Enski boltinn

Crystal Palace ekki í miklum vand­ræðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Devenny fagnar marki sínu fyrir Crystal Palace í enska bikarnum í kvöld.
Justin Devenny fagnar marki sínu fyrir Crystal Palace í enska bikarnum í kvöld. Getty/Alex Livesey

Enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace komst í kvöld í sextán liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir útisigur á D-deildarliði Doncaster Rovers.

Crystal Palace vann leikinn 2-0 eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik.

Með sigrinum tryggði Palace sér leik á móti B-deildarliði Millwall í næstu umferð.

Daniel Munoz skoraði fyrra markið af stuttu færi á 32. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Doncaster Rovers byrjuðu seinni hálfleikinn vel og ógnuðu aðeins framan af hálfleiknum. Þeir náðu hins vegar ekki að skora og Palace tók síðan aftur völdin.

Hinn 21 árs gamli Justin Devenny bætti síðan við öðru marki Palace á 55. mínútu með því að lyfta boltanum laglega yfir markvörðinn. Hann hafði skömmu áður klúðrað dauðafæri en bætti fyrir það.

Síðasti leikur 32 liða úrslitanna fer fram annað kvöld þegar C-deildarlið Exeter City tekur á móti Nottingham Forest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×