Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2025 15:30 Ruben Amorim hefur stýrt Manchester United í 25 leikjum. Ellefu þeirra hafa unnist, fjórir endað með jafntefli og tíu tapast. afp/ANDER GILLENEA Jamie Carragher gefur Ruben Amorim ekki háa einkunn fyrir frammistöðu hans í starfi knattspyrnustjóra Manchester United. Hann segir að ekki einn leikmaður hafi bætt sig undir stjórn Amorims. Portúgalinn tók við United af Erik ten Hag í nóvember eftir að hafa gert frábæra hluti með Sporting í heimalandinu. Ekki hefur gengið vel hjá Rauðu djöflunum síðan Amorim var ráðinn. United hefur aðeins unnið fimm af sextán deildarleikjum undir hans stjórn og var slegið út úr ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Í pistli sínum í The Telegraph fer Carragher ekki beint fögrum orðum um fjögurra mánaða stjóratíð Amorims hjá United. „Þetta er versta United lið sem ég man eftir. Það minnsta sem var hægt að búast við eftir að Amorim tók við var að liðið myndi líta út fyrir að vera betur þjálfað en það var hjá Ten Hag en það hefur ekki raungerst,“ skrifaði Carragher. „Leikmenn United hafa ekki brugðist vel við aðferðum hans. Hefur einhver leikmaður litið út fyrir að vera betri en hjá Ten Hag? Það er synda eða sökkva hjá einu stærsta félagi heims og núna er Amorim að drukkna í öldugangi meðalmennsku.“ Carragher bendir á nokkra stjóra sem hafa gert góða hluti hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa tekið við í erfiðri stöðu. Hann nefnir þar meðal annars Oliver Glasner, David Moyes og Nuno Espírito Santo. United tekur á móti Arsenal á sunnudaginn. Rauðu djöflarnir eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Portúgalinn tók við United af Erik ten Hag í nóvember eftir að hafa gert frábæra hluti með Sporting í heimalandinu. Ekki hefur gengið vel hjá Rauðu djöflunum síðan Amorim var ráðinn. United hefur aðeins unnið fimm af sextán deildarleikjum undir hans stjórn og var slegið út úr ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Í pistli sínum í The Telegraph fer Carragher ekki beint fögrum orðum um fjögurra mánaða stjóratíð Amorims hjá United. „Þetta er versta United lið sem ég man eftir. Það minnsta sem var hægt að búast við eftir að Amorim tók við var að liðið myndi líta út fyrir að vera betur þjálfað en það var hjá Ten Hag en það hefur ekki raungerst,“ skrifaði Carragher. „Leikmenn United hafa ekki brugðist vel við aðferðum hans. Hefur einhver leikmaður litið út fyrir að vera betri en hjá Ten Hag? Það er synda eða sökkva hjá einu stærsta félagi heims og núna er Amorim að drukkna í öldugangi meðalmennsku.“ Carragher bendir á nokkra stjóra sem hafa gert góða hluti hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa tekið við í erfiðri stöðu. Hann nefnir þar meðal annars Oliver Glasner, David Moyes og Nuno Espírito Santo. United tekur á móti Arsenal á sunnudaginn. Rauðu djöflarnir eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira