Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Símon Birgisson skrifar 20. febrúar 2025 09:45 Ævar Þór Benediktsson er Kafteinn Frábær í nýrri sýningu Tjarnarbíós. Facebook Áður en Ævar Þór Benediktsson varð landsþekktur sem Ævar vísindamaður útskrifaðist hann sem leikari úr Listaháskóla Íslands. Ævar var meira að segja nokkuð góður leikari þrátt fyrir að frægðarsól hans hafi ekki risið hæst á þeim vettvangi. Nei, Ævar er frægastur hjá börnum og foreldrum landsins fyrir fjölmargar bækur og þætti um vísindi og gagn þeirra í samfélaginu. En Ævar hefur síðustu ár verið að minna á sig sem leikara – hefur leikið illmenni í glæpaseríum og stígur nú á svið í Tjarnarbíó með einleik um föðurhlutverkið og miðaldrakrísu. Og það sem mestu máli skiptir – hann gerir það bara nokkuð vel. Kafteinn frábær - Tjarnarbíó Frumsýning. 12. febrúar 2025 Leikari: Ævar Þór Benediktsson. Leikstjórn: Hilmir Jensson. Tónlist: Svavar Knútur. Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson. Höfundur: Alistair McDowall. Frábær efniviður Ævar er með gott stykki í höndunum eftir breska leikskáldið Alistair McDowall (Hann samdi einnig sci-fi leikritið X sem var sett upp í Borgarleikhúsinu). Leikritið fjallar um Magnús sem á sér einskonar hliðarsjálf – Kaftein Frábær. Í heimi ofurhetjunnar eru leikreglurnar einfaldari heldur en í raunveruleikanum þar sem ekkert er svart og hvítt heldur mismunandi blæbrigði af gráum. Þegar Magnús hittir konu og fær þær fréttir að hann eigi von á barni verður heimurinn enn flóknari. Við fylgjumst með Magnúsi á mismunandi tímum í uppeldinu en það hriktir í stoðum þegar kemur í ljós að dóttir hans er veik. Skyndilega tekur Kafteinn frábær völdin og það kvarnast úr múrnum milli heim ofurhetjunnar og raunveruleikans með, oft á tíðum, spaugilegum afleiðingum. Leikritið er fyndið en líka hjartnæmt. Það er fullt af tilvísun í poppkúltúr enda fá kvikmyndaform notið jafnmikilla vinsælda síðustu áratugi en ofurhetjumyndir. Mér fannst verkið þó vísa lengra aftur í tímann en í hinn vinsæla Marvel heim. Ég held að þeir sem eru nú á miðjum aldri en ólust upp við Batman og Superman myndir á áttunda og níunda áratug síðustu aldar tengi vel við verkið. Ofurhetjumyndirnar á þeim tíma voru einfaldari, góðu karlarnir góðir og vondu karlarnir vondir. Þessar tilvísanir voru oft á tíðum bráðfyndnar, og geggjað hvernig Ævar skipti sér hratt á milli hlutverka. Sérstaklega var senan þar sem Kafteinn frábær er í fasteignarhugleiðingum fyndin. Svava Knútur sér um tónlistina í verkinu, hér er hann ásamt Ævari Þór.Instagram Einföld sviðsetning Sviðsetningin er einföld. Ekkert á sviðinu fyrir utan Ævar, klæddan í rauða skikkju og stóll. Hér var í raun ljósahönnunin í aðalhlutverki. Skikkjan þjónar svo ýmsum hlutverkum. Breytist í barn sem þarf að hugga, teppi sem þarf að skýla sér undir og sena þar sem Magnús mætir með skykkjuna í vinnuna og er sagt upp á afar „kurteisan“ máta var vel heppnuð. Í verkinu hljóma einnig tónsmíðar Svavars Knúts sem voru ágætar – kannski pínu væmnar fyrir minn smekk - en pössuðu vel inn í verkið. Leikur Ævars var góður. Hlutverkið nánast eins og skrifað fyrir það og hann átti í litlum vandræðum með að fara hratt milli hlutverka, breyta sér á augabragði úr ofurhetju og illmenni - enda reyndur raddsetjari í teiknimyndum og sú reynsla nýttist vel í sýningunni. Ég hafði meiri áhyggjur af dramatísku hliðinni. Hvernig myndi Ævar ráða við það? Svarið er – bara nokkuð vel. Hann skapar persónu sem maður hefur samkennd með og manni er ekki sama um örlög dótturinnar sem hann elskar. Það hefur eiginlega verið mesta vesenið í þeim leikritum sem maður hefur séð í vetur, skortur á persónum sem manni þykir vænt um. Sú er ekki raunin hér. Maður hefur bæði samkennd með Magnúsi en einnig dótturinni sem virðist afar bráðger og afhjúpar ráðaleysi og ótta föður síns með endalausum spurningum um afhverju hlutirnir eru eins og þeir eru. Ekkert er jafneinlægt og spurningar barns og samtölin milli Magnúsar og dóttur hans voru bestu augnablik sýningarinnar. View this post on Instagram A post shared by Kafteinn Fràbær - Einleikur í Tjarnarbíói (@kafteinnfrabaer) Líf í Tjarnarbíói Það blása ferskir vindar í Tjarnarbíói með nýjum leikhússtjóra. Það ætti ekki bara að vera lyftistöng fyrir húsið að vera búið að losa sig við starfsmann sem er sakaður um að hafa dregið að sér milljónir af fé sem væntanlega átti að nýtast í listsköpun heldur vekja sýningarnar í húsinu verðskuldaða athygli. Ég hef ekki enn náð að sjá Ífigeníu í Ásbrú en sá einleikur hefur fengið glimrandi dóma. Og þessi einleikur hjá Ævari Benediktssyni hefur fulla burði til þess að ganga vel. Þeir sem vilja upplifa stutta, kröftuga en einnig einlæga sýningu verða ekki sviknir. Leikritið er ekkert meistaraverk en það gengur vel upp, hefur fallegan boðskap og Ævar nálgast verkefnið af þeim metnaði sem hefur einkennt alla hans listsköpun – hvort sem það er í hlutverki ofurhetjunnar Ævars vísindamanns eða leikarans Ævars sem nú fær loks að njóta sín. Niðurstaða Kafteinn frábær er hjartnæmur einleikur um foreldrahlutverkið. Það fjallar um karlmann í krísu og flótta í heim illmenna og ofurhetja þar sem leikreglurnar eru einfaldari. Ævar Þór sýnir á sér nýjar hliðar og gerir vel í leikriti sem virðist nánast skrifað fyrir hann. Leikhús Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
En Ævar hefur síðustu ár verið að minna á sig sem leikara – hefur leikið illmenni í glæpaseríum og stígur nú á svið í Tjarnarbíó með einleik um föðurhlutverkið og miðaldrakrísu. Og það sem mestu máli skiptir – hann gerir það bara nokkuð vel. Kafteinn frábær - Tjarnarbíó Frumsýning. 12. febrúar 2025 Leikari: Ævar Þór Benediktsson. Leikstjórn: Hilmir Jensson. Tónlist: Svavar Knútur. Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson. Höfundur: Alistair McDowall. Frábær efniviður Ævar er með gott stykki í höndunum eftir breska leikskáldið Alistair McDowall (Hann samdi einnig sci-fi leikritið X sem var sett upp í Borgarleikhúsinu). Leikritið fjallar um Magnús sem á sér einskonar hliðarsjálf – Kaftein Frábær. Í heimi ofurhetjunnar eru leikreglurnar einfaldari heldur en í raunveruleikanum þar sem ekkert er svart og hvítt heldur mismunandi blæbrigði af gráum. Þegar Magnús hittir konu og fær þær fréttir að hann eigi von á barni verður heimurinn enn flóknari. Við fylgjumst með Magnúsi á mismunandi tímum í uppeldinu en það hriktir í stoðum þegar kemur í ljós að dóttir hans er veik. Skyndilega tekur Kafteinn frábær völdin og það kvarnast úr múrnum milli heim ofurhetjunnar og raunveruleikans með, oft á tíðum, spaugilegum afleiðingum. Leikritið er fyndið en líka hjartnæmt. Það er fullt af tilvísun í poppkúltúr enda fá kvikmyndaform notið jafnmikilla vinsælda síðustu áratugi en ofurhetjumyndir. Mér