Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2025 10:32 Sir Jim Ratcliffe í stúkunni á Old Trafford á leik Manchester United og Arsenal um helgina. afp/Paul ELLIS Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í Manchester United, segir að félagið hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í og ráðist í niðurskurð. Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti hjá United undanfarin misseri. Fjölda fólks hefur til að mynda verið sagt upp hjá United og ýmis fríðindi starfsfólks afnumin. Í viðtali við BBC segist Ratcliffe vera meðvitaður um að hann sé óvinsæll vegna hagræðingaraðgerðanna en þær séu nauðsynlegar. Fjárhagur United hafi einfaldlega verið ein rjúkandi rúst. „Manchester United hefði orðið fjárvana í lok ársins 2025 þrátt fyrir að ég hafði lagt til 233 milljónir punda og við hefðum ekki keypt neina leikmenn í sumar,“ sagði Ratcliffe. „Við erum í breytingaferli. Það er óþægilegt og ég hef samúð með stuðningsmönnunum. Einfalda svarið er að félagið hefði klárað peningana um áramótin ef við hefðum ekki gert þetta.“ Leiðin til glötunar Ratcliffe sagði að United hefði eytt meiri pening en það hafi aflað undanfarin sjö ár. „Ef þú eyðir meira en þú aflar er það leiðin til glötunar,“ sagði Ratcliffe en United borgaði til að mynda 37 milljónir í vexti á síðasta ári. „Vextir eru einn kostnaðarliður en ekki sá hæsti. Félagið verður að koma á reglu svo það geti staðið á traustum fjárhagslegum fæti í framtíðinni. Flest félög á Englandi, flest fyrirtæki, er með einhvers konar skuldir. En ef félagið er mjög arðbært, sem ég held að það geti verið á næstu árum, geturðu gert hið þveröfuga. Þú getur byrjað að greiða niður skuldir. Þar ætti Manchester United að vera,“ sagði Ratcliffe. Betri leikmenn frekar en frír hádegismatur Hann segir að vega þurfi og meta í hvað peningurinn hjá United fari. „Þegar þú horfir á rekstur félags eins og Manchester United með tekjur upp á 650 milljónir punda og þú eyðir hluta af því í að reka félagið og hluta í leikmannahópinn. Hvar viltu eyða peningunum? Viltu eyða þeim í að reka félagið eða í hópinn?“ sagði Ratcliffe. „Því ef þú eyðir peningum í hópinn nærðu betri úrslitum. Og fyrir hvað er Manchester United annað en að vinna titla? Við viljum kaupa bestu leikmenn í heimi ef við getum í staðinn fyrir að eyða peningum í frían hádegismat er ég hræddur um. Mitt eina markmið er að koma Manchester United aftur á sinn stall.“ Ratcliffe talaði tæpitungulaust í viðtalinu og sagði meðal annars að nokkrir leikmenn United væru ekki nógu góðir og væru með of há laun. Nefndi hann til að mynda Jadon Sancho, André Onana, Rasmus Højlund og Casemiro í því samhengi. United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Liðið hefur aldrei endað neðar en í 8. sæti síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti hjá United undanfarin misseri. Fjölda fólks hefur til að mynda verið sagt upp hjá United og ýmis fríðindi starfsfólks afnumin. Í viðtali við BBC segist Ratcliffe vera meðvitaður um að hann sé óvinsæll vegna hagræðingaraðgerðanna en þær séu nauðsynlegar. Fjárhagur United hafi einfaldlega verið ein rjúkandi rúst. „Manchester United hefði orðið fjárvana í lok ársins 2025 þrátt fyrir að ég hafði lagt til 233 milljónir punda og við hefðum ekki keypt neina leikmenn í sumar,“ sagði Ratcliffe. „Við erum í breytingaferli. Það er óþægilegt og ég hef samúð með stuðningsmönnunum. Einfalda svarið er að félagið hefði klárað peningana um áramótin ef við hefðum ekki gert þetta.“ Leiðin til glötunar Ratcliffe sagði að United hefði eytt meiri pening en það hafi aflað undanfarin sjö ár. „Ef þú eyðir meira en þú aflar er það leiðin til glötunar,“ sagði Ratcliffe en United borgaði til að mynda 37 milljónir í vexti á síðasta ári. „Vextir eru einn kostnaðarliður en ekki sá hæsti. Félagið verður að koma á reglu svo það geti staðið á traustum fjárhagslegum fæti í framtíðinni. Flest félög á Englandi, flest fyrirtæki, er með einhvers konar skuldir. En ef félagið er mjög arðbært, sem ég held að það geti verið á næstu árum, geturðu gert hið þveröfuga. Þú getur byrjað að greiða niður skuldir. Þar ætti Manchester United að vera,“ sagði Ratcliffe. Betri leikmenn frekar en frír hádegismatur Hann segir að vega þurfi og meta í hvað peningurinn hjá United fari. „Þegar þú horfir á rekstur félags eins og Manchester United með tekjur upp á 650 milljónir punda og þú eyðir hluta af því í að reka félagið og hluta í leikmannahópinn. Hvar viltu eyða peningunum? Viltu eyða þeim í að reka félagið eða í hópinn?“ sagði Ratcliffe. „Því ef þú eyðir peningum í hópinn nærðu betri úrslitum. Og fyrir hvað er Manchester United annað en að vinna titla? Við viljum kaupa bestu leikmenn í heimi ef við getum í staðinn fyrir að eyða peningum í frían hádegismat er ég hræddur um. Mitt eina markmið er að koma Manchester United aftur á sinn stall.“ Ratcliffe talaði tæpitungulaust í viðtalinu og sagði meðal annars að nokkrir leikmenn United væru ekki nógu góðir og væru með of há laun. Nefndi hann til að mynda Jadon Sancho, André Onana, Rasmus Højlund og Casemiro í því samhengi. United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Liðið hefur aldrei endað neðar en í 8. sæti síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira