Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Bjarki Sigurðsson skrifar 19. febrúar 2025 19:24 Fréttamaður var ekki alveg viss með bragðið til að byrja með og gefur grettan ekki endilega bestu sýnina á hvað honum fannst. Vísir Nammigrísir landsins eru óðir í nýtt súkkulaðistykki sem selst upp í verslunum á örfáum klukkustundum. En er þetta súkkulaði virkilega svona gott? Súkkulaðiæði hefur tekið yfir þjóðina undanfarnar vikur. Svokallað Dúbaí-súkkulaði selst upp í verslunum út um allt land og bíður fólk í ofvæni eftir næstu sendingum. Súkkulaðið er fyllt með pistasíukremi og knafeh.Vísir/Ívar Fannar Súkkulaðið sjálft er eins og nafnið gefur til kynna frá Dúbaí. Þetta er venjulegt súkkulaðistykki, fyllt með pistasíukremi og knafeh, sem er sígildur arabískur eftirréttur sem á uppruna sinn að rekja til Palestínu. Stykkið fór fyrst í verslanir erlendis árið 2021 og árið 2024 sló það í gegn á samfélagsmiðlum. Bónus hóf sölu á súkkulaðinu í janúar og voru landsmenn ekki lengi að gúffa í sig allri sendingunni. Þriðja sendingin kom í dag og á fjórum klukkutímum voru öll þrjú þúsund stykkin seld. „Þetta er búið að vera algjörlega klikkað. Og bara ótrúlega skemmtilegt að það sé svona fáránlega vel tekið í þetta,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Súkkulaðið fór líka í sölu í Hagkaup og flytur Söstrene grene einnig inn aðra tegund. Það er einnig uppselt þar. Svipuð æði hafa áður heltekið landann, til að mynda gúrkusalatið í fyrra og Prime-drykkirnir 2022. Björgvin Víkingsson er framkvæmdastjóri Bónuss.Vísir/Bjarki „Þetta er sérstaklega mikið æði. Við tókum alveg eftir gúrkusalatinu og þurftum að taka inn erlenda gúrku til að tækla það. En ég ætla að segja að eitthvað sem selst upp á fjórum tímum, það er alveg einsdæmi hjá okkur,“ segir Björgvin. En er eitthvað varið í þetta súkkulaði? Er fólk að missa sig vegna samfélagsmiðlaæðis eða er þetta gott? Fréttamaður prófaði að smakka, og sjón er sögu ríkari. Sjá nánar í klippunni hér fyrir neðan. Matur Sameinuðu arabísku furstadæmin Samfélagsmiðlar Verslun Neytendur Sælgæti Tengdar fréttir Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Dúbaí-súkkulaðið umrædda hefur vakið ómælda athygli síðustu misserin eftir að svokallað taste-test varð vinsælt á samfélagsmiðlinum TikTok. Súkkulaðið á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hefur nú náð að hrífa íslenska súkkulaðunnendur. 18. febrúar 2025 15:54 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Súkkulaðiæði hefur tekið yfir þjóðina undanfarnar vikur. Svokallað Dúbaí-súkkulaði selst upp í verslunum út um allt land og bíður fólk í ofvæni eftir næstu sendingum. Súkkulaðið er fyllt með pistasíukremi og knafeh.Vísir/Ívar Fannar Súkkulaðið sjálft er eins og nafnið gefur til kynna frá Dúbaí. Þetta er venjulegt súkkulaðistykki, fyllt með pistasíukremi og knafeh, sem er sígildur arabískur eftirréttur sem á uppruna sinn að rekja til Palestínu. Stykkið fór fyrst í verslanir erlendis árið 2021 og árið 2024 sló það í gegn á samfélagsmiðlum. Bónus hóf sölu á súkkulaðinu í janúar og voru landsmenn ekki lengi að gúffa í sig allri sendingunni. Þriðja sendingin kom í dag og á fjórum klukkutímum voru öll þrjú þúsund stykkin seld. „Þetta er búið að vera algjörlega klikkað. Og bara ótrúlega skemmtilegt að það sé svona fáránlega vel tekið í þetta,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Súkkulaðið fór líka í sölu í Hagkaup og flytur Söstrene grene einnig inn aðra tegund. Það er einnig uppselt þar. Svipuð æði hafa áður heltekið landann, til að mynda gúrkusalatið í fyrra og Prime-drykkirnir 2022. Björgvin Víkingsson er framkvæmdastjóri Bónuss.Vísir/Bjarki „Þetta er sérstaklega mikið æði. Við tókum alveg eftir gúrkusalatinu og þurftum að taka inn erlenda gúrku til að tækla það. En ég ætla að segja að eitthvað sem selst upp á fjórum tímum, það er alveg einsdæmi hjá okkur,“ segir Björgvin. En er eitthvað varið í þetta súkkulaði? Er fólk að missa sig vegna samfélagsmiðlaæðis eða er þetta gott? Fréttamaður prófaði að smakka, og sjón er sögu ríkari. Sjá nánar í klippunni hér fyrir neðan.
Matur Sameinuðu arabísku furstadæmin Samfélagsmiðlar Verslun Neytendur Sælgæti Tengdar fréttir Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Dúbaí-súkkulaðið umrædda hefur vakið ómælda athygli síðustu misserin eftir að svokallað taste-test varð vinsælt á samfélagsmiðlinum TikTok. Súkkulaðið á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hefur nú náð að hrífa íslenska súkkulaðunnendur. 18. febrúar 2025 15:54 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Dúbaí-súkkulaðið umrædda hefur vakið ómælda athygli síðustu misserin eftir að svokallað taste-test varð vinsælt á samfélagsmiðlinum TikTok. Súkkulaðið á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hefur nú náð að hrífa íslenska súkkulaðunnendur. 18. febrúar 2025 15:54