fannst verkið þó vísa lengra aftur í tímann en í hinn vinsæla Marvel heim. Ég held að þeir sem eru nú á miðjum aldri en ólust upp við Batman og Superman myndir á áttunda og níunda áratug síðustu aldar tengi vel við verkið. Ofurhetjumyndirnar á þeim tíma voru einfaldari, góðu karlarnir góðir og vondu karlarnir vondir. Þessar tilvísanir voru oft á tíðum bráðfyndnar, og geggjað hvernig Ævar skipti sér hratt á milli hlutverka. Sérstaklega var senan þar sem Kafteinn frábær er í fasteignarhugleiðingum fyndin. Svava Knútur sér um tónlistina í verkinu, hér er hann ásamt Ævari Þór.Instagram Einföld sviðsetning Sviðsetningin er einföld. Ekkert á sviðinu fyrir utan Ævar, klæddan í rauða skikkju og stóll. Hér var í raun ljósahönnunin í aðalhlutverki. Skikkjan þjónar svo ýmsum hlutverkum. Breytist í barn sem þarf að hugga, teppi sem þarf að skýla sér undir og sena þar sem Magnús mætir með skykkjuna í vinnuna og er sagt upp á afar „kurteisan“ máta var vel heppnuð. Í verkinu hljóma einnig tónsmíðar Svavars Knúts sem voru ágætar – kannski pínu væmnar fyrir minn smekk - en pössuðu vel inn í verkið. Leikur Ævars var góður. Hlutverkið nánast eins og skrifað fyrir það og hann átti í litlum vandræðum með að fara hratt milli hlutverka, breyta sér á augabragði úr ofurhetju og illmenni - enda reyndur raddsetjari í teiknimyndum og sú reynsla nýttist vel í sýningunni. Ég hafði meiri áhyggjur af dramatísku hliðinni. Hvernig myndi Ævar ráða við það? Svarið er – bara nokkuð vel. Hann skapar persónu sem maður hefur samkennd með og manni er ekki sama um örlög dótturinnar sem hann elskar. Það hefur eiginlega verið mesta vesenið í þeim leikritum sem maður hefur séð í vetur, skortur á persónum sem manni þykir vænt um. Sú er ekki raunin hér. Maður hefur bæði samkennd með Magnúsi en einnig dótturinni sem virðist afar bráðger og afhjúpar ráðaleysi og ótta föður síns með endalausum spurningum um afhverju hlutirnir eru eins og þeir eru. Ekkert er jafneinlægt og spurningar barns og samtölin milli Magnúsar og dóttur hans voru bestu augnablik sýningarinnar. View this post on Instagram A post shared by Kafteinn Fràbær - Einleikur í Tjarnarbíói (@kafteinnfrabaer) Líf í Tjarnarbíói Það blása ferskir vindar í Tjarnarbíói með nýjum leikhússtjóra. Það ætti ekki bara að vera lyftistöng fyrir húsið að vera búið að losa sig við starfsmann sem er sakaður um að hafa dregið að sér milljónir af fé sem væntanlega átti að nýtast í listsköpun heldur vekja sýningarnar í húsinu verðskuldaða athygli. Ég hef ekki enn náð að sjá Ífigeníu í Ásbrú en sá einleikur hefur fengið glimrandi dóma. Og þessi einleikur hjá Ævari Benediktssyni hefur fulla burði til þess að ganga vel. Þeir sem vilja upplifa stutta, kröftuga en einnig einlæga sýningu verða ekki sviknir. Leikritið er ekkert meistaraverk en það gengur vel upp, hefur fallegan boðskap og Ævar nálgast verkefnið af þeim metnaði sem hefur einkennt alla hans listsköpun – hvort sem það er í hlutverki ofurhetjunnar Ævars vísindamanns eða leikarans Ævars sem nú fær loks að njóta sín. Niðurstaða Kafteinn frábær er hjartnæmur einleikur um foreldrahlutverkið. Það fjallar um karlmann í krísu og flótta í heim illmenna og ofurhetja þar sem leikreglurnar eru einfaldari. Ævar Þór sýnir á sér nýjar hliðar og gerir vel í leikriti sem virðist nánast skrifað fyrir hann.
Leikhús Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira