Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 07:02 Jason McAteer í leik með Liverpool í lok síðustu aldar en þeir urðu alls hundrað leikirnir sem hann spilaði fyrir félagið. Getty/Matthew Ashton/ Jason McAteer spilaði á sínum tíma hundrað leiki fyrir Liverpool en hann hefur nú rætt opinskátt og af hugrekki um andlegu erfiðleika sína sem hann glímdi við eftir að fótboltaskórnir fóru upp á hilluna. McAteer ræddi meðal annars tímapunktinn þegar hann íhugaði að taka sitt eigið líf. McAteer er nú 53 ára gamall en hann spilaði með Liverpool á árunum 1995 til 1999. McAteer hætti í fótboltanum árið 2007 en hafði þá líka spilað fyrir Bolton, Blackburn, Sunderland og Tranmere á ferli sínum. McAteer var einnig írskur landsliðsmaður og spilaði 52 landsleiki frá 1994 til 2004. Hann glímdi við þunglyndi og andleg vandamál eftir að hann hætti að vera fótboltamaður. McAteer opnaði sig í samtali við Mikael Silvestre, fyrrum varnarmann Manchester United. Hann réði ekki við tárin þegar hann rifjaði upp þetta kvöld þegar botninum var náð. „Það var bara enginn tilgangur lengur og ekkert skipulagt í gangi. Ég var eitthvað að vinna í sjónvarpi en það var ekki vinna á hverjum degi. Þetta voru kannski í mesta lagi einn eða tveir þættir i viku. Það var mjög óreglulegt. Það þýddi fullt af dögum þar sem ég hafði ekkert að gera,“ sagði Jason McAteer. Daily Mail segir frá eins og sjá má hér fyrir neðan. „Ég var síðan að keyra í gegnum göng á milli Wirral og Liverpool af því að ég var að reyna að halda sambandi við barnið mitt sem bjó hinum megin við þessi göng,“ sagði McAteer. „Ég var því að keyra í gegnum göngin og það kemur mér enn úr jafnvægi að tala um þetta. Ég fer aftur til þessarar stundar og ég finn enn þessar tilfinningar sem heltust yfir mig þá,“ sagði McAteer en hann brotnaði niður og fór að gráta þegar hann rifjaði upp þennan hræðilega tíma í hans lífi. „Um leið og ég var að keyra úr dagsbirtunni og inn í göngin þá man ég efir því að ég hugsaði: Ég gæti bara tekið í stýrið og endað þetta hér. Það væri svo auðvelt. Ég var að berjast við sjálfan mig um að gera það ekki,“ sagði McAteer. „Ég keyrði síðan heim og fór í framhaldinu beint heim til mömmu minnar. Hún bjó í tíu mínútna fjarlægð frá mínu húsi. Ég bankaði á dyrnar hennar og þegar hún opnaði þá sagði ég: Ég get þetta ekki meira. Þetta er allt svo erfitt,“ sagði McAteer. „Allt var farið frá mér. Ég sakna líka alls þess sem tengist því að spila fótbolta. Bara að hlaupa út á völlinn, að vera frjáls á fótboltavellinum. Það er ekkert betra en það. Ekkert vesen. Það eru engin vandamál í lífinu þessar níutíu mínútur. Það er það besta við boltann,“ sagði McAteer. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
McAteer ræddi meðal annars tímapunktinn þegar hann íhugaði að taka sitt eigið líf. McAteer er nú 53 ára gamall en hann spilaði með Liverpool á árunum 1995 til 1999. McAteer hætti í fótboltanum árið 2007 en hafði þá líka spilað fyrir Bolton, Blackburn, Sunderland og Tranmere á ferli sínum. McAteer var einnig írskur landsliðsmaður og spilaði 52 landsleiki frá 1994 til 2004. Hann glímdi við þunglyndi og andleg vandamál eftir að hann hætti að vera fótboltamaður. McAteer opnaði sig í samtali við Mikael Silvestre, fyrrum varnarmann Manchester United. Hann réði ekki við tárin þegar hann rifjaði upp þetta kvöld þegar botninum var náð. „Það var bara enginn tilgangur lengur og ekkert skipulagt í gangi. Ég var eitthvað að vinna í sjónvarpi en það var ekki vinna á hverjum degi. Þetta voru kannski í mesta lagi einn eða tveir þættir i viku. Það var mjög óreglulegt. Það þýddi fullt af dögum þar sem ég hafði ekkert að gera,“ sagði Jason McAteer. Daily Mail segir frá eins og sjá má hér fyrir neðan. „Ég var síðan að keyra í gegnum göng á milli Wirral og Liverpool af því að ég var að reyna að halda sambandi við barnið mitt sem bjó hinum megin við þessi göng,“ sagði McAteer. „Ég var því að keyra í gegnum göngin og það kemur mér enn úr jafnvægi að tala um þetta. Ég fer aftur til þessarar stundar og ég finn enn þessar tilfinningar sem heltust yfir mig þá,“ sagði McAteer en hann brotnaði niður og fór að gráta þegar hann rifjaði upp þennan hræðilega tíma í hans lífi. „Um leið og ég var að keyra úr dagsbirtunni og inn í göngin þá man ég efir því að ég hugsaði: Ég gæti bara tekið í stýrið og endað þetta hér. Það væri svo auðvelt. Ég var að berjast við sjálfan mig um að gera það ekki,“ sagði McAteer. „Ég keyrði síðan heim og fór í framhaldinu beint heim til mömmu minnar. Hún bjó í tíu mínútna fjarlægð frá mínu húsi. Ég bankaði á dyrnar hennar og þegar hún opnaði þá sagði ég: Ég get þetta ekki meira. Þetta er allt svo erfitt,“ sagði McAteer. „Allt var farið frá mér. Ég sakna líka alls þess sem tengist því að spila fótbolta. Bara að hlaupa út á völlinn, að vera frjáls á fótboltavellinum. Það er ekkert betra en það. Ekkert vesen. Það eru engin vandamál í lífinu þessar níutíu mínútur. Það er það besta við boltann,“ sagði McAteer. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira