Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 06:31 Geyse hefur ekki staðið undir væntingum síðan hún kom til Manchester United árið 2023. Getty/Ben Roberts Framherji kvennaliðs Manchester United ber félaginu ekki góða söguna og hefur tjáð sig um slæma upplifun sína á samfélagsmiðlum. Geyse kom til Manchester United frá Barelona fyrir metfé árið 2023 og það voru gerðar miklar væntingar til hennar. Hún hefur aðeins náð að skora 3 mörk í 39 leikjum í öllum keppnum fyrir enska félagið. Luis Filipe Silva, umboðsmaður Geyse, sagði í viðtali við Telegraph að United hafi reynt að lána hana til bandarískra félaga á sama tíma og hún var í leyfi heima í Brasilíu vegna jarðarfarar bróður síns sem lést í janúar. „Það er þjakandi og einmanalegt að þurfa að vera hjá félagi þar sem ég er ekki hamingjusöm,“ skrifaði Geyse í tilfinningaríkum pistli á samfélagsmiðlinum Instagram. Sky Sports hefur fjallað um þetta. Manchester United's Brazil forward Geyse has said she finds it "agonising and lonely" staying somewhere she is not happy. pic.twitter.com/3rrrMnFbny— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 3, 2025 „Hver dagur er þyngri og erfiðari en sá sem fór á undan og það er þungbært fyrir mig að þurfa að vera þarna,“ skrifaði Geyse. „Í stað þess að finnast vera velkomin þá er mjög óþægilegt að vera þarna og þá er mjög erfitt að finna innri frið. Þegar þú ert ekki í takt við þitt umhverfi þá missir heimurinn í kringum þig bæði lit og orku,“ skrifaði Geyse. „Stundum kemur upp þrá eftir breytingu en óttinn við hið óþekkta og óöryggi um framtíðina getur hreinlega lamað þig. Það er samt mikilvægt að átta sig á því að hver einstaklingur á skilið að vera í umhverfi og aðstæðum sem færa okkur hamingju og sátt. Það er eina leiðin til að vaxa,“ skrifaði Geyse. Félagssiptaglugginn í bandarísku deildinni lokar 24. mars næstkomandi en Manchester United þykir líklegt til að leyfa henni að fara á láni. Manchester United forward Geyse posted this on Instagram following their 2-0 win over Leicester ✍️ pic.twitter.com/VxcwbWR2Zz— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) March 2, 2025 Enski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Geyse kom til Manchester United frá Barelona fyrir metfé árið 2023 og það voru gerðar miklar væntingar til hennar. Hún hefur aðeins náð að skora 3 mörk í 39 leikjum í öllum keppnum fyrir enska félagið. Luis Filipe Silva, umboðsmaður Geyse, sagði í viðtali við Telegraph að United hafi reynt að lána hana til bandarískra félaga á sama tíma og hún var í leyfi heima í Brasilíu vegna jarðarfarar bróður síns sem lést í janúar. „Það er þjakandi og einmanalegt að þurfa að vera hjá félagi þar sem ég er ekki hamingjusöm,“ skrifaði Geyse í tilfinningaríkum pistli á samfélagsmiðlinum Instagram. Sky Sports hefur fjallað um þetta. Manchester United's Brazil forward Geyse has said she finds it "agonising and lonely" staying somewhere she is not happy. pic.twitter.com/3rrrMnFbny— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 3, 2025 „Hver dagur er þyngri og erfiðari en sá sem fór á undan og það er þungbært fyrir mig að þurfa að vera þarna,“ skrifaði Geyse. „Í stað þess að finnast vera velkomin þá er mjög óþægilegt að vera þarna og þá er mjög erfitt að finna innri frið. Þegar þú ert ekki í takt við þitt umhverfi þá missir heimurinn í kringum þig bæði lit og orku,“ skrifaði Geyse. „Stundum kemur upp þrá eftir breytingu en óttinn við hið óþekkta og óöryggi um framtíðina getur hreinlega lamað þig. Það er samt mikilvægt að átta sig á því að hver einstaklingur á skilið að vera í umhverfi og aðstæðum sem færa okkur hamingju og sátt. Það er eina leiðin til að vaxa,“ skrifaði Geyse. Félagssiptaglugginn í bandarísku deildinni lokar 24. mars næstkomandi en Manchester United þykir líklegt til að leyfa henni að fara á láni. Manchester United forward Geyse posted this on Instagram following their 2-0 win over Leicester ✍️ pic.twitter.com/VxcwbWR2Zz— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) March 2, 2025
Enski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira