að horfa á annan okkar spila. Ég held að þau muni ekki höndla það að sjá okkur báða á vellinum á sama tíma,“ segir Steven.

Steven er á sinni annarri leiktíð með Wigan en Ryan var seldur frá Fulham til Tottenham árið 2019, fyrir 25 milljónir punda, en sneri svo aftur til Fulham síðasta sumar.

Eins og fyrr segir eru þeir uppaldir hjá Fulham og þeir höfðu báðir spilað fyrir aðallið félagsins áður en þeir náðu 18 ára aldri þann 18. maí 2018.

Ef þeir fá báðir að spila á morgun verður það í fyrsta sinn sem tvíburarnir mætast á fótboltavellinum. Ryan hefur þó verið í litlu hlutverki hjá Fulham í vetur en spilað bikarleiki, og Steven spilaði síðast 4. janúar vegna hnémeiðsla en er mættur aftur til æfinga og verður í hópnum á morgun.

Leikur Fulham og Wigan verður ekki sýndur hér á landi en fjöldi bikarleikja er þó á dagskrá á Vodafone Sport um helgina eins og sjá má í töflunni hér að neðan.

07. feb.

19:50

Man. Utd. - Leicester

FA Cup

08. feb.

12:10

Leeds - Millwall

FA Cup

08. feb.

14:55

Everton - Bournemouth

FA Cup

08. feb.

17:40

Birmingham - Newcastle

FA Cup

08. feb.

19:55

Brighton - Chelsea

FA Cup

09. feb.

12:25

Blackburn - Wolves

FA Cup

09. feb.

14:55

Plymouth - Liverpool

FA Cup

09. feb.

17:30

Aston Villa - Tottenham

FA Cup

10. feb.

19:40

Doncaster - Crystal Palace

FA Cup






Fleiri fréttir

Sjá meira


×