„Eigum skilið að finna til“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 20:16 Arteta og aðstoðarmaður hans Albert Stuivenberg ræða málin í leiknum í dag. Vísir/Getty Mikel Arteta sagði hans menn í Arsenal aldrei hafa náð tökum á leiknum þegar liðið beið lægri hlut gegn West Ham í dag og varð um leið af gullnu tækifæri að minnka forskot Liverpool á toppi deildarinnar. Arsenal tapaði 1-0 á heimavelli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Forskot Liverpool á toppi deildarinnar er því áfram átta stig en Liverpool á erfiðan leik fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Manchester City á útivelli. Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal var vitaskuld svekktur eftir leikinn í dag og sagði að hann og hans menn ættu skilið að finna til eftir leikinn. „Við náðum aldrei tökum á leiknum því við vorum óstöðugir með boltann, við gáfum hann alltof langt frá okkur. Við náðum aldrei nægilega löngum góðum köflum eða ógna eins og við vildum gera. Það varð til þess að leikurinn gat farið hvernig sem er.“ West Ham gerði vel varnarlega í dag, lá til baka og beitti skyndisóknum. „Við leyfðum þeim að hlaupa eftir að hafa tapað boltanum og þeir eru hættulegt lið. Þeir eru með gæði á réttum augnablikum og þetta varð erfiður leikur.“ Hann sagði lítið um rauða spjaldið sem Myles Lewis-Skelly en hann fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Muhammed Kudus eftir að hafa misst boltann sem aftasti maður. „Þá varð þetta hátt fjall að klífa. Við reyndum að bregðast við en við áttum ekki nægilega góð augnablik.“ Myles Lewis-Skelly fékk rautt spjald í leiknum í dag.Vísir/Getty „Þegar maður kemst í svæðin þá þarf maður að reyna að opna eitthvað en við gerðum það ekki. Það er mér að kenna líka. Það er mín ábyrgð og ég ætla ekki að henda því öllu á leikmennina. Í dag vorum við ekki nægilega góðir til að teljast betri en andstæðingurinn.“ Tapið gerir það að verkum að Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og getur aukið muninn í ellefu stig með sigri á Manchester City á morgun. „Þetta er sársaukafullt. Við þurfum að finna til í dag, við eigum það skilið.“ Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Arsenal tapaði 1-0 á heimavelli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Forskot Liverpool á toppi deildarinnar er því áfram átta stig en Liverpool á erfiðan leik fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Manchester City á útivelli. Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal var vitaskuld svekktur eftir leikinn í dag og sagði að hann og hans menn ættu skilið að finna til eftir leikinn. „Við náðum aldrei tökum á leiknum því við vorum óstöðugir með boltann, við gáfum hann alltof langt frá okkur. Við náðum aldrei nægilega löngum góðum köflum eða ógna eins og við vildum gera. Það varð til þess að leikurinn gat farið hvernig sem er.“ West Ham gerði vel varnarlega í dag, lá til baka og beitti skyndisóknum. „Við leyfðum þeim að hlaupa eftir að hafa tapað boltanum og þeir eru hættulegt lið. Þeir eru með gæði á réttum augnablikum og þetta varð erfiður leikur.“ Hann sagði lítið um rauða spjaldið sem Myles Lewis-Skelly en hann fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Muhammed Kudus eftir að hafa misst boltann sem aftasti maður. „Þá varð þetta hátt fjall að klífa. Við reyndum að bregðast við en við áttum ekki nægilega góð augnablik.“ Myles Lewis-Skelly fékk rautt spjald í leiknum í dag.Vísir/Getty „Þegar maður kemst í svæðin þá þarf maður að reyna að opna eitthvað en við gerðum það ekki. Það er mér að kenna líka. Það er mín ábyrgð og ég ætla ekki að henda því öllu á leikmennina. Í dag vorum við ekki nægilega góðir til að teljast betri en andstæðingurinn.“ Tapið gerir það að verkum að Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og getur aukið muninn í ellefu stig með sigri á Manchester City á morgun. „Þetta er sársaukafullt. Við þurfum að finna til í dag, við eigum það skilið.“
Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira