Benoný Breki var að skora í öðrum leiknum í röð því hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Blackpool um helgina.
Benoný hefur þar með skorað þrjú mörk í fyrstu þremur deildarleikjum sínum með Stockport County.
Stockport lenti undir á 31. mínútu í kvöld þegar Terry Taylor skoraði.
Þannig var staðan þar til á 79. mínútu þegar Benoný Breki skoraði með skalla út teignum eftir fyrirgjöf frá Ryan Rydel.
Stigið þýðir að Stockport County er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum frá þriðja sætinu.