Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 18:15 Rasmus Höjlund skoraði síðast fyrir Manchester United um miðjan desember. Hann þarf svo nauðsynlega á marki að halda. AP/Miguel Oses Danski framherjinn Rasmus Höjlund hefur verið hreinlega fyrirmunað að koma boltanum í netið á nýju ári. Höjlund byrjaði á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið en tókst ekki að skora. Þetta var nítján leikurinn í röð sem Höjlund tekst ekki að komast á blað. Hann skoraði síðast á móti Viktoria Plzen um miðjan desember. Hann skoraði þá tvennu í röðum Evrópudeildarleiknum í röð. Síðan eru liðnir 84 dagar og Höjlund er enn að bíða eftir næsta marki. Hann hefur nú spilað tólf deildarleiki, fjóra bikarleiki og þrjá Evrópuleiki í röð án þess að skora. Síðasta deildarmark Höjlund kom þannig á móti Nottingham Forest 7. desember á síðasta ári. Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust orðnir mjög pirraðir á Dananum og það kom örugglega mörgum þeirra á óvart að lesa umfjöllun um og hrós til Danans eftir leikinn. Blaðamaður Daily Mail sá nefnilega ástæðu til að hrósa Dananum fyrir frammistöðuna í leiknum á Spáni. „Þetta var einn af mest lofandi leikjum hans í marga mánuði. Hann átti mörg flott hlaup í þessum leik. Ruben Amorim verður að finna leið til þess að hann, fá þetta frjálsræði sem hann fær í Evrópu, líka í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði blaðamaðurinn. Tölfræðin er þó ekki alveg að segja sömu sögu. Höjlund spilaði í níutíu mínútur í leiknum og skapaði vissulega þrjú færi fyrir liðsfélagana. Hann kom nítján sinnum við boltann þar af þrisvar í vítateig spænska liðsins. Hann átti samt ekki eitt einasta skot í þessum leik og var tvisvar dæmdur rangstæður. Höjlund tapaði líka sex af sjö samstuðum sem hann fór í þar af öllum þremur skallaeinvígunum. Rasmus Højlund has had a lot of stick the past couple of months - and most of it has been with reason - but I'm feeling sorry for him tonight.That's now NINETEEN games without a goal and it feels like his teammates have NO confidence in him. #MUFC pic.twitter.com/4yCP5sIOXn— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) March 6, 2025 Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Þetta var nítján leikurinn í röð sem Höjlund tekst ekki að komast á blað. Hann skoraði síðast á móti Viktoria Plzen um miðjan desember. Hann skoraði þá tvennu í röðum Evrópudeildarleiknum í röð. Síðan eru liðnir 84 dagar og Höjlund er enn að bíða eftir næsta marki. Hann hefur nú spilað tólf deildarleiki, fjóra bikarleiki og þrjá Evrópuleiki í röð án þess að skora. Síðasta deildarmark Höjlund kom þannig á móti Nottingham Forest 7. desember á síðasta ári. Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust orðnir mjög pirraðir á Dananum og það kom örugglega mörgum þeirra á óvart að lesa umfjöllun um og hrós til Danans eftir leikinn. Blaðamaður Daily Mail sá nefnilega ástæðu til að hrósa Dananum fyrir frammistöðuna í leiknum á Spáni. „Þetta var einn af mest lofandi leikjum hans í marga mánuði. Hann átti mörg flott hlaup í þessum leik. Ruben Amorim verður að finna leið til þess að hann, fá þetta frjálsræði sem hann fær í Evrópu, líka í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði blaðamaðurinn. Tölfræðin er þó ekki alveg að segja sömu sögu. Höjlund spilaði í níutíu mínútur í leiknum og skapaði vissulega þrjú færi fyrir liðsfélagana. Hann kom nítján sinnum við boltann þar af þrisvar í vítateig spænska liðsins. Hann átti samt ekki eitt einasta skot í þessum leik og var tvisvar dæmdur rangstæður. Höjlund tapaði líka sex af sjö samstuðum sem hann fór í þar af öllum þremur skallaeinvígunum. Rasmus Højlund has had a lot of stick the past couple of months - and most of it has been with reason - but I'm feeling sorry for him tonight.That's now NINETEEN games without a goal and it feels like his teammates have NO confidence in him. #MUFC pic.twitter.com/4yCP5sIOXn— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) March 6, 2025
Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira