Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 23:33 Það hefur verið erfitt að vera stuðningmaður Manchester United síðustu mánuði. Getty/James Baylis Einn stærsti stuðningsmannaklúbbur Manchester United vill senda skýr skilaboð til eiganda félagsins á næsta heimaleik liðsins sem verður á móti Arsenal á Old Trafford. Stuðningsmannaklúbburinn „The 1958“ sendi frá sér yfirlýsingu í dag um að það yrði skipulögð hópganga fyrir leik en um leið að allir stuðningsmenn United ættu að sameinast í því að mæta í svörtu á leikinn. Það eru eiginlega bara slæmar fréttir af Manchester United þessa dagana. Félagið að skera niður á öllum stöðum, segja upp fólki og minnka fríðindi annarra. Þá gengur auðvitað ekkert inn á vellinum og það stefnir í versta tímabilið í sögu þess í ensku úrvalsdeildinni. Ruben Amorim tók við liðinu af Erik ten Hag í október en vont hefur bara orðið verra undir hans stjórn. Það kostaði 14,5 milljónir punda að reka Ten Hag eða meira en tvo og hálfan milljarð. United er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og féll úr enska bikarnum um síðustu helgi. „Félagið er hægt og rólega að deyja fyrir framan augu okkar, bæði innan sem utan vallar. Sökin skrifast algjörlega á núverandi eigandafyrikomulag,“ sagði Steve Crompton frá The 1958 í yfirlýsingu sem ESPN fjallaði um. „Það blasir við fjárhagslegt harmagedón hjá félaginu. Skuldir eru leiðin til glötunar. Sir Matt Busby myndi snúa sér í gröfinni yfir núverandi stjórnarháttum hjá stórkostlegasta fótboltafélagi heims. Það er verið að knésetja þetta félag og það er að verða að aðhlátursefni,“ sagði Crompton. „Félagið er á leiðinni afturábak og það er líklegt að þetta eigi bara eftir að verða verra. Við hverjum stuðningsmenn til að standa upp, sameinast og hittast klukkan þrjú á sunnudaginn þegar við ætlum að ganga saman og mótmæla Glazer bræðrum og meðvitaðri árás félagsins á menningu stuðningsfólks félagsins,“ sagði Crompton. United supporters urged to wear black against Arsenal ‘to symbolise how the club is slowly dying’ #mufc pic.twitter.com/YgZwDUYf4Y— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) March 4, 2025 Enski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Stuðningsmannaklúbburinn „The 1958“ sendi frá sér yfirlýsingu í dag um að það yrði skipulögð hópganga fyrir leik en um leið að allir stuðningsmenn United ættu að sameinast í því að mæta í svörtu á leikinn. Það eru eiginlega bara slæmar fréttir af Manchester United þessa dagana. Félagið að skera niður á öllum stöðum, segja upp fólki og minnka fríðindi annarra. Þá gengur auðvitað ekkert inn á vellinum og það stefnir í versta tímabilið í sögu þess í ensku úrvalsdeildinni. Ruben Amorim tók við liðinu af Erik ten Hag í október en vont hefur bara orðið verra undir hans stjórn. Það kostaði 14,5 milljónir punda að reka Ten Hag eða meira en tvo og hálfan milljarð. United er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og féll úr enska bikarnum um síðustu helgi. „Félagið er hægt og rólega að deyja fyrir framan augu okkar, bæði innan sem utan vallar. Sökin skrifast algjörlega á núverandi eigandafyrikomulag,“ sagði Steve Crompton frá The 1958 í yfirlýsingu sem ESPN fjallaði um. „Það blasir við fjárhagslegt harmagedón hjá félaginu. Skuldir eru leiðin til glötunar. Sir Matt Busby myndi snúa sér í gröfinni yfir núverandi stjórnarháttum hjá stórkostlegasta fótboltafélagi heims. Það er verið að knésetja þetta félag og það er að verða að aðhlátursefni,“ sagði Crompton. „Félagið er á leiðinni afturábak og það er líklegt að þetta eigi bara eftir að verða verra. Við hverjum stuðningsmenn til að standa upp, sameinast og hittast klukkan þrjú á sunnudaginn þegar við ætlum að ganga saman og mótmæla Glazer bræðrum og meðvitaðri árás félagsins á menningu stuðningsfólks félagsins,“ sagði Crompton. United supporters urged to wear black against Arsenal ‘to symbolise how the club is slowly dying’ #mufc pic.twitter.com/YgZwDUYf4Y— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) March 4, 2025
Enski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira