„Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 17:08 Það hefur lengi loðað við Gísla Martein að hann sé unglegur og fólk jafnvel reynt að nýta þann eiginleika til að gera lítið úr fjölmiðlamanninum. Vísir/Vilhelm Á vefsíðunni „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ er hægt að fylgjast með aldri fjölmiðlamannsins í rauntíma. Eigandi og forritari síðunnar segir hana hafa komið til vegna þjóðarþráhyggju Íslendinga að býsnast yfir unglegu útliti Gísla. Þorri Líndal Guðnason, Skagamaður og altmuligtmand, hafði lengi velt því fyrir sér hvað unglegi fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson væri í raun og veru gamall. Þrátt fyrir tímans tönn virtist Gísli ósnortinn af árunum og vegna þessa hljómaði ein spurning í stofum landsmanna hvern föstudag: „Hversu gamall er Gísli Marteinn Baldursson?“ Fjölmiðlamaðurinn virtist ekki hafa breyst neitt í fimmtán ár nema hvað varðaði litinn á gleraugunum. Til að seðja þessa sameiginlegu forvitni landsmann bjó Þorri til rauntímaskrá yfir aldur Gísla Marteins sem uppfærist niður í millisekúndur. Fólk sem stillir sig inn á Vikuna getur nú farið inn á hegmg.org og haft aldur þáttastjórnandans við höndina meðan það horfir. Fréttastofa bjallaði í Þorra til að forvitnast um tilkomu síðunnar. Skjáskot af síðunni frá því fyrr í dag. Hafði samband við Gísla sjálfan „Hugmyndin var búin að vera í kollinum í smá tíma bara af því ég var alltaf að velta þessu fyrir mér sjálfur,“ segir Þorri um aðdragandann að gerð síðunna. Hann hafi ætlað að rifja upp forritun og vefsíðugerð og ákveðið að gera það með því að ráðast í að gera vefsíðu um aldur Gísla Marteins. Lénið hafi verið ódýrt og auðvelt að búa síðan til. Þorri Líndal hafði lengi velt fyrir sér aldri Gísla Marteins. „Þetta tekur ekki langan tíma, brýtur upp hversdagsleikann hjá fólki og gleður fólk. Það er aðalmálið,“ segir hann. Hvernig fannstu nákvæma tímasetningu fæðingarinnar? „Ég sendi honum skilaboð og bað hann auðmjúkur um að gefa nákvæmar upplýsingar um klukkan hvað hann fæddist, ekki fyrir mig heldur fyrir fólkið í landinu, undir yfirskriftinni að það væri til að halda upp á afmælið hans almennilega,“ segir Þorri. Gísli hafi ekki séð skilaboðin svo Þorri setti vefsíðuna í loftið og greindi frá fréttunum á Facebook-síðu sinni. „Gísli endaði á að kommenta á póstinn á Facebook og sagði þar nákvæma tímasetningu,“ segir Þorri. Hann hafi í kjölfarið uppfært vefsíðuna með nákvæmri tímasetningunni. Aldur í Stuðmannamyndum og Rottweiler-lögum Á síðunni getur fólk fylgst með aldri Gísla Marteins í rauntíma alveg niður í millísekúndu. En það getur líka fylgst með aldri hans með annars konar mælitækjum. „Þetta var uppfært með öðrum mælieiningum, hversu oft þú getur horft á Með allt á hreinu eða hlustað á ,XXX Rottweilerhunda'. Svo koma örugglega einhverjar fleiri mælieiningar í framtíðinni,“ segir Þorri. Samanburður á mælieiningunum þremur. Hvers vegna Með allt á hreinu og Rottweilerhundar? „Ég man það ekki alveg. Mig minnir að hann hafi einhvern tímann sagt það vera uppáhalds myndina hans,“ segir hann. Og var Gísli sáttur með þetta? „Ég vonaði innilega að hann myndi ekki taka þessu sem einhverju hæðnisverki og hann virðist ekki hafa gert það,“ segir Þorri. Grín og gaman Tækni Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Þorri Líndal Guðnason, Skagamaður og altmuligtmand, hafði lengi velt því fyrir sér hvað unglegi fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson væri í raun og veru gamall. Þrátt fyrir tímans tönn virtist Gísli ósnortinn af árunum og vegna þessa hljómaði ein spurning í stofum landsmanna hvern föstudag: „Hversu gamall er Gísli Marteinn Baldursson?“ Fjölmiðlamaðurinn virtist ekki hafa breyst neitt í fimmtán ár nema hvað varðaði litinn á gleraugunum. Til að seðja þessa sameiginlegu forvitni landsmann bjó Þorri til rauntímaskrá yfir aldur Gísla Marteins sem uppfærist niður í millisekúndur. Fólk sem stillir sig inn á Vikuna getur nú farið inn á hegmg.org og haft aldur þáttastjórnandans við höndina meðan það horfir. Fréttastofa bjallaði í Þorra til að forvitnast um tilkomu síðunnar. Skjáskot af síðunni frá því fyrr í dag. Hafði samband við Gísla sjálfan „Hugmyndin var búin að vera í kollinum í smá tíma bara af því ég var alltaf að velta þessu fyrir mér sjálfur,“ segir Þorri um aðdragandann að gerð síðunna. Hann hafi ætlað að rifja upp forritun og vefsíðugerð og ákveðið að gera það með því að ráðast í að gera vefsíðu um aldur Gísla Marteins. Lénið hafi verið ódýrt og auðvelt að búa síðan til. Þorri Líndal hafði lengi velt fyrir sér aldri Gísla Marteins. „Þetta tekur ekki langan tíma, brýtur upp hversdagsleikann hjá fólki og gleður fólk. Það er aðalmálið,“ segir hann. Hvernig fannstu nákvæma tímasetningu fæðingarinnar? „Ég sendi honum skilaboð og bað hann auðmjúkur um að gefa nákvæmar upplýsingar um klukkan hvað hann fæddist, ekki fyrir mig heldur fyrir fólkið í landinu, undir yfirskriftinni að það væri til að halda upp á afmælið hans almennilega,“ segir Þorri. Gísli hafi ekki séð skilaboðin svo Þorri setti vefsíðuna í loftið og greindi frá fréttunum á Facebook-síðu sinni. „Gísli endaði á að kommenta á póstinn á Facebook og sagði þar nákvæma tímasetningu,“ segir Þorri. Hann hafi í kjölfarið uppfært vefsíðuna með nákvæmri tímasetningunni. Aldur í Stuðmannamyndum og Rottweiler-lögum Á síðunni getur fólk fylgst með aldri Gísla Marteins í rauntíma alveg niður í millísekúndu. En það getur líka fylgst með aldri hans með annars konar mælitækjum. „Þetta var uppfært með öðrum mælieiningum, hversu oft þú getur horft á Með allt á hreinu eða hlustað á ,XXX Rottweilerhunda'. Svo koma örugglega einhverjar fleiri mælieiningar í framtíðinni,“ segir Þorri. Samanburður á mælieiningunum þremur. Hvers vegna Með allt á hreinu og Rottweilerhundar? „Ég man það ekki alveg. Mig minnir að hann hafi einhvern tímann sagt það vera uppáhalds myndina hans,“ segir hann. Og var Gísli sáttur með þetta? „Ég vonaði innilega að hann myndi ekki taka þessu sem einhverju hæðnisverki og hann virðist ekki hafa gert það,“ segir Þorri.
Grín og gaman Tækni Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira