Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 14:18 Erling Haaland í stúkunni á Etihad á leik Manchester City og Liverpool í gær. getty/Catherine Ivill Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmanni Manchester City og Liverpool, varð aðeins á í messunni á meðan leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær stóð. Liverpool var 0-2 yfir í hálfleik eftir mörk frá Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai. Sturridge, sem var álitsgjafi á Sky Sports um leikinn, fannst vanta slagkraft í sókn City og var með lausn á vandamálinu. „Þeir hafa verið snuðrandi og fengið tækifæri en þegar þeir hafa náð fyrirgjöfum er enginn inni í teig til að taka á móti þeim. Svo við gætum séð Haaland á einhverjum tímapunkti,“ sagði Sturridge og vísaði til norska framherjans Erlings Haalands. Vandamálið var bara að Haaland var ekki í leikmannahópi City vegna meiðsla. Hann fylgdist með leiknum úr stúkunni á Etihad. Haaland meiddist í leiknum gegn Newcastle United um þarsíðustu helgi og lék ekki með gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Þáttastjórnandinn David Jones leiðrétti Sturridge og sendi svo boltann á lýsendur áður en gamli landsliðsframherjinn gat brugðist við. Sturridge, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum, hefur verið í stóru hlutverki hjá Sky Sports í vetur og oft verið álitsgjafi um stærstu leikina í ensku úrvalsdeildinni. Sturridge lék bæði með City og Liverpool auk Chelsea, Bolton Wanderers, West Brom, Trabzonspor og Perth Glory. Hann skoraði átta mörk í 26 leikjum fyrir enska landsliðið á árunum 2011-17. Liverpool vann leikinn á Etihad í gær, 0-2, og náði þar með ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City er aftur á móti í 4. sæti deildarinnar og útséð um að liðið verði Englandsmeistari fimmta árið í röð. Haaland hefur skorað nítján mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er næstmarkahæsti leikmaður hennar á eftir Salah sem hefur skorað 25 mörk. Enski boltinn Tengdar fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02 „Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17 „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Liverpool var 0-2 yfir í hálfleik eftir mörk frá Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai. Sturridge, sem var álitsgjafi á Sky Sports um leikinn, fannst vanta slagkraft í sókn City og var með lausn á vandamálinu. „Þeir hafa verið snuðrandi og fengið tækifæri en þegar þeir hafa náð fyrirgjöfum er enginn inni í teig til að taka á móti þeim. Svo við gætum séð Haaland á einhverjum tímapunkti,“ sagði Sturridge og vísaði til norska framherjans Erlings Haalands. Vandamálið var bara að Haaland var ekki í leikmannahópi City vegna meiðsla. Hann fylgdist með leiknum úr stúkunni á Etihad. Haaland meiddist í leiknum gegn Newcastle United um þarsíðustu helgi og lék ekki með gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Þáttastjórnandinn David Jones leiðrétti Sturridge og sendi svo boltann á lýsendur áður en gamli landsliðsframherjinn gat brugðist við. Sturridge, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum, hefur verið í stóru hlutverki hjá Sky Sports í vetur og oft verið álitsgjafi um stærstu leikina í ensku úrvalsdeildinni. Sturridge lék bæði með City og Liverpool auk Chelsea, Bolton Wanderers, West Brom, Trabzonspor og Perth Glory. Hann skoraði átta mörk í 26 leikjum fyrir enska landsliðið á árunum 2011-17. Liverpool vann leikinn á Etihad í gær, 0-2, og náði þar með ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City er aftur á móti í 4. sæti deildarinnar og útséð um að liðið verði Englandsmeistari fimmta árið í röð. Haaland hefur skorað nítján mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er næstmarkahæsti leikmaður hennar á eftir Salah sem hefur skorað 25 mörk.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02 „Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17 „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01
„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02
„Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17
„Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32