Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 11:45 Arne Slot sagði eitthvað ósæmilegt við Michael Oliver í gærkvöld og uppskar rautt spjald. Getty/Carl Recine Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fær ekki að stýra liðinu frá hliðarlínunni í næstu tveimur leikjum, eftir rauða spjaldið sem hann fékk eftir grannaslaginn við Everton í gærkvöld. Talsverð læti brutust út við lokaflautið eftir dramatískt 2-2 jafntefli í síðasta grannaslagnum á Goodison Park í gærkvöld. Curtis Jones og Abdoulaye Doucouré uppskáru báðir rautt spjald og það gerðu einnig Arne Slot og aðstoðarmaður hans, Sipke Hulschoff. Einhverjir töldu að Slot hefði fengið rautt spjald fyrir að taka of kröftuglega í hönd dómarans Michael Oliver eftir leik en samkvæmt tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar fékk hann rauða spjaldið fyrir móðgandi orð sem hann lét falla í garð Olivers. Another angle of Arne Slot's red card tonight...What did he say to Michael Oliver 🤝 pic.twitter.com/qzR376WKUw— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 12, 2025 Má tala við leikmenn í klefanum fyrir leik og í hálfleik Slot tekur út sitt bann gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa þremur dögum síðar. En hvað þýðir bann hjá knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni? Svo virðist sem reglurnar séu alls ekki eins strangar og þær eru orðnar á Íslandi. Mirror segir frá því að Slot megi ræða við leikmenn sína í búningsklefanum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann má fylgjast með úr stúkunni og jafnvel vera í símasambandi við Johnny Heitinga eða einhvern annan tengilið á varamannabekk Liverpool. Ekki í boði á Íslandi Þetta mætti Slot ekki samkvæmt reglum KSÍ sem voru uppfærðar á síðasta ári, í kjölfar þess að Arnar Gunnlaugsson þáverandi þjálfari Víkings slapp við frekari refsingu þrátt fyrir að viðurkenna að hann hefði verið í símasambandi við aðstoðarmenn sína þegar hann var í leikbanni. Í reglum Knattspyrnusambands Íslands segir nú: Þjálfari, starfsmaður eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik. Frá þeim tíma og á meðan leik stendur er viðkomandi þjálfara, starfsmanni eða forystumanni; a) óheimilt að vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem viðkomandi getur verið í tengslum við lið sitt, og b) óheimilt að vera í samskiptum við eða hafa samband við einstaklinga tengdum leik, sér í lagi leikmenn og starfsfólk liðsins. Eftir leik er þjálfara, starfsmanni eða forystumanni í leikbanni óheimilt að taka þátt í blaðamannafundi eða hvers konar fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við leik sem leikbannið tekur til. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Talsverð læti brutust út við lokaflautið eftir dramatískt 2-2 jafntefli í síðasta grannaslagnum á Goodison Park í gærkvöld. Curtis Jones og Abdoulaye Doucouré uppskáru báðir rautt spjald og það gerðu einnig Arne Slot og aðstoðarmaður hans, Sipke Hulschoff. Einhverjir töldu að Slot hefði fengið rautt spjald fyrir að taka of kröftuglega í hönd dómarans Michael Oliver eftir leik en samkvæmt tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar fékk hann rauða spjaldið fyrir móðgandi orð sem hann lét falla í garð Olivers. Another angle of Arne Slot's red card tonight...What did he say to Michael Oliver 🤝 pic.twitter.com/qzR376WKUw— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 12, 2025 Má tala við leikmenn í klefanum fyrir leik og í hálfleik Slot tekur út sitt bann gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa þremur dögum síðar. En hvað þýðir bann hjá knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni? Svo virðist sem reglurnar séu alls ekki eins strangar og þær eru orðnar á Íslandi. Mirror segir frá því að Slot megi ræða við leikmenn sína í búningsklefanum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann má fylgjast með úr stúkunni og jafnvel vera í símasambandi við Johnny Heitinga eða einhvern annan tengilið á varamannabekk Liverpool. Ekki í boði á Íslandi Þetta mætti Slot ekki samkvæmt reglum KSÍ sem voru uppfærðar á síðasta ári, í kjölfar þess að Arnar Gunnlaugsson þáverandi þjálfari Víkings slapp við frekari refsingu þrátt fyrir að viðurkenna að hann hefði verið í símasambandi við aðstoðarmenn sína þegar hann var í leikbanni. Í reglum Knattspyrnusambands Íslands segir nú: Þjálfari, starfsmaður eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik. Frá þeim tíma og á meðan leik stendur er viðkomandi þjálfara, starfsmanni eða forystumanni; a) óheimilt að vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem viðkomandi getur verið í tengslum við lið sitt, og b) óheimilt að vera í samskiptum við eða hafa samband við einstaklinga tengdum leik, sér í lagi leikmenn og starfsfólk liðsins. Eftir leik er þjálfara, starfsmanni eða forystumanni í leikbanni óheimilt að taka þátt í blaðamannafundi eða hvers konar fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við leik sem leikbannið tekur til.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